Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 60

Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 60
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hannes Pétursson skáld tók í gær við verðlaunum Jónasar Hallgríms- sonar sem afhent eru árlega á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í sal Álftanesskóla. Ráðgjafarnefnd um verðlaun Jón- asar Hallgrímssonar, sem skipuð var þeim Kristínu Helgu Gunnars- dóttur, Kristjáni Árnasyni og Þór- arni Eldjárn, álítur að fáir verð- skuldi betur en Hannes að hljóta verðlaunin. Ennfremur lagði nefnd- in til að Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði hlyti sér- staka viðurkenningu við þetta tæki- færi. Tungan varð nýrri og fegurri „Ég met þessa viðurkenningu ekki síst af því að hún tengist nafni Jónasar Hallgrímssonar,“ sagði Hannes í ávarpi sínu eftir að hafa tekið við viðurkenningunni. Hann hélt síðan áfram: „Það skáld hefur verið einn af mínum ósýnilegu föru- nautum, allt síðan á æskudögum, og risið í tímans rás því hærra í vitund minni, þeim mun betur sem ég gróf mig niður í hugarheim hans, hvort heldur var í skáldskap, bréfaskipt- um eða fræðum. Það er eitt af undrum í menning- arlífi þessarar þjóðar að Jónasi Hall- grímssyni skyldi vinnast svo vel á um það bil einum áratug, að þegar hann féll frá var íslensk ljóðagerð, og íslensk tunga í meðförum hans, orðin bæði nýrri og fegurri en fyrir hans tíð.“ Hannes sagði síðan að hið mark- verða starf Jónasar Hallgrímssonar mætti þó aldrei leiða til þess að það gleymdist að margir aðrir menn á 19. öld „unnu atorkusamir að því að skipa íslenskri tungu aftur til síns forna sætis“. Og hann nefndi þrjá þeirra, beinlínis fyrir þær sakir að skólabyggingin þar sem verðlaunin voru afhent stendur í landi Eyvind- arstaða en þeim bæ tengdust þeir allir: Sveinbjörn Egilsson skáld, Jón Árnason þjóðsagnasafnari og Bene- dikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld og „höfuðsnillingur í ritun lausamáls á íslensku … Þessir þrír menn skil- uðu svo yfirgripsmiklu ævistarfi, hver á sínu sviði, að furðu gegnir. Starfi sem allt var af hendi leyst í þágu íslenskrar tungu og fræða“, sagði Hannes. Brúarsmiður í ljóðagerð Hannes Pétursson fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1931. Í greinargerð nefndarinnar segir að hann hafi aðeins verið 24 ára þegar hann kvaddi sér hljóðs með Kvæða- bók sem út kom 1955. Tóku almenn- ir lesendur og gagnrýnendur bók- inni fagnandi. Einn ritdómari komst svo að orði að það sætti miklum tíð- indum „þegar fullþroskað og stór- brotið skáld kemur formálalaust inn í bókmenntirnar“. Ætíð síðan hefur hann verið ljóðinu trúr og ljóðabæk- ur hans vakið mikla og verðskuldaða athygli. Hannes hefur löngum verið kall- aður brúarsmiður í íslenskri ljóða- gerð. Þá er á það bent að ljóð hans hafi löngum verið sem brýr milli hefðar og nútíma, standi föstum fót- um í íslensku umhverfi, náttúru og sögu en fáist þó engu að síður iðu- lega við vanda okkar hér og nú. Að auki byggjast þau mjög á íslenskri kveðskaparhefð, jafnt að formi sem efni, þótt fæst þeirra séu ort undir föstum bragarháttum. Ljóð Hannesar eru einnig bein- tengd miðevrópskri ljóðahefð, enda stundaði Hannes háskólanám í Þýskalandi í tvö ár að loknu stúd- entsprófi í Þýskalandi en settist eftir það í HÍ og lauk cand. mag.-prófi í íslenskum bókmenntum. Hannes var um árabil starfs- maður Menningarsjóðs og vann þar að margvíslegum útgáfumálum. Hann hefur einnig fengist nokkuð við þýðingar og lyft hinum þjóðlega sagnaþætti á nýtt listrænt stig, eins og heimildaþáttaritsafninu Misskipt er manna láni (1982-87). Í fyrra sendi Hannes frá sér bókina Jarðlag í tímanum, minningamyndir úr barnæsku. Þar lýsir hann af fágætri stílsnilld uppvexti sínum í Skaga- firði. Hannes hlaut verðlaunin  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent í gær Morgunblaðið/Ómar Verðlaunaskáld Hannes Pétursson tók í gær við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Katrínar Jakobs- dóttur menntamálaráðherra. Hannes sagði Jónas hafa verið einn af sínum „ósýnilegu förunautum“. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði hlýtur sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, að tillögu ráðgjafanefndarinnar. Í Þjóðlagasetrinu eru íslensk þjóðlög kynnt á að- gengilegan hátt. Sýnd eru myndbönd af fólki á ólíkum aldri að syngja, kveða, dansa eða leika á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun séra Bjarna, greint frá heimildar- mönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land. Örlygur Kristfinnsson safn- stjóri er hönnuður sýningarinnar í setrinu. Á henni get- ur einnig að líta muni úr eigu Bjarna og eiginkonu hans, Sigríðar Blöndal, sýnishorn af handritum, hljóðfæri og fleira. Kynnir íslensk þjóðlög ÞJÓÐLAGASETRIÐ HLÝTUR SÉRSTAKA VIÐURKENNINGU Sr. Bjarni Þorsteinsson 60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Fjöldi listamanna kemur fram á sérstökum sam- stöðu- og styrkt- artónleikum í Hofi á morgun kl. 16. Allur ágóði tónleikanna renn- ur í styrktar- söfnun fyrir þá bændur sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu er gekk yfir Norðurland í september sl. Meðal þeirra sem fram koma eru Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jón Svavar Jósefsson, Unnur Helga Möller, Hörn Hrafnsdóttir, Rósalind Gísla- dóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Allir listamenn gefa vinnu sína til stuðnings verkefninu. Þeim sem vilja leggja bændum lið er auk þess bent á söfnunarreikning nr. 0161-15-380370, kt. 630885-1409, í Landsbankanum á Sauðárkróki. Styrktartón- leikar í Hofi Valgerður Guðnadóttir Árlegir styrkt- artónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar fara fram í Guð- ríðarkirkju kl. 16. Í ár er ætl- unin að styrkja Steinunni Ingi- björgu Jakobs- dóttur sem fékk slæmt heilablóð- fall árið 2004, þá tuttugu og sjö ára gömul, en börn hennar voru þá sjö og tíu ára. Hún lamaðist algjörlega öðrum megin og er í dag alveg bundin við hjólastól. Meðal listamanna sem fram koma á tónleikunum eru Diddú, Lay Low, Egill Ólafsson, Valdimar, Ragnheiður Gröndal, Greta Sal- óme og Maríus Sverrisson ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar og Ljósakórnum, sem er barnakór kirkjunnar. Til styrktar Steinunni Ragnheiður Gröndal LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Hádegisleiðsagnir Alla föstudaga kl. 12 meðan sýningarnar standa yfir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Með athugsemdum Hildigunnar, Hugins Þórs, Sólveigar og Unnars Arnar Sýningarstjóraspjall Markús Þór Andrésson sunnud. 18. nóv. kl. 15 Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Sunnudag 18. Nóvember: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Ókeypis leiðsögn kl. 14 um sýninguna Teikning – þvert á tíma og tækni Nýjar sýningar: Fólkið á Þórsgötu- Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 í Myndasal Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913 á Vegg Jón í lit á Torgi Aðrar fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Teikning- þvert á tíma og tækni í Bogasal Heimkoma – Hljóðfrásagnir af eyðibýlum á 3. Hæð Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Ratleikir fyrir fjölskyldur, safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. - 31.12. 2012 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 HÆTTUMÖRK; Rúrí 19.5. – 31.12. 2012 SUNNUDAGINN 18. NÓV. KL. 15 mun Kammerkór Mosfellsbæjar gleðja gesti safnsins með söng. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.