Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Réttindaskerðingar
almannatrygginga
vegna greiðslna úr líf-
eyrissjóðum hafa verið
harðlega gagnrýndar.
Þessi gagnrýni hefur
einkum beinst að mikl-
um skerðingum fram-
færsluuppbótar, sem
skerðist nú um 100%
gagnvart öllum öðrum
tekjum. Þetta er svo-
kölluð krónu fyrir krónu skerðing,
sem getur gengið svo langt, að ein-
hleypur ellilífeyrisþegi hefur engan
ávinning af 73 þúsund króna greiðslu
á mánuði úr lífeyrissjóði. 100 þúsund
króna greiðsla úr lífeyrissjóði skilar
honum aðeins 11 þúsund krónum á
mánuði.
Afleiðingar þessara miklu skerð-
inga eru m.a. þær, að fólk sér lítinn
eða engan ávinning af þeim rétt-
indum, sem það hefur áunnið sér með
áratuga greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð.
Betra sé að geyma peningana undir
koddanum, á bankabókum eða ávaxta
þá eftir öðrum leiðum. Slíkt fráhvarf
frá lífeyrissjóðunum gæti haft mikil og
neikvæð áhrif á starfsemi þeirra og
framtíðarhorfur.
Á síðasta ári skipaði velferð-
arráðherra starfshóp til að endur-
skoða lög um almannatryggingar.
Hann lagði áherslu á einföldun kerf-
isins, skoðun víxlverkana (skerðingar)
og aukið gagnsæi. Í hópnum eru
fulltrúar stjórnmálaflokka, aðila
vinnumarkaðarins og hagsmuna-
samtaka. Nýlega var einróma sam-
þykkt tillaga um einföldun ellilífeyr-
iskerfisins, fækkun bótaflokka og að
draga úr fyrrnefndum
skerðingum. Lands-
samband eldri borgara
og fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins lögðu fram
sérstakar bókanir við af-
greiðslu tillögunnar.
Þess má vænta, að senn
verði lagt fram á Alþingi
frumvarp, sem byggist á
þessari tillögu.
Í kjarabaráttu sinni
hefur Landssamband
eldri borgara, LEB, lagt
á það áherslu, að eldri
borgurum verði bættar þær skerð-
ingar, sem hafa orðið á kjörum þeirra.
Engu að síður hafa fulltrúar þeirra
tekið ríkan þátt í vinnu endurskoð-
unarhópsins, sem með tillögu sinni
bætir til muna kjör eldri borgara á
næstu árum.
Tillagan gerir ráð fyrir því, að bóta-
flokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging
og heimilisuppbót verði sameinaðir í
einn. Þessi breyting kostar ríkissjóð
um 400 milljónir króna. Þá er gert ráð
fyrir, að skerðing vegna tekna við út-
reikning heimilisuppbótar lækki í 70%
á fyrsta ári gildistöku laganna, –á
næsta ári í 60% og þarnæsta í 50% og
sameinist síðan ellilífeyri.
Því hefur verið haldið fram, einkum
af Björgvini Guðmundssyni, fulltrúa í
kjaramálanefnd LEB, að þessar til-
lögur skerði kjör og réttindi eldri
borgara.
Það er nauðsynlegt að svara þessari
röngu fullyrðingu, og benda á, að sam-
kvæmt útreikningum Tryggingastofn-
unar ríkisins og Talnakönnunar hf.
hækka útgjöld Tryggingastofnunar til
málaflokksins á fyrsta ári eftir gild-
istöku laga, sem byggjast á fyrr-
nefndri tillögu, um 2,5 milljarða króna,
eða um 7% og á næsta ári um 3,8 milj-
arða króna, eða um 10%. Þess ber að
geta, að í útreikningum Talnakönn-
unar hf. er reiknað með fjölgun lífeyr-
isþega, sem verður umtalsverð á
næstu árum og áratugum. Þannig ger-
ir mannfjöldaspá Hagstofunnar ráð
fyrir því, að hlutfall ellilífeyrisþega af
vinnandi fólki á aldrinum 21-66 ára
muni tvöfaldast fram til ársins 2050,
eða úr 18% í tæp 40%.
Hins vegar ríkir talsverð óvissa um
skatttekjur ríkissjóðs af auknum
greiðslum lífeyrissjóða til eft-
irlaunaþega, en þær tekjur kæmu þá
til mótvægis við aukin útgjöld rík-
issjóðs til málaflokksins. Almennt er
gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirnir
taki að verulegu leyti við greiðslum
eftirlauna (ellilífeyrisgreiðslum) þegar
fram líða stundir, og að skatttekjur
ríkissjóðs af þessum greiðslum hækki
umtalsvert.
Kjarni þessa máls er sá, að það er
röng staðhæfing, þegar því er haldið
fram, að tillögur endurskoðunarhóps-
ins verði til þess að greiðslur til ellilíf-
eyrisþega skerðist. Þvert á móti mun
tillagan, ef að lögum verður, bæta kjör
þeirra til langrar framtíðar.
Dregið úr skerðingum,
bótaflokkar sameinaðir
Eftir Árna
Gunnarsson » Þá er gert ráð fyrir,
að skerðing vegna
tekna við útreikning
framfærsluuppbótar
lækki í 50% á
næstu árum.
Árni Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður
og formaður starfshóps um endur-
skoðun
almannatryggingalaga.
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-16
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
16:30-16:35 Ráðstefnan sett.
Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður
Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
16:35-16:40 Ráðgjafarþjónustan.
Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá
þjónustunni.
16:40-16:45 Lungnahópur – fyrir hverja?
Ingibjörg Þorleifsdóttir segir frá sinni reynslu í
lungnahóp og kynnir www.lungnakrabbamein.is
16:45-16:55 Einkenni og greiningarferlið.
Hrönn Harðardóttir lungnalæknir.
16:55-17:05 Nýjungar í lyfjameðferð.
Agnes Smáradóttir krabbameinslæknir.
17:05-17:15 Nýjungar í skurðmeðferð við lungnakrabbameini.
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.
17:15-17:35 Lengra og betra líf.
Alice Skjold Braae formaður dönsku lungna-
samtakanna segir frá mikilvægi árvekninnar.
17:35-17:50 Jafnvægi í daglegu lífi.
Þórunn Gunnarsdóttir iðjuþjálfi á Reykjalundi.
17:50-18:00 Ávextir og spjall.
Allir velkomnir – ókeypis aðgangur
Örráðstefna 22. nóvember
kl. 16:30-18:00
í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
Skógarhlíð 8 í tengslum við alþjóðlegan
árveknidag gegn lungnakrabbameini
Krabbameinsfélagið
Fundarstjóri: Felix Bergsson leikari, útvarpsmaður og söngvari.
Ertu að hósta úr þér lungunum?
Lungnakrabbamein
– snemmgreining skiptir sköpum