Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 32

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Gylfaflöt 16-18 · 112 Reykjavik · Sími 553 5200 · solo.is Ásgeir Einarsson hönnuður Sindrastólsins (1927 – 2001) Viðskiptavinir geta valið þá gæru og litaafbrigði sem þeir vilja á sinn stól sem gerir hvern stól einstakan. Stóllinn er alfarið framleiddur á Íslandi. Söluaðilar: Sólóhúsgögn og G.Á. Húsgögn Stóll 162.000 kr. Skemill 48.000 kr. Sindrastóllinn 50 ára afmælisútgáfa (1962 – 2012) FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Arabíska vorið varð til þess að staða Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu styrktist mjög og einangrun þeirra rofnaði. Samtökin höfðu einkum reitt sig á stuðning klerkastjórnarinnar í Íran, einræðisstjórnarinnar í Sýr- landi og Hizbollah-samtaka sjíta í Líbanon en með arabíska vorinu eignuðust þau öfluga bandamenn í ríkjum þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta, einkum í Egyptalandi. Hamas-samtökin láta nú reyna á það hversu langt þessir nýju bandamenn eru tilbúnir til að ganga í stuðningi sínum við þau, að mati fréttaskýr- enda. Auk Egyptalands njóta Hamas- samtökin nú stuðnings stjórnvalda í löndum á borð við Tyrkland og furstadæmið Katar. Furstinn í Katar fór á Gaza-svæðið í október og varð þar með fyrsti þjóðhöfðinginn til að koma þangað í heimsókn frá því að Hamas-samtökin komust þar til valda árið 2007. Forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, hefur gagnrýnt loftárásir Ísr- aelshers á Gaza harðlega og forsætis- ráðherra Egypta fór þangað í gær til að sýna samstöðu með Hamas-- mönnum og reyna að koma á vopna- hléi. Hamas á rætur að rekja til Bræðralags múslíma, samtaka egypska forsetans. „Átökin sýna hversu mikið þessi heimshluti hefur breyst frá því að uppreisnir araba hófust,“ hefur The New York Times eftir Nathan Thrall, sérfræðingi hugveitunnar Inter- national Crisis Group. „Nú þegar Gaza verður fyrir árásum koma há- værustu raddirnar ekki frá and- spyrnuöxlinum svokallaða – Íran, Sýrlandi og Hizbollah – heldur frá bandamönnum Bandaríkjanna á borð við Egypta og Katara.“ „Nýi óvissuþátturinn er að Egyptaland er nú hluti af blöndunni,“ hefur The New York Times eftir David Makovsky, öðrum sérfræðingi í málefnum Mið-Austurlanda. Hann telur að leiðtogar Hamas vilji senda Ísraelum þau skilaboð að ef þeir gangi of hart fram gegn samtökunum verði það til þess að samskipti Ísraels og Egyptalands versni. Siglir milli skers og báru Hassan Nafaa, stjórnmálafræðing- ur við Kaíró-háskóla, telur að Hamas vilji láta reyna á það hversu djúpt stuðningur nýju ráðamannanna í Egyptalandi risti og loftárásir Ísr- aela setji Morsi forseta í vanda. „Hann þarf að bregðast hart við en veit aftur á móti að átökin mega ekki magnast núna. Viðbrögð hans verða kröftug en ákveðin af varfærni,“ hef- ur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Nafaa. Einræðisstjórn Hosnis Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands, var á meðal mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna. Morsi bjó um tíma í Bandaríkjunum og fréttaskýrandi BBC segir að forsetinn telji mikil- vægt að halda tengslunum við landið. Morsi þurfi að sigla milli skers og báru, sýna stuðning við Hamas án þess að stofna tengslunum við Bandaríkin í hættu. Fréttaskýrendur telja að víga- menn í öðrum palestínskum hreyf- ingum hafi sótt í sig veðrið á Gaza- svæðinu, m.a. vegna lögleysunnar sem hefur verið á Sínaískaga eftir fall stjórnar Mubaraks. Að sögn The New York Times hafa Hamas-menn reynt að hafa hemil á hreyfingunum síðustu mánuði. Palestínsku hreyfingarnar hafa þó gert flugskeytaárásir á Ísrael síðustu daga en þarlend stjórnvöld segja að Hamas-samtökin hafi einnig staðið fyrir mörgum árásanna. Stjórn Ísr- aels segir að Hamas beri ábyrgð á öllum árásunum á landið, þar sem samtökin geti stöðvað þær. „Lögðu gildru fyrir Hamas“ Dagblöð í Ísrael segja að her landsins hafi komið leiðtogum Ham- as í opna skjöldu á miðvikudag þegar yfirmaður hernaðararms samtak- anna, Ahmed al-Jabari, beið bana í loftárás á bíl hans í Gazaborg. Ísr- aelskir ráðherrar höfðu lýst yfir því að þeir teldu að tilraunir Egypta til að koma á vopnahléi hefðu borið árangur og Palestínumenn myndu hætta flugskeytaárásunum á Ísrael. „Svo virðist sem Jabari hafi haldið að Ísraelum væri alvara með vopna- hléinu og ákveðið að fara út,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Abu Saada, prófessor í stjórnmálafræði við há- skóla á Gaza. „Ísraelar lögðu gildru fyrir Hamas þegar þeir gáfu til kynna að þeir myndu virða vopna- hléið.“ Láta reyna á stuðning Egypta AFP Eyðilegging Palestínumaður virðir fyrir sér rústir byggingar innanríkisráðuneytis stjórnar Hamas-samtakanna í Gazaborg eftir eina af loftárásum Ísraelshers. Yfir 20 Palestínumenn hafa beðið bana í árásunum, m.a. fimm börn.  Staða Hamas-samtakanna hefur styrkst eftir arabíska vorið  Nýr forseti Egypta reynir að verja Hamas-menn á Gaza-svæðinu án þess að stofna tengslum Egyptalands við Bandaríkin í hættu Árásirnar fordæmdar » Mohamed Morsi, forseti Egyptalands, lýsti loftárásum Ísraelshers á Gaza sem „ósvíf- inni árás gegn mannkyni“ og skoraði á leiðtoga Vesturlanda að stöðva hernaðinn. » Forsætisráðherra Egypta- lands, Hisham Qandil, fór í nokkurra klukkustunda heim- sókn til Gaza í gær til að sýna samstöðu með Gazabúum og Hamas-samtökunum. Stjórn hans hefur beitt sér fyrir vopnahléi. Palestínumenn hafa skotið hundruðum flugskeyta á Ísrael frá Gaza- svæðinu og Ísraelsher hefur hert loftárásir sínar á Gaza. Ekkert lát á blóðsúthellingunum Ashdod Netivot Jabaliya Beit Lahiya Gan Yavne Kiryat Gat Beersheva Tel Avív Kiryat Malachi Ashkelon EG YP TA LA N D JÓ RD A N ÍA ÍSRAEL 10 km Khan Yunis GAZABORG GAZA-SVÆÐIÐ Sderot Rafah MIÐJARÐARHAF Flugskeytaárásir Palestínumanna Loftárásir ÁrásirPalestínumenn á Gaza skutu flugskeyti að Tel Avív í Ísrael í gær, annan daginn í röð. Bæði flug- skeytin lentu í sjónum, en að sögn frétta- skýrenda BBC er þetta í fyrsta skipti sem Pal- estínumenn á Gaza beita svo öfl- ugum flugskeytum gegn Ísraelum. Flugskeyti var einnig skotið á hús í byggð gyðinga ná- lægt Jerúsalem en fregnir hermdu að ekki hefði orðið manntjón í árásinni. Her Ísraels kvaddi í gær út 16.000 liðsmenn í varaliði hans eftir að stjórnin heimilaði að allt að 30.000 varaliðsmenn yrðu kallaðir út. Ríkisstjórn Ísraels áréttaði í gær að til greina kæmi að beita landhernaði til að stöðva flug- skeytaárásir Palestínumanna. Fréttaveitan AFP segir að herinn hafi sent skriðdreka að landa- mærunum að Gaza. Kalla varalið út VIÐBÚNAÐUR Í ÍSRAEL Ísraelskir brynvagnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.