Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Að skrifa dóm um mynd einsog Cloud Atlas er vanda-verk. Myndin er einfald-lega svo ólík mörgu því sem áður hefur sést. En það þýðir fátt annað en að bretta upp ermar og gera sitt besta. Í myndinni eru sagð- ar sex sögur sem gerast á mismun- andi stöðum, á mismunandi tíma, en tengjast allar á ýmsan hátt. Farið er inn og út úr sögunum sex. Sögusvið þeirra sögu, sem á að gerast fyrst, er skip á ferð um Kyrrahafið um miðja 19. öld, en sag- an sem gerist síðast á sér stað ein- hvers staðar í óræðri framtíð, 106 árum eftir „Fallið“, sem var endir einhvers konar siðmenningar eða samfélags. Einstakt mannval leikur í mynd- inni og erfitt er að gera upp á milli einstakra leikara, enda sýna þeir af sér mikla fjölhæfni með því að koma fram í mismunandi gervum í sög- unum. En ef nefna ætti eitthverja sem upp úr standa, þá er það helst Ben Whishaw í hlutverki tónskálds- ins Frobishers, Tom Hanks sem Zachry, Halle Berry sem blaðakon- an Luisa Rey, Jim Broadbent sem Timothy Cavendish og Doona Bae í hlutverki Somni-351. Svo er mynda- takan einfaldlega mögnuð, sér- staklega í framtíðarborginni Neo Seoul. En hvað gerist í þessari stór- mynd? Til dæmis er dregin upp hrollvekjandi framtíðarsýn í borg- inni Neo Seoul árið 2144 þar sem fyrirtæki stjórna lífi fólks frá fæð- ingu og íbúunum er skipt í stéttir eftir því hvort þeir eru klónaðir eða „náttúrulegir“. Þá er sagt frá böldnu gamalmenni, sem þarf að berjast fyrir því að endurheimta frelsi sitt eftir að hafa verið ginnt á elliheimili, ungt tónskáld leggur allt undir til að skrifa ódauðlegt verk, blaðakona leggur líf sitt að veði við sannleiks- leit og bandarískur lögfræðingur á tímum þrælahalds vingast við strokuþræl. En myndin er líka um margt ann- að. Mannlegan breyskleika, ást í ýmsum myndum, vináttu, góð- mennsku, illsku, von og vonleysi. En aðallega um það hvernig val okkar og athafnir í lífinu geta haft ómæld áhrif á svo miklu, miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Það er langt síðan undirrituð hef- ur hrifist svo mikið af kvikmynd að til greina komi að sjá hana aftur (það hefur reyndar ekki gerst síðan Dirty Dancing var í bíó árið 1988), en lík- lega verður farið aftur á Cloud Atlas innan tíðar. Smá nöldur að lokum: þetta er þriggja tíma löng mynd, 172 mín- útur til að gæta allrar nákvæmni. Kvikmyndahúsaeigendur mættu taka tillit til þess og stytta auglýs- ingatíma á undan myndinni, eða hreinlega sleppa honum alveg. Með 30 mínútna auglýsingum í byrjun og hléi tók bíóferðin vel yfir þrjá og hálfan tíma. Varla skiptir það sköp- um fyrir rekstur bíóhúsa að sleppa auglýsingum á undan einni mynd. Stórmynd Tom Hanks og Halle Berry í Cloud Atlas. Myndin fjallar í grunn- inn um það hvernig val okkar og athafnir í lífinu geta haft ómæld áhrif á svo miklu, miklu meira en við gerum okkur grein fyrir, eins og segir í gagnrýni. Sex magnaðar sögur í einni kvikmynd Smárabíó, Háskólabíó, Borg- arbíó og Sambíó Egilshöll Cloud Atlas  Leikstjórar: Tom Tykwer, Andy Wac- howski og Lana Wachowski. Leikarar: Halle Berry, Tom Hanks, Hugh Grant, Doona Bae, Jim Broadbent, Sus- an Sarandon, Ben Whishaw og fleiri ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR KVIKMYNDIR Ímyndinni Woody Allen: ADocumentary er skyggnst ábakvið tjöldin hjá einu mestaólíkindatóli Hollywood, Woody Allen. Heimildarmyndin fjallar að mestu leyti um kvikmyndir Allen en jafnframt er farið í upphaf ferils hans sem skrítluskrifara og uppistandara. Myndin byggist upp á viðtölum við Allen sjálfan og þá sem unnið hafa með honum í kvikmyndunum. Flestir hafa góða sögu að segja af þessum orðheppna sérvitringi sem óhætt er að segja að fari eigin leiðir í kvikmyndagerð og í lífinu. Robert B. Weide, leikstjóri mynd- arinnar er þekktastur fyrir að leik- stýra gamanþáttunum Curb your enthusiasm, sem líkt og myndir Allens höfðuðu til ákveðins hóps fólks en alls ekki til allra. Gerir hann vel í að fanga allt það sem Allen stendur fyrir. Hið eilífa stef kvik- mynda hans um ástina, lostann, dauðann og fallvalta hamingjuna. Jafnframt skín í gegn sú pönkaða lífssýn að það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir. Allen er á vagni þeirra sem stilla skóla- kerfinu upp í andstöðu við með- fædda sköpunargáfuna. Ljóst er að sjálfstæði og frelsi listamannsins er honum hugfólgið. Allen er orðinn 77 ára en er iðinn sem fyrr og hefur haldið sig við það að gera eina kvikmynd á ári. Nýleg- ar myndir hans bera vitni þess að hann slær hvergi slöku við. Aðdáendur leikstjórans ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með myndina en jafnframt er hún athygl- isverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á sköpunarferli og kvikmyndum. Weide tekst vel upp þegar hann fer yfir feril Allens, allt frá því hann var uppistandari í New York á 6. ára- tugnum yfir í óskarsverðlaunamynd- ir hans og áhrif þeirra á kvikmynda- menningu. Hins vegar er nokkuð snautlega skautað yfir hið umdeilda samband Allens við ættleidda dóttur sína sem vakti mikla hneykslan þeg- ar það kom í ljós árið 1992. Myndin er þó ekki eitt stórt lof til handa leikstjóranum og ágætlega er gerð grein fyrir þeim myndum sem ekki hafa hlotið náð gagnrýnenda. Ekki verður annað sagt en að hér sé á ferðinni vel heppnuð og skemmti- leg mynd um einn forvitnilegasta og áhrifamesta leikstjóra samtímans. Viðfangsefnið Heimildarmyndin um Woody Allen er vel heppnuð. Ólíkindatóli gerð skemmtileg skil Bíó Paradís Woody Allen: A Documentary bbbbn Leikstjóri: Rober B. Weide. Bandaríkin 2012. VIÐAR GUÐJÓNSSON KVIKMYNDIR NÝTT Í BÍÓ  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA L BOXOFFICE MAGAZINE MYNDIN SEM MARGIR VILJA MEINA AÐ VERÐI EIN SÚ SIGURSTRANGLEGASTA Á NÆSTU ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐ  -B.O. MAGAZINE  - NEW YORK DAILY NEWS LOKAMYNDIN Í EINNI STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA L 14 12 12 16 MBL FRÉTTATÍMINN 80/100 VARIETY 80/100 „WILL GIVE ITS BREATHLESSLY AWAITING INTERNATIONAL AUDIENCE JUST WHAT IT WANTS.“ THE HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICE MAGAZINE 12 16 L L L AKUREYRI TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 8 ARGO KL. 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 2 - 4 WRECK-IT RALPH ENSKT TAL KL. 2 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSLTAL KL. 2 - 4 HOPE SPRINGS KL.6 - 8 END OF WATCH KL. 10:20 EGILSHÖLL L L L L L 14 14 12 ÁLFABAKKA L L L VIP 16 16 14 12 L L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 VIP KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI Í3D. 1:30 - 3:40- 5:50 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI 1 -1:30- 3:405:50 WRECK IT RALPH ENSKU.TALI KL. 5:50 - 8 - 10:10 ARGO KL. 5:40 - 8 - 10:30 HOPE SPRINGS KL. 3:40 - 8 HOUSE AT END OF STREET KL. 8:10 - 10:30 BRAVE M/ÍSL.TALI KL. 1:30 - 3:40 END OF WATCH KL. 10:10 16 12 KEFLAVÍK L L L TWILIGHT: BREAKING DAWN 2 KL. 8 - 10:30 WRECK IT RALPH ÍSL TAL3D KL. 1:30 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 BRAVE ÍSLTAL KL. 2 KL. 6 ENSKU TALI KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI 12 12 L L TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 5:30 - 8 - 11 NÚMERUÐ SÆTI SKYFALL KL. 2 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11 WRECK IT RALPH ÍSL.TALI 2:20 -3:20 WRECK IT RALPH ÍSL TAL3D 1:40-3:50 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPA BÍÓ TWILIGHT: BREAKING DAWN - PART 2 KL. 1 - 3 - 5:30 - 8 - 9 - 10:30 ARGO KL. 8 - 10:30 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL3D 1-3:20-5:30 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL KL. 1:30 - 3:40 CLOUD ATLAS KL. 5:50 - 8 BRAVE KL. 1 BRAVE KL. 3:40 WRECK-IT RALPH ENSTAL KL. 5:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.