Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum - einnig „ósýnileg“ ATH! Myndin sýnir tækin í raunstærð Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Eimskip er stærsta félagið sem fer á markað í Nasdaq OMX kauphöllinni á Norðurlöndunum það sem af er ári, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fyrirtækið var skráð á markað í gær. „Kauphöllin skartar nú 14 félögum á markaði,“ segir hann og nefnir að Eimskip sé nú þriðja stærsta félagið á íslenska markaðnum. Þetta kom fram í gær- morgun þegar viðskiptin hófust. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, benti á að fyrirtækið var fyrst skráð í Kauphöll árið 1992 en hafi verið af- skráð vegna fjárhags- og rekstrar- legrar endurskipulagningar eftir bankahrunið. Hann segir ánægjulegt að sjá að félagið sé komið í dreifða eignaraðild en hluthafarnir eru um þrjú þúsund. Fjaðrafok Á fimmtudaginn tilkynnti Fjármála- eftirlitið að það hefði ekki fundið dæmi um innherjaviðskipti með bréf Eim- skips í hlutafjárútboði til fagfjárfesta. Gefið hafði verið í skyn að fjárfestar sætu ekki við sama borð varðandi upp- lýsingagjöf. Mikið fjaðrafok var í að- draganda skráningar Eimskips en nokkrir lífeyrissjóðir tóku ekki þátt í útboðinu vegna kaupréttarsamninga sex stjórnenda sem þeir töldu háa en gátu þess einnig að verðið á félaginu væri hátt. Þegar útboðsfresturinn var liðinn féllu stjórnendurnir frá kaup- réttunum og kom í ljós að einhverjir höfðu gert tilboð með fyrirvara um að það yrði gert. Festa lífeyrissjóður taldi að fjárfestar hefðu ekki setið við sama borð í útboðinu og fór fram á rannsókn Fjármálaeftirlitsins. „Ég er ekki hissa á þessum úr- skurði Fjármálaeftirlitsins,“ segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið. „Þeir komast að þeirri niðurstöðu að innherjaupplýsingum var ekki miðlað til fjárfesta.“ Hann bætir við að hann sé ánægð- ur með hve hratt og faglega FME hafi unnið sína vinnu og lokið henni áður en viðskipti hófust í Kauphöllinni. Óheppileg umræða - Þetta var óheppileg umræða rétt fyrir skráningu. „Já, hún fer mjög seint af stað. Við höfðum unnið ötullega að endurskipu- lagningu félagsins og skráningu í þrjú til fjögur ár og svo rétt fyrir skrán- ingu Eimskips – þegar útboðið er haf- ið – verður mikil og neikvæð umræða um kauprétti okkar stjórnendanna. Kaupréttaráætlun félagsins var sam- þykkt á aðalfundi félagsins í maí 2010. Ég vonast til að umræða um kaup- rétti muni nú eiga sér stað á faglegum nótum svo við getum rætt framtíð kauprétta í íslenskum fyrirtækjum af yfirvegun. Við stjórnendur Eimskips sem um ræðir féllum frá kaupréttun- um rétt fyrir klukkan sex daginn sem útboðinu lauk, en þá voru fjórir tímar liðnir frá lokun útboðs fagfjárfesta. “ - Þetta var mikil fórn; þið höfðuð góða kaupréttarsamninga undir höndum. Það var ekkert sjálfsagt að þið mynduð gefa þá upp á bátinn. „Nei, en við vildum hag félagsins sem mestan og til þess urðum við að falla frá kaupréttunum til að tryggja framgang skráningarinnar. Vonandi verður í kjölfarið farið að ræða um kaupréttarsamninga á skynsamlegri hátt. Þeir eru til staðar mjög víða í því alþjóðlega umhverfi sem við vinnum í og í fyrirtækjum á íslenska hluta- bréfamarkaðnum.“ - Fenguð þið ekkert fyrir að falla frá kaupréttunum? „Nei. Við fengum ekkert fyrir það.“ - En eru þið með vilyrði fyrir því að fá eitthvað í framtíðinni? „Nei.“ - En hvað með kauprétti í framtíð- inni hjá ykkur og öðrum fyrirtækj- um? „Ég legg áherslu á að það fari af stað málefnaleg og fagleg umræða um kauprétti. Það er almennt talað í öllum fræðum um að hvatakerfi hafi jákvæð áhrif á starfsemi fyrirtækja. Það verður athyglisvert að fylgjast með þeim fyrirtækjum sem næst fara á markað en vonandi geta þau lært af okkar reynslu og við erum tilbúin að miðla af henni.“ Eimskip þriðja stærsta félagið í Kauphöllinni  Forstjóri Eimskips kallar eftir faglegri og málefnalegri umræðu um kauprétti Blómlegt Páll Harðarson vonaði að viðskipti með Eimskip yrðu blómleg. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Sá vandi sem gæti hlotist í tengslum við útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna er minni en af er látið, að sögn Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra, enda þótt þess þurfi að gæta að tímasetning og útfærsla greiðslnanna sé með þeim hætti að það raski ekki fjármálastöðugleika. Þetta kom fram í máli hans á pen- ingamálafundi Viðskiptaráðs í gær- morgun, en hann sagði ennfremur að það væru Íslendingar sem réðu ferð- inni í mögulegum samningaviðræðum við þrotabúin. „Við segjum þeim bara hvernig þetta á að vera. Við höfum öll tromp á okkar hendi því annars fá þau ekki nauðasamninga.“ Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til að hrein erlend skuldastaða þjóðar- búsins væri hátt í 100% af vergri landsframleiðsla, líkt og ýmsir sér- fræðingar á fjármálamarkaði hafa fært rök fyrir, þá telur Már slíkt ekki „óviðráðanlegt og reyndar langt í frá“. Hann benti á í því samhengi að spár Seðlabankans bentu til þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur næstu ára yrði á bilinu 2-3% af lands- framleiðslu. Slíkur afgangur, ásamt hagvexti í kringum 3%, ætti að verða til þess að hreinar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu lækkuðu „nokk- uð hratt og örugglega“. Taldi Már því ekki rétt að líta svo á að Ísland stæði frammi fyrir skuldavanda. Ísland á við „greiðslujafnaðarvandamál að stríða,“ útskýrði hann, og sagði að til þess að vinna bug á þeim vanda þyrfti að tryggja fjárlagaafgang á næstu ár- um, endursemja um erlendar skuldir og vinna að því að opna aðgang að er- lendri lánsfjármögnun. Á fundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga, sem fór fram í gær, mælti Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, með því að þrotabúin yrðu gerð upp í krónum, til að mynda á genginu 250-260 krónur gegn evru. Slíkt hlytu erlendir kröfuhafar að geta sætt sig við. Ísland hefur öll tromp á hendinni  Seðlabankastjóri segir Íslendinga ráða för við mögulega nauðasamninga Morgunblaðið/Styrmir Kári Peningamál Seðlabankastjóri segir Ísland ekki glíma við skuldavanda. ● Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi var 1,7 milljarðar króna. Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður bankans eftir skatta rúmir 13,5 millj- arðar, en á sama tímabili í fyrra var hann tæpir 27 milljarðar króna. Hagn- aðurinn hefur því dregist saman um 50% á milli tímabila. „Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mán- uðum ársins 2012 var 8,6% en mældist 17,9% á sama tíma fyrir ári … Arðsemi af rekstri endurspeglar sem fyrr fremur lítil umsvif í íslensku efnahagslífi,“ segir m.a. í 9 mánaða uppgjörinu. Hagnaður Landsbanka dregst saman um 50% ● Evrópski seðlabankinn hefur lýst því yfir að Lettland megi ekki stafsetja nafn evrunnar sem „eiro“ á lettnesku í stað „euro“, þegar landið tekur gjaldmiðilinn formlega upp. Fram kemur á fréttavefnum Eu- observer.com að í yfirlýsingu bankans komi fram að notkun nafnsins „euro“ í lettnesku lagaskjölum hafi engin áhrif á málfræðireglur lettneska tungumálsins sem þegar séu í gildi. Fjármálaráðherra Lettlands, Andris Vilk, vill þjóðaratkvæði um upptöku evr- unnar áður en hún verði tekin upp. Evran má ekki heita eiro ● Sala á nýjum bifreiðum dróst saman um 4,8% í ríkjum Evrópusambandsins í október og er þetta þrettándi mánuður- inn í röð sem bílasala dregst saman innan ESB. Fyrstu tíu mánuði ársins nemur samdrátturinn 7,3% á milli ára. Bílasala hefur dregist saman í nánast öllum aðildarríkjunum fyrir utan Bret- land þar sem aukningin er 12,1% og Þýskalandi 0,5%. Samdrátturinn á Spáni er mestur eða 21,7%, 12,4% á Ítalíu 12,4% og 7,8% í Frakklandi. Salan minnkar um 7,3% Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,12.3- +,-.+/ ,+.4+0 ,,.,,5 +-.4,, +20.53 +.0-,+ +40.3, +32./4 +,-.53 ,1/.+- +,-.0, ,+.454 ,,.,4, +-.455 +23.+/ +.0-35 +43., +32.40 ,,3.5330 +,4.15 ,1/.3- +,-.4 ,,.1/2 ,,.205 +4.12, +23.0, +.04+2 +43.5- +3/./+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.