Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Margir sjá þörfina fyrir hvar neyðin
er og fylgja henni eftir, þeir eru
okkur hinum hvatning til góðra
verka. Kannski
er í næstu íbúð
mikil sorg,
áhyggjur, veik-
indi eða einmana
sál sem þarfnast
þess að fá bros
eða smáum-
hyggju.
Nú fer í hönd
erfiður tími hjá
mörgum, við get-
um ekki neitað því að það er fátækt
bæði á Íslandi og í flestum heims-
hlutum. Hjarta okkar ætti að slá
með systkinum okkar hvar sem þörf
er á og við ættum að sýna kærleika
okkar í verki. Það er hægt að gera
það á svo margan hátt, t.d. gefa af
tíma sínum til sjálfboðastarfa, vera
til staðar, gefa hlý orð, veita hvatn-
ingu og hvaðeina sem lyftir upp og
gefur gleði og innri ró. Margir eru
svo heppnir að vera í þeirri aðstöðu
að geta látið fé af hendi rakna til
hjálparsamtaka og/eða til ein-
staklinga sem eru í neyð. Ég er
þakklát þeim sem eru vel staddir og
gefa af rausn til þeirra sem þess
þurfa.
Gleymum ekki systkinum okkar
sem búa við miklar hörmungar og
fátækt í þróunarlöndunum, við erum
jú öll íbúar jarðarinnar. Við vitum
ekki hvort eða hvenær við þurfum
sjálf að fá aðstoð. Opnum hjarta
okkar fyrir samúð með öðrum og
frestum því ekki til morguns því í
dag gætir þú bjargað lífi einhvers,
kannski barns sem þarf læknishjálp
núna.
Skoðum hug okkar og hjarta. Ég
er viss um að flestir finna fyrir gleði
yfir því að getað látið eitthvað af
hendi til náungans. Það er fátæk
manneskja sem finnur ekki hjarta
sitt slá fyrir neyð annarra sem er þó
svo blessuð að geta gert vel við
náunga sinn. Allt er forgengilegt og
hver veit hvenær við þörfnumst
hjálpar, andlega, veraldlega eða
þess að eiga góðan vin í raun.
Opnaðu augun og vertu vakandi
fyrir þörfum annarra, finndu gleðina
sem fyllir hjarta þitt við hvert góð-
verk sem þú gerir. Segðu frá því
góða sem þér er gert en gleymdu
því góða sem þú gerir öðrum.
Láttu það góða ganga.
ERNA LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Garðabæ.
Verum vakandi fyrir
því hvar þörfin er
Frá Ernu Lúðvíksdóttur
Erna Lúðvíksdóttir
Framundan er einn mikilvægasti
kosningavetur sem kjósendur á Ís-
landi hafa lengi staðið frammi fyrir.
Þetta kjörtímabil
hefur verið átaka-
tímabil enda hafa
stjórnarflokk-
arnir að mestu
eytt tíma sínum í
að reyna að koma
hinum undarleg-
ustu gæluverk-
efnum í gegnum
Alþingi í stað
þess að beina
kröftum sínum og þjóðarinnar að því
sem helst skiptir máli, atvinnu-
málum og skuldavanda heimilanna.
Eins og talað er á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála þá verður bar-
áttan áfram hörð og mikilvægi þess
að Sjálfstæðisflokkurinn verði í for-
ystu á næsta kjörtímabili er hróp-
andi. Það er því lykilatriði að sjálf-
stæðismenn velji sitt hæfasta fólk til
að standa vaktina á næsta kjör-
tímabili, velji baráttumanneskjur.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur sýnt
það í störfum sínum að hann er einn
duglegasti og skarpasti þingmað-
urinn í þingliði sjálfstæðismanna. Ég
hef þekkt Guðlaug Þór um árabil og
veit að hann er vel til forystu fallinn.
Öflugur heilbrigðisráðherra
Guðlaugur Þór er eini þátttakand-
inn í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík sem hefur starfað sem
ráðherra. Hann var heilbrigð-
isráðherra á árabilinu 2007-2009 og
hefur sinnt þeim málaflokki af mikl-
um áhuga síðan. Guðlaugur Þór lét
mjög til sín taka sem heilbrigð-
isráðherra og hrinti af stað veiga-
miklum umbótum og breyttum
vinnubrögðum sem skiluðu miklum
sparnaði fyrir heilbrigðiskerfið.
Hann beitti sér fyrir markvissari
stjórnun í heilbrigðiskerfinu og fyrir
nauðsynlegum breytingum á skipu-
lagi til að ná fram settum mark-
miðum. Í ráðuneytinu sjálfu og ýms-
um undirstofnunum var sviðum og
deildum fækkað og þau sameinuð,
valdi dreift sem og ábyrgð og kaup-
endahlutverk hins opinbera styrkt.
Guðlaugur Þór vann að þessum
breytingum í góðu samstarfi við heil-
brigðisstéttirnar og afsannaði þá
kenningu vinstrimanna að Sjálf-
stæðisflokkurinn ætti ekki að fara
með heilbrigðismálin.
Mikilvægt er að kjósendur í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins geri sér
góða grein fyrir þeim málum sem
Guðlaugur Þór vann að sem heil-
brigðisráðherra því þar eru mörg
dæmi um raunverulegan árangur
sem náðist í mjög erfiðum og krefj-
andi málaflokki. Í Fréttablaðinu fyr-
ir um ári birtist skoðanakönnun sem
sýndi að flestir landsmenn treysta
Sjálfstæðisflokknum betur en öðrum
flokkum fyrir heilbrigðismálunum.
Það er arfleifð Guðlaugs Þórs sem
heilbrigðisráðherra. Það er jafn-
framt ávísun á árangur í komandi
kosningum skipi Guðlaugur Þór for-
ystusæti í Reykjavík.
Heiðarlegur og drenglyndur
Sumir kunna að spyrja sig hvað
ég, búsettur á Akranesi, sé að skipta
mér af prófkjörsmálum í Reykjavík.
Svarið er einfalt: Ég hef þekkt Guð-
laug Þór allt frá því að við vorum í
Menntaskólanum á Akureyri og hef
síðan fylgst vel með honum á vett-
vangi stjórnmálanna. Ég styð Guð-
laug Þór til allra góðra verka því ég
veit að hann lætur til sín taka og er
heiðarlegur og drenglyndur. Í öðru
lagi rennur mér blóðið til skyldunnar
sem sjálfstæðismaður að tala máli
öflugasta frambjóðanda höf-
uðborgar landsins. Þeir sem skipa
forystusæti í Reykjavík munu vera í
forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
komandi kosningum. Þar á Guð-
laugur Þór að vera.
ÓLAFUR ADOLFSSON,
lyfjafræðingur.
Heilbrigðismálin í forystusæti
Frá Ólafi Adolfssyni
Ólafur Adolfsson
Fádæma yfirburðir
bræðranna í Butlernum
Bræðurnir Oddur og Árni Hann-
essynir sigruðu með miklum yf-
irburðum í þriggja kvölda Butler
sem lauk sl. miðvikudagskvöld hjá
bridsfélögunum á Suðurnesjum.
Skoruðu þeir 150 impa eða 50 á
kvöldi að meðaltali.
Þeir sem komust helst með
tærnar þar sem bræðurnir höfðu
hælana voru gömlu kempurnar
Sigurður Albertsson og Jóhann
Benediktsson sem skoruðu 64 og
feðgarnir Dagur Ingimundarson
og Bjarki Elíasson með 46. Í
fjórða sæti urðu svo Trausti Þórð-
arson oog Guðjón Óskarsson með
40.
Næsta mót er þrigga kvölda
hraðsveitakeppni. Spilað er á mið-
vikudagskvöldum kl. 19 í félags-
heimilinu á Mánagrund.
Gullsmárinn
Spilað var á 15 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 15. nóvem-
ber. Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 332
Örn Einarsson - Jens Karlsson 289
Katarínus Jónsson - Jón Bjarnar 288
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 284
A/V:
Hermann Guðmss. - Hrólfur Gunnarss.
320
Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 305
Dagný Gunnarsd. - Steindór Árnason 294
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 291
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
HÓTEL FLÓKALUNDUR
Til sölu Hótel Flókalundur. Hótel Flókalundur er lítið, snyrtilegt hótel í
ágætum rekstri á sérstaklega fallegum stað á sunnanverðum Vestfjörðum.
Góð staðsetning: Aeins um 6 km frá ferjustað á Brjánslæk. Nánari
upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000. Tilv.180206
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 24. nóvember 2012
Guðjón
Sigurbjartsson
Sjálfstæður Sjálfstæðismaður
Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla er þegar hafin í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þar sem áhugasamir geta gengið í flokkinn fram á kjördag.
/ facebook.com/gudjonsigurbjarts
3.-5. sæti
/ viðskiptafræðingur
/ framkvæmdastjóri
/ bóndasonur úr Þykkvabænum
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf
OPIÐ HÚS
URÐARBAKKI 6, REYKJAVÍK
sunnudaginn kl. 14:00-15:00
Gott 158 raðhús á þremur pöll-
um ásamt innbyggðum bílskúr.
Inngangshæðin skiptist í for-
stofu, þvottahús, snyrtingu, búr,
eldhús og bílskúr. Efri hæðin
skiptist í stofu og eitt svefnher-
bergi, stórar suðvestursvalir út
frá stofu. Á jarðhæð er gert ráð
fyrir fjórum herbergjum og baðherbergi, tvö minni herbergin hafa verið sameinuð,
notuð sem sjónvarpsstofa og þar er hurð út í sólskála með hellulögðu gólfi, falleg
lóð í suðvestur. Parket, flísar og korkur á gólfum. Húsið hefur verið múrklætt að ut-
an og þak yfirfarið, einnig hefur verið endurnýjað gler í húsinu fyrir nokkrum árum.
Snjóbræðsla í stétt. Verð 38,7 millj.
Sölumaður tekur á móti áhugasömum.