Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn-armeiri-hlutinn heldur áfram að níðast á stjórn- arskrá landsins og beita bolabrögðum til að endurskrifa hana frá grunni án þess að nokkur skyn- samleg skýring hafi verið gefin á nauðsyn þess nema síður sé. Þeim sem gagnrýna mála- tilbúnað stjórnarmeirihlut- ans harðlega fer fjölgandi enda gefast stöðugt ný tæki- færi til að finna að því hvern- ig að málum er staðið. Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði við Háskól- ann á Akureyri og fyrrver- andi varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, setti fram harða gagnrýni í Morgun- blaðinu í gær. Hún ræddi meðal annars um hina laga- tæknilegu úttekt sem gerð hefði verið á tillögum stjórn- lagaráðs og sagði um við- brögð forsætisráðherra við úttektinni: „Það er áberandi þversögn falin í því hjá for- sætisráðherra að biðja um lögtæknilega úttekt en nefna úttektina engu að síður degi seinna lögfræðilegan gæða- stimpil.“ Þetta er aðeins eitt dæmið um spuna stjórnvalda í aðför- inni að stjórnarskránni. Fyrst er kallað eftir „laga- tæknilegri úttekt“ á tillög- unum frá nokkrum lögfræð- ingum sem fá þau fyrirmæli að setja ekki fram efnisleg sjónarmið. Síðan þegar þessi „lagatæknilega úttekt“ liggur fyrir er hún túlkuð sem gæðastimpill á hroðann sem stjórnlagaráð afhenti Alþingi. Og skýringin á því að úttektin er talin gæðastimpill er að í henni er ekki lagt efnislegt mat á tillögurnar í heild sinni. Engu að síður gerðu lög- fræðingarnir sem úttektina unnu töluverðar athugasemd- ir við tillögurnar í formi ábendinga, en því var auðvit- að öllu mjög í hóf stillt í sam- ræmi við erindisbréfið. Orð forsætisráðherra um úttekt lögfræðinganna eru þess vegna hrein þversögn eins og Kristrún bendir á og raunar alger fjarstæða og ósvífni. Því miður koma þessi við- brögð forsætisráðherra þó ekkert á óvart og þau eru í fullu samræmi við annað í þessu dapurlega máli. Hið sama má segja um af- greiðslu þingnefndarinnar á málinu. Hún tók við at- hugasemdum lög- fræðinganna sem gerðu „laga- tæknilegu úttekt- ina“ en í stað þess að fjalla um þær á vandaðan hátt og gefa sér tíma í að fara yfir athuga- semdirnar, sem voru í tuga- tali og ýmsar mjög veigamikl- ar, þá var málið keyrt út úr nefndinni. Öll málsmeðferðin frá því að ríkisstjórnin byrjaði árásir sínar á stjórnarskrána er svo óvönduð að hún væri rétt- nefnd skrípaleikur ef ekki væri jafn mikið í húfi, sjálf grundvallarlög landsins. Enn hefur engin efnisleg umræða farið fram á þingi um meintar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni eða í hverju þær ættu að felast og þó er það þingsins að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Allt kjörtímabilið hefur málinu verið haldið frá þeim sem um það eiga að fjalla þar til nú, þegar skammt er til kosninga og enginn tími er til þess meðfram umfjöllun um önnur mikilvæg mál á þingi að ræða þar af einhverju viti heildarendurskoðun stjórn- arskrár landsins. En ætlunin er heldur ekki að ræða málið af neinu viti. Það sást best á því hversu hratt það var keyrt út úr nefndinni og inn í þingsal þar sem stjórnarliðar munu leggja alla áherslu á hraða á kostnað vandaðrar umræðu. Ætlunin er augljóslega að keyra frumvarp að nýrri stjórnarskrá í gegn á sama hátt og aðlögunartilskip- anirnar frá Evrópusamband- inu. Og það þarf svo sem ekki að koma á óvart, þar sem eina ástæðan fyrir því að Samfylk- ingin og fylgihnettir hennar vilja knýja málið í gegn er að það auðveldar áformaðan lokahnykk aðlögunar lands- ins að Evrópusambandinu. Á næstunni mun reyna mjög á stjórnarandstöðuna á þingi að forða því stórslysi sem Jóhanna og Steingrímur vilja keyra þjóðina í fyrir vor- ið. Ríkisstjórnin hefur eyði- lagt margt og valdið lands- mönnum miklum búsifjum og hefur uppi ýmis áform um frekari eyðileggingu það sem eftir lifir kjörtímabils. Engin skemmdarverkanna eru þó jafn stór í sniðum og það sem áformað er gagnvart stjórn- arskránni. Það er níðings- verk sem verður að koma í veg fyrir. Eyðileggingaröflin í ríkisstjórninni verður að stöðva} Grafið undan grundvallarlögum Á þriðjudaginn fór fram sérstök um- ræða á Alþingi um stöðu þjóð- kirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára. Allir virtust þeir þingmenn sem tóku til máls við umræðuna fullir velvilja til kirkjunnar en þingmaður Hreyfingarinnar, Þór Saari, skar sig þó nokkuð úr hópnum og greindi frá þeirri afstöðu sinni að skilja ætti að ríki og kirkju. „Að mínu mati, og margra fleiri, er ekki eðli- legt fyrirkomulag að hafa ríkiskirkju í nútíma- samfélagi. Við erum þar í flokki með Bretlandi og Danmörku hvað nágrannaríkin varðar og svo erum við í flokki með ríkjum íslam, sem liggja meðfram Miðjarðarhafsströnd Norður- Afríku, hvað varðar ríkiskirkjur. Það var naumur meirihluti í atkvæðagreiðslunni 20. október, ekki afgerandi meirihluti, fyrir því að það yrði áfram ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá,“ sagði þingmaðurinn meðal annars. Hann bætti því hins vegar við að niðurstöðunni bæri að fylgja, enda hlýtur það að vera þannig í lýðræðisríki að þeir ráða sem mæta (á kjörstað), þ.e. meirihluti þeirra sem kjósa ræður. Og hvað sem mönnum finnst um ríkiskirkjur eða aðskilnað, þá hljóta menn að geta verið sammála um að það gangi ekki til lengdar að ríkisvaldið fari ítrekað fram á leyfi til þess að fara á svig við gerða samninga og láti einn aðila, sem samkvæmt lögum er sjálfstæður og sjálfráðandi, taka út meiri niðurskurð en aðra, eins og hefur orðið í tilfelli kirkjunnar. Það liggur í hlutarins eðli að trúmál eru hita- mál en það vill oft verða með umræðuna um þau að hún fer út í einhverja algjöra vitleysu. Mbl.is sagði frá því í liðinni viku að prestur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu teldi að yrði frumvarp innanríkisráðherra um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga að lögum, gæti komi upp sú staða að trúlaust foreldri þröngvaði af- stöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins. Samkvæmt frumvarpinu verður trúar- afstaða barns ótilgreind ef foreldrarnir geta ekki komið sér saman um hvaða trúfélagi barn þeirra skuli tilheyra en Vörður Leví Trausta- son segir erfitt að sjá annað en að barnið verði þá í reynd skráð utan trúfélaga. „Slík niðurstaða hlýtur að vera ófullnægj- andi í tilviki þar sem barn á eitt foreldri sem stendur utan trúfélags og hitt foreldrið sem sé hluti af trúfélagi. Í þeim tilvikum getur það foreldrið sem stendur utan trúfélags á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins,“ segir Vörður m.a. í umsögn um frumvarpið. Í staðinn leggur hann til að foreldrarnir verði beittir dagsektum komist þeir ekki að sameiginlegri niðurstöðu um trúarafstöðu barnsins innan sex mánaða. Mergur málsins er hins vegar sá að skráning í trúfélag hefur enga þýðingu fyrir barnið. Það má skíra börn og ferma, eða ekki, án þess að það sé sérstaklega skráð hjá ríkinu hvaða foreldri hafði vinninginn í trúardeilunni þegar barnið fæddist. Svo tekur það bara sjálft afstöðu í þessu stóra máli þegar það hefur aldur og vit til. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Trúmál liðinnar viku STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nú styttist í að þings-ályktunartillaga umáætlun um vernd ogorkunýtingu lands- svæða, rammaáætlunin títtefnda, komi til síðari umræðu á Alþingi, eftir að hafa í dágóðan tíma verið til umfjöllunar í þingnefndum. Búið er að skila inn fjölda um- sagna um tillöguna og margir gest- ir verið kallaðir fyrir þingmenn. Meirihluti umhverfis- og sam- göngunefndar stefnir að því að skila sínu áliti eftir helgi en fram- sögumaður meirihlutans, Mörður Árnason, hefur látið hafa eftir sér að ekki verði gerðar neinar efnis- legar breytingar á tillögunni eins og umhverfisráðherra lagði hana fram, m.a. um hvaða virkjunar- kostir fara í nýtingarflokk, bið- flokk eða verndarflokk. Meðal virkjunarkosta sem fóru úr nýtingarflokki í biðflokk eru virkj- anir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár en kostur eins og Bjarnar- flagsvirkjun er áfram í nýtingar- flokki meðal háhitasvæða þó að undirbúningsframkvæmdir þar hafi verið gagnrýndar harðlega af Landvernd. Rannsóknir leyfisskyldar Meðal þeirra sem skilað hafa inn athyglisverðri umsögn um áætlunina er Skipulagsstofnun. Sérfræðingar hennar segja í sinni umsögn að misskilnings hafi gætt í umræðunni hvort og þá hvaða framkvæmdir eru heimilar á svæð- um í biðflokki. Telur stofnunin að rannsóknarboranir séu leyf- isskyldar framkvæmdir sem tengj- ast orkuvinnslu „og af því leiðir að ekki er hægt að framkvæma á bið- flokkssvæðum,“ segir í umsögn- inni. Skipulagsstofnun tekur fyrir túlkun á 5. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Fyrsta til þriðja grein laganna tók gildi í maí árið 2011 en að öðru leyti taka lögin ekki gildi fyrr en Alþingi hefur afgreitt þingsályktunartillöguna. Í 3. mgr. 5. gr. laganna segir að heimilt sé að veita leyfi tengd orkurannsóknum sem ekki eru leyfisskyldar vegna virkjunarkosta í biðflokki. Skipulagsstofnun bend- ir á í umsögn sinni að fram- kvæmdir tengdar orkurann- sóknum, t.d. borteigar og vegir þeim tengdum eru framkvæmda- leyfis- og skipulagsskyldar sam- kvæmt skipulagslögum, óháð því hvort þær framkvæmdir eru háðar rannsóknarleyfum. Auk þess séu framkvæmdir tilkynningarskyldar eða teljast beinlínis matsskyldar samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Rannsóknarholur séu boraðar á nákvæmlega sama hátt og vinnsluborholur svo að þær geti mögulega nýst sem vinnslu- borholur síðar og séu því fram- kvæmdir sem tengist orkuvinnslu. „Skipulagsstofnun telur að í ljósi þessa geti sveitarstjórn ekki gefið út framkvæmdaleyfi fyrir slíkri rannsóknarholu á biðflokks- svæði, skv. 2. og 3. mgr. 5. gr. laga um verndar- og orkunýtingar- áætlun, óháð matsskyldu borunar- innar,“ segir Skipulagsstofnun. Hafdís Hafliðadóttir, stað- gengill forstjóra Skipulagsstofn- unar, er annar tveggja sérfræðinga sem rituðu umsögnina. Aðspurð segir hún að ekki sé verið að vísa til neinna ákveðinna framkvæmda í umsögninni. Aðeins sé verið að vísa til þess sem þarf að hafa í huga við samþykkt rammaáætlunarinnar, með tilliti til leyfilegra fram- kvæmda á svæðum í biðflokki. Ekki má framkvæma á biðflokkssvæðum Morgunblaðið/RAX Virkjanir Meðal þeirra virkjanakosta sem færðir voru úr nýtingarflokki í biðflokk voru virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem Landsvirkjun áformar. Magnús Þór Gylfason, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið túlka tillög- una svipað og Skipulags- stofnun. Landsvirkjun hafi bent á að erfitt verði að rann- saka afköst háhitasvæða ef ekki verði unnt að bora þar rannsóknarholur. Í umsögn sinni til Alþingis telur Lands- virkjun mikilvægt að skil- greina betur í 5. gr. frum- varpsins hvaða sjónarmið eða skilyrði ráði því að virkjunar- kostir falli í biðflokk. Voru at- hugasemdir gerðar við 3. mgr. 5. gr. frumvarpsins. Ef ekki sé unnt að stunda nauðsynlegar rannsóknir og meta kosti til nýtingar eða verndunar þá sitji menn uppi með stóran biðflokk virkjunarkosta. Telur Landsvirkjun nauðsyn- legt að breyta þessari grein þannig að heimilt verði að stunda orkurannsóknir á svæðum í biðflokki, hvort sem þær séu matskyldar eða ekki. Rannsóknir nauðsynlegar LANDSVIRKJUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.