Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
þakka ég og fjölskylda mín fyrir
samfylgdina í gegnum árin.
Fjölskyldu Halldóru eru send-
ar innilegar samúðarkveðjur,
löngu og farsælu lífi er lokið.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Bjarnadóttir.
Loksins komið sumar og við á
leið í langþráða ferð í Reykholt,
sumarlandið okkar systra. Þegar
rennt er í hlað þá stendur Dóra í
Reykholti í dyragættinni með út-
breiddan faðminn og Kanis ekki
langt undan. Það er sannarlega
vel tekið á móti okkur.
Við eigum dásamlegar minn-
ingar frá dvöl okkar í Reykholti
hjá Dóru og Nonna. Okkur er
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta okkar til fulls
þegar við vorum litlar stelpur á
heimili þeirra, úti á túni, uppi í
Hálsi, niðri á Eyri, úti á Egg-
ertsflöt og um allt í Reykholti.
Dvöl hjá þeim hefur sannarlega
haft jákvæð áhrif á líf okkar.
Dóra var hæglát, hláturmild
og hafði afar góða nærveru. Vin-
átta hennar og mömmu okkar,
Ásdísar Ólafsdóttur, var þeim
báðum mjög kær. Þær héldu
nánu sambandi alla tíð.
Dóra var fyrirmyndarhúsmóð-
ir og bar heimili þeirra hjóna
vott um það. Alltaf var verið að
vinna í eldhúsinu, baka, elda og
var „púkabekkurinn“ í borð-
króknum oft þéttsetinn. Kvöld-
kaffið var engu líkt. Klukkan tíu
á kvöldin var sest niður við
drekkhlaðið borðið og slegið á
létta strengi. Það voru mörg
hlátursköstin sem við fengum
með fólkinu hennar Dóru, enda
lífsgleðin mikil á heimilinu. Búr-
ið hennar Dóru var einstakt. Þar
voru allar hillur fullar og allt til.
Dóra vann verkin sín hljóðlega
og af metnaði, fór fyrst á fætur
og síðust að sofa. Vinnudagur
Dóru gat verið langur því hún
var einnig símstöðvarstjóri og
þurfti oft að standa vaktina á
nóttunni þegar mikið lá við. Það
var fjölmennt á heimilinu á
sumrin og tíður gestagangur.
Alltaf var pláss fyrir alla. Þvott-
urinn var mikill og þær voru æv-
intýralegar ferðirnar í þvottahús
sveitarinnar á Kleppjárnsreykj-
um þegar Dóra átti þvottadag.
Garðurinn hennar Dóru var
fallegur enda ræktaði hún hann
af alúð eins og allt annað. Dóra
vildi hafa falleg blóm í garðinum;
hádegisblóm, morgunfrúr og eld-
liljur voru þar á meðal og hann
var sleginn reglulega.
Dóra var leikkona af guðs náð
og tók þátt í mörgum upp-
færslum á vegum Ungmenna-
félags Reykdæla. Sérstaklega er
okkur minnisstætt þegar hún lék
kerlinguna í Gullna hliðinu og
henti sálinni hans Jóns síns inn í
himnaríki.
Þegar Dóra og Nonni fóru í
innkaupaferð í Borgarnes feng-
um við systur stundum að fara
með og sátum aftur í Land Ro-
vernum. Þetta voru sögulegar
ferðir. Þá upplifðum við í fyrsta
skipti að fara út að borða. Okkur
var boðið á Hótel Borgarnes í
hádegisverð, sem oftast var skyr
með rjóma. Á heimleiðinni var
boðið upp á pulsu og gos í
Hvítárvallaskála. Þetta fengum
við bara með þeim.
Þegar sumardvölinni lauk þá
laumaði Dóra ávallt ferðalaga-
peningi í lófa okkar og sagði okk-
ur að kaupa eitthvað gott í Hval-
firði.
Í lífi hvers og eins eru stoðir
sem styrkja mann og bæta. Ein
af stoðunum í lífi okkar systra er
Dóra í Reykholti. Hún var góð
kona.
Sólveig, Hafdís og Snædís
Baldursdætur.
Það eru ekki margir sem geta
sagt að frá fæðingu hafi einhver
verið í lífi sínu. Það get ég þó
sagt um hana Dóru. Hún nefni-
lega aðstoðaði þegar ég kom í
heiminn. Hún fékk þar með eina
nöfnu en seinna nafn mitt er ein-
mitt í höfuðið á henni. Frá því ég
man eftir mér hef ég verið mjög
stolt af nöfnum mínum. Ömmu
minni sem var mér mjög kær og
Dóru minni sem einnig var mér
mjög kær. Hún var í mínum
huga litla hnellna konan með
risastóra hjartað.
Fyrstu minningarnar um hana
eru þegar maður var að koma í
vinnuna til mömmu á símstöðinni
í Reykholti. Það var mjög spenn-
andi fyrir unga snót að koma í
þennan undraheim sem símstöð-
in var og ekki var nú síðra að
koma og fá knús og spjall hjá
Dóru. Hún var ávallt í huga mér
stór manneskja, og þá er ég ekki
að vísa í annað en að hún var ein-
staklingur með stórt hjarta,
breitt bros og lét mann ætíð
finna að til hennar væri maður
mjög velkominn. Ég man að það
kom mér mjög á óvart á fullorð-
insárum að uppgötva að Dóra
mín var nú frekar lágvaxin kona
þar sem í mínum huga var hún
(og er enn) ein af mínum stóru
fyrirmyndum.
Í dag kveð ég þessa fyrirmynd
mína og þakka henni fyrir alla
hlýjuna sem hún gaf mér og öðr-
um í gegnum árin. Þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast henni
og enn frekar fyrir að hafa feng-
ið þann heiður að bera nafnið
hennar.
Dóra mín, nú ert þú komin á
annað tilverustig en ég lofa þér
því að ég mun gera mitt til að
bera nafn þitt með sóma.
Kærleikskveðja til ættingja
þinna.
Þín
Hjördís Halldóra
Guðlaugsdóttir
(Dísa Dóra).
Kynslóðir koma, kynslóðir
fara. Með Halldóru Þorvalds-
dóttur hverfur endanlega sú
kynslóð sem réð ríkjum á Reyk-
holtsstað á ungdóms- og skóla-
árum okkar Þurýjar í Borgar-
firðinum. Aðrir fætur marka nú
spor á grundum Snorra Sturlu-
sonar, sem hann umlukti virk-
isveggjum í sinni tíð og markaði
þar innan garðs sín merku spor
heimskringlusögunnar. Margir
aðrir hafa á þessum fagra stað
lagt lóð á vogarskálar bók-
mennta og annarra lista og tekið
þátt í athöfnum fólks í Reyk-
holtsdal með margvíslegum
hætti, hún Dóra okkar þar á
meðal. Er þar margs að minnast,
m.a. eftirminnilegra kerlinga
sem hún túlkaði af listfengi á
fjölum leikhússins í Logalandi.
Dóra var einstaklega
skemmtileg kona, og það fundu
allir þeir sem áttu því láni að
fagna að kynnast henni. Ávallt
stutt í gamansemina þegar hún
sagði frá, og vellíðan það orð
sem túlkar best það hugarástand
sem fylgdi heimsóknum til henn-
ar. Einstaklega notalegt að sitja
við borðstofuborðið hjá henni og
njóta veitinga og orðræðu.
Þegar við Þurý heimsóttum
hana síðast í Borgarnesi, var bú-
ið að segja okkur að hún væri
svolítið farin að gleyma bless-
unin, og við mættum eiga von á
að þurfa að segja til nafns þegar
við kæmum. Svo stóð á þegar við
komum inn í anddyri dvalar-
heimilisins, að niður stigann
gengur engin önnur en gamla
góða Dóra, eins og til að taka á
móti okkur. Ég spurði hvort hún
myndi eftir okkur og hún sagði
hneyksluð: „Hvað haldið þið að
ég þekki ykkur ekki, Þurý og
Óli.“ Síðan fórum við upp í íbúð
hennar og áttum gott spjall að
venju um menn og málefni. Þar
kom m.a. fram það álit hennar að
sá sem öllu ræður hefði gleymt
henni hér á jörð, hún væri löngu
ferðbúin. Gullvagninn kom svo
til hennar 9. þessa mánaðar.
Við Þurý sendum Dúda,
Valda, Rúkka, Dollu og fjöl-
skyldunni allri hugheilar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
heiðurskonunnar Halldóru Þor-
valdsdóttur.
Óli H. Þórðarson.
✝ Halldór fædd-ist í Reykjavík
17. janúar 1944.
Hann lést í Sacra-
mento í Bandaríkj-
unum 4. september
2012.
Hann var sonur
hjónanna Lárusar
Jóhannssonar vél-
stjóra, f. í Hlíð í
Mjóafirði eystra 1.
október 1909, d. 7.
febrúar 2003, og konu hans
Margrétar Þórarinsdóttur, f. í
Reykjavík 6. september 1909,
d. 13. október 1983. Föðurfor-
eldrar: Jóhann Jóhannsson, vél-
stjóri í Mjóafirði, f. á Krossi í
Mjóafirði 28. apríl 1876, d.
1919, og kona hans Róshildur
Jónsdóttir, f. í Mosakoti á Síðu,
Vestur-Skaftafellssýslu 2. ágúst
1877, d. 30. september 1968.
Móðurforeldrar: Þórarinn Guð-
mundsson skipstjóri, f. í Hlíð í
Garðahreppi í Gullbringusýslu
29. nóvember 1872, d. 29. ágúst
1951, og kona hans Ragnheiður
Jónsdóttir, f. á Arkarlæk í
Skilmannahreppi í Borgarfirði
24. júní 1876, d. 6. janúar 1923.
Þau bjuggu lengst af í Ána-
naustum í vesturbæ Reykjavík-
ur og voru við þann stað kennd.
Halldór var næstyngstur fjög-
urra systkina, en þau eru: Þór-
arinn, f. 21.1. 1940, Gunn-
steinn, f. 25.5. 1941, d. 7.5.
2009, og Jóhanna, f. 16.10.
1948.
Fyrri kona Halldórs er
Ragnhildur Árnadóttir sjúkra-
liði. Þau slitu samvistir. Sonur
þeirra er Ásgeir mat-
reiðslumeistari. Fyrir átti
Ragnhildur soninn
Árna Eðvaldsson
húsasmið, giftur
Inger Maríu Er-
lingsdóttur prent-
ara. Börn þeirra
eru Vilma Ýr og Ís-
ar Mar. Seinni
kona Halldórs er
Asieh Ása Fadai og
lifir hún mann sinn
ásamt börnum sín-
um Phone, Parisha
og Carl í Sacramento í Banda-
ríkjunum.
Eftir barnaskóla kláraði
Halldór unglingadeildina á
Núpi í Dýrafirði. Leiðin lá síðar
í Stýrimannaskólann og að
námi loknu var hann fljótlega
orðinn skipstjóri, aðeins 22 ára,
á Elliða frá Sandgerði. Tók síð-
ar við Eldeynni GK, Reykja-
borginni RE, síðar Stapavík SI
o.fl. bátum og gerðist m.a. tog-
araskipstjóri um tíma í Noregi.
Halldór var með einn af fystu
bátunum sem veiddu síld í
Norðursjó. Hann réð sig seinna
til Alþjóðaþróunarsam-
vinnustofnunarinnar og starf-
aði á þeirra vegum á Græn-
höfðaeyjum í fjögur ár og síðar
á vegum Sameinuðu þjóðanna í
Malasíu og víðar, en lengst af
var hann í Íran, þar sem hann
kynntist seinni konu sinni. Þau
fluttust til Sacramento í Banda-
ríkjunum þar sem hann bjó til
dauðadags.
Bálför Halldórs var gerð í
Sacramento. Að eigin ósk var
ösku hans dreift á haf út þar
vestra. Minningarathöfn hér
heima fór fram í Fossvogskap-
ellu 29. október 2012.
Hann Halli bróðir er farinn,
sigldur síðasta túrinn og á ekki
afturkvæmt.
Hann laðaðist ungur að sjónum
og snemma beygðist krókurinn að
því, sem verða vildi. Stóð eitt sinn
sem oftar á hafnarbakkanum í
Reykjavík, þá kominn undir ferm-
ingu, og fylgdist kotroskinn og af
áhuga með manni að tjarga þar
bát sinn og sagði ákveðinn: „Get
ég fengið pláss á bátnum hjá þér“.
Þeim annálaða útgerðarmanni,
Ármanni Halldórssyni, þótti
greinilega nokkuð til framhleypni
stráksa koma og réð hann á staðn-
um. Fyrsta pláss Halla af mörgum
varð því hjá Ármanni á Helgu RE.
Á árum landhelgisdeilunnar
var löndunarbann í Bretlandi á
fiski frá Íslandi í mörg ár. Þetta
þurfti Halli endilega að skoða nán-
ar. Þá var hann með Reykjaborg-
ina, sem hann átti í félagi við ann-
an og ákveðið var, þrátt fyrir boð
og bönn, að þykjast vera sænskir
og landa í Fleetwood. Landað var í
hendingskasti áður en þarlend
verkalýðsforysta og lögga áttuðu
sig og komu. Þá var ekkert annað
en að leysa festar og forða sér.
Svona uppákomum leiddist Hall-
dóri ekki, en þetta varð reyndar til
þess að brjóta ísinn og löndunar-
banninu aflétt í framhaldi.
Halldór hafði metnað fyrir
starfi sínu og mat þá sem reyndu
að spjara sig. Lítill fiskverkandi
var að reyna að koma undir sig
fótunum í samkeppni við stöndugt
fyrirtæki með því að vera með sína
eigin löndunaraðstöðu. Þetta
kunni Halldór að meta og lagði
lykkju á leið sína til þess að landa
einmitt þarna og gefa þessum
manni betri möguleika í erfiðu
umhverfi.
Hann var líka séður. Í einhverri
brælunni á Siglufirði fóru allir
bátar út í tómu harki á meðan
Halldór og hans áhöfn höfðu það
náðugt í landi. Bátarnir komust
margir við illan leik í land,
skemmdir og alla vega. Þegar
lægði sigldi Halldór út í rólegheit-
um með sína menn og mokaði upp
fiski.
Halli dvaldi í fjögur ár við
þróunarstörf á Grænhöfðaeyjum,
en réði sig síðar til Sameinuðu
þjóðanna og vann þar víða að al-
þjóðlegum verkefnum á sviði þró-
unaraðstoðar, lengst af í Íran. Þar
kynntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni og fluttist með henni og
börnum hennar til Sacramento í
Bandaríkjunum, þar sem Halldór
bjó til dauðadags við ýmis störf.
Það eru tíu ár síðan Halldór
kom síðast heim til Íslands og átti
þá meðal annars nokkra dýrmæta
daga með föður sínum, öldruðum,
fyrir austan.
Halli lá ekki á skoðunum sínum
og mátti litla systirin oft heyra það
hvernig hún ætti að vera og ekki
vera. Hann borgaði húsmæðra-
skólann fyrir hana, svo hún gæti
orðið bóndakona, hún kynni ekki
neitt. Meðan síldin og loðnan
veiddist fyrir austan land, hoppaði
Halli stundum í land í Mjóafirði til
að líta á ungu hjónin á Brekku og
börnin. Seinna kom sonurinn Ás-
geir og var í skóla á Brekku með
frændsystkinum sínum.
Við, litla systir og stóri bróðir
og fjölskyldur okkar, kveðjum
Halla með söknuði og sjáum hann
fyrir okkur veifa til okkar kankvís
og brosandi á himinfleyi til „Fyr-
irheitna landsins“.
Sendum innilegar samúðar-
kveðjur til eftirlifandi fjölskyldna
hans, frændfólks og vina.
Jóhanna og Þórarinn.
Meira: mbl.is/minningar
Halldór
Lárusson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA SUMARLIÐADÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Faxabraut 13,
Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu sunnudaginn 11. nóvember.
Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn
19. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00.
Starfsfólki Hlévangs viljum við senda okkar bestu þakkir
fyrir frábæra umönnun og sérstaka hlýju þann tíma sem
Munda bjó hjá ykkur.
Jósebína Gunnlaugsdóttir,
Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir,
Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson,
Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir,
Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar ástkæri
FRIÐJÓN JÓNSSON
frá Lindarbrekku
í Staðarsveit
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
7. nóvember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útförin fer fram í Grafarvogskirkju
mánudaginn 19. nóvember kl. 11:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort
Skógarbæjar.
Hanna Olgeirsdóttir,
Elísa Anna Friðjónsdóttir, Hermann Jóhannesson,
María Lóa Friðjónsdóttir, Gunnar Sigurfinnsson,
Jón Unnar Friðjónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir,
Heiða B. Friðjónsdóttir,
Linda Kristín Friðjónsdóttir, Björn Magnús Tómasson,
Linda Elínborg Friðjónsdóttir, Viktor Pétursson,
afabörn og langafabörn.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ERLA STEFÁNSDÓTTIR,
Þverbrekku 4,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 12. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Landspítalans.
Jóhann H. Jónsson,
Svandís Eyfjörð Steingrímsdóttir,Sigurður Hafsteinsson,
Stefán Eyfjörð Steingrímsson, Elsa Auður Sigfúsdóttir,
Baldvin Stefánsson, Justé Okaite,
Erla Ruth, Birgitta Líf, Gunnar Bjarmi,
Haukur Ingi, Davíð Kári.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
WG. CDR. ALFRED GEORGE WILMOT
Chartered Electrical Engineer RAF,
áður til heimilis á Smáraflöt
og Efstalundi í Garðabæ,
andaðist á Vífilsstöðum 3. nóvember.
Útför hans fór fram í kyrrþey.
Við þökkum innilega starfsfólki Landspítalans, Heimahjúkrun og
heilsugæslu Garðabæjar, Dagþjálfun Hrafnistu í Reykjavík og
Hafnarfirði og Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum
fyrir veittan stuðning, kærleik, umönnun og mikilsverð störf,
vinum og fjölskyldum okkar fyrir djúpa samúð og kærleik.
Virðingarfyllst,
Unnur Inga Jensen,
Alfreð Ingi Alfreðsson Wilmot,
George Elís Alfreðsson Wilmot,
John Wilmot,
David Wilmot,
Robert Wilmot,
Tómas Wilmot,
tengdadætur, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, bróðir, frændi og vinur,
JÓHANNES ÁGÚSTSSON,
Sléttahrauni 24,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
15. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Jorunn Jóhannesdóttir,
Hrólfur B. Ágústsson og fjölskylda,
Guðrún Ágústsdóttir og fjölskylda,
Maria Ohlsson.