Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í lyfturum, allt frá vöruhúsatækjum til stærri dísel- og rafmagnslyftara Vertu í sambandi við sölumenn kraftvéla og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínum rekstri Mér sýnist sem prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Reykja- vík sé að veita kjós- endum tækifæri til að endurnýja framboðs- lista flokksins í höf- uðstaðnum og styrkja með því stöðu hans um land allt. Við lif- um á tímum van- trausts á stofnunum og stjórnmálamönnum og þurfum frambjóðendur, sem hafa sannað að þeir séu trausts verðir. Jakob F. Ásgeirsson bókaútgefandi og rithöfundur er einn þeirra. Jakob vakti snemma athygli á sér sem einn af ritfærustu og skörpustu blaðamönnum og síðar dálkahöf- undum Morgunblaðsins. Eftir hann liggur líka einn tugur bóka, þar á meðal eru fjögur stórvirki; saga Íslendinga í viðjum hafta (tímabær lesning nú á dögum), ævisaga framtaksmannsins Al- freðs Elíassonar og Loftleiða, ævi- saga Péturs Bendiktssonar sendi- herra og þingmanns og saga Valtýs Stefánssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Allt eru þetta ómissandi og læsileg rit hvert á sínu sviði. Jakob gerði í nokkur ár hlé á ritstörfum og lauk BA- og M.Litt.- prófum í stjórnmálafræði, hag- fræði og heimspeki í Oxford- háskóla. Frá því um aldamót hefur Jak- ob unnið við bókaút- gáfu, þar af átta ár sem eigandi Bóka- félagsins Uglu, sem margir þekkja, ekki síst af vel völdum rit- um um þjóðfélagsmál. Fyrir þetta framtak hefur Jakob hlotið verðugt lof, enda vandað til verka með ómældri vinnu og stuðningi sinnar ágætu konu, Mar- grétar Gunnarsdóttur sagnfræðings. Jakob hefur verið allt í senn, framkvæmdastjóri, yf- irlesari og lagermaður. Þessi litla en líflega útgáfa hélt velli, á með- an mikill hluti af fyrirtækjum landsmanna fór á hausinn í hruna- dansinum, enda voru þau hjón frá- bitin dansinum. Sjálfur get ég vottað að orð Jakobs eru engu síðri en skriflegir samningar við stöndugri forlög. Í átta ár hefur Jakobi tekist að halda úti tímaritinu Þjóðmál með fjölbreyttu efni, þótt margir teldu slíkt vonlaust verk á tölvuöld. Tímaritið er mikilvægt málgagn frjálslyndrar hægristefnu, sem er inntakið í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Ritstjórinn hefur hins vegar ekki hikað við að gagnrýna flokk- inn og forkólfa atvinnulífsins, þeg- ar honum hefur sýnst þeir villast af leið og víkja frá gömlum og góðum gildum. Skrif Jakobs sýna að hann hefur aldrei talið við- skiptahætti sem einkennast af græðgi og sérgæsku æskilega fyr- ir samfélagið, hvað þá að hann hafi sjálfur tamið sér slíkt eða reynt að maka krókinn með þátt- töku í stjórnmálum. Heilbrigð sjónarmið hans gætu tvímælalaust verið Sjálfstæðisflokknum til styrktar við að endurreisa at- vinnulífið úr rústum féfletta, sem hér fengu allt of lausan tauminn. Þegar á allt er litið, virðist mér sem fáir menn séu jafnvel undir það búnir að bjóða sig fram til þings og Jakob F. Ásgeirsson vegna mannkosta hans, starfa og menntunar. Ég teldi það raunar mesta afleik, ef sjálfstæðismenn í Reykjavík virkjuðu ekki jafn- öflugan mann til starfa fyrir sig á Alþingi á örlagatímum. Fyrir tæpri öld bauð Jakob Möller, rit- stjóri og síðar fjármálaráðherra, sig fram til þings gegn sjálfum forsætisráðherranum og þótti djarft. En stuðningsmennirnir voru galvaskir og kjörorð þeirra var löngum í minnum haft: ,,Kobbi skal á þing!“ Eftir Þór Whitehead » Fáir menn eru jafn- vel undir það búnir að bjóða sig fram til þings og Jakob F. Ás- geirsson vegna mann- kosta hans, starfa og menntunar. Þór Whitehead Höfundur er sagnfræðingur. Jakob á þing Á yfirstandandi kjörtímabili hefur mikið verið rætt um uppbyggingu og end- urreisn samfélagsins. Sumir telja að end- urreisninni sé lokið, aðrir telja að hún sé í fullum gangi og enn aðrir telja hana óþarfa umstang. Hvort sem ástæða er fyrir endurreisn eða ekki er ljóst að endurnýja þarf traust al- mennings á stjórnmálum og stofn- unum samfélagsins. Við erum fá- menn þjóð og höfum ekki efni á öðru en að leggjast öll á eitt – jafnvel þótt það þjóni ekki okkar ýtrustu sér- hagsmunum. Til þess að það takist þarf að sameinast um verkefnið og skilja í hverju það liggur. Traust er fyrst og fremst gott samræmi milli stefnu, orða og verka og það samræmi þarf að haldast hvernig sem aðstæðum háttar. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða opinberar stofnanir er þetta samræmi grundvallaratriði til að byggja upp traust. Stjórnmálamenn vinna fyrir alla íbúa landsins að al- mannahagsmunum. Til að hægt sé að gæta almannahagsmuna þurfa stjórnmálamenn að hafa góða til- finningu fyrir þeirri stefnu sem þeir standa á og því sem brennur á lands- mönnum. Stjórnmálamenn standa á hug- sjónum ákveðinna flokka en í út- færslu hugmyndafræðinnar er ekki nóg að hugsa til flokks- ins eða hagsmuna eign kjósenda heldur þarf að skoða hagsmuni út frá sem flestum sjón- arhornum. Í þeirri vinni er mikilvægt að leita stöðugt nýrra leiða til að leysa verkefni. Til að hægt sé að bæta stofn- anir samfélagsins þarf að fara í vandaðar fag- legar og fræðilegar út- tektir á öllum opinber- um stofnunum og í framhaldi þarf að skerpa á hlutverkum, verkferlum og hugmyndafræði. Uppbygging samfélags er ekki átaksverkefni sem lýkur með nýrri stjórnarskrá, endurskoðun nátt- úruverndarlaga eða nýju fiskveiði- stjórnarkerfi. Það er ekki nóg að setja ný lög heldur þarf að leyfa þeim að útfærast og mótast í sam- félaginu og sú aðlögun getur tekið mörg ár. Til þess að það geti tekist þarf þolinmæði, stillingu og hóf. Eftir Ingu Sigrúnu Atladóttur Inga Sigrún Atladóttir » Við erum fámenn þjóð og höfum ekki efni á öðru en að leggj- ast öll á eitt – jafnvel þótt það þjóni ekki okk- ar ýtrustu sérhags- munum. Höfundur er guðfræðingur og bæj- arfulltrúi í Vogum. Sátt um samfélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.