Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 ✝ Halldóra Jó-hanna Þor- valdsdóttir fæddist á Járngerðar- stöðum í Grindavík 15. júlí 1921. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arbyggð 9. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stef- anía Margrét Tómasdóttir, f. 9. september 1892, d. 20. desem- ber 1969, húsfreyja og Þorvald- ur Kristinn Klemensson, f. 9. desember 1891, d. 9. desember 1967, útvegsbóndi á Járngerð- arstöðum. Systkini hennar eru: Margrét, f. 1917, d. 2009, Tóm- as, f. 1919, d. 2008, Guðlaugur, f. 1924, d. 1996 og Valgerður, f. 1927. Hálfsystir samfeðra er Lovísa, f. 1913, d. 2000. Hinn 29. desember 1945 gekk Halldóra að eiga Jón Þórisson, fyrrverandi bónda og kennara í Reykholti, f. 22. september 1920, d. 5. desember 2001. Þau bjuggu allan sinn búskap í lauk þaðan fullnaðarprófi árið 1935. Á æskuárum Halldóru í Grindavík snérist lífið um sjó- sókn, fiskvinnu og að sinna þeim bústofni sem tilheyrði heimilinu og tók hún fullan þátt í því ásamt foreldrum sínum og systkinum. Á unglingsárum var hún nokkur sumur kaupakona á Suðurlandi en þegar hún var 17 ára réð hún sig í vist til frænku sinnar frú Önnu Bjarnadóttur og manns hennar séra Einars Guðnasonar í Reykholti og þar lágu leiðir þeirra Jóns saman. Á sínum yngri árum var hún heimavinnandi húsmóðir en síð- ar varð hún stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykholti og því starfi sinnti hún þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 71 árs. Einn vetur var hún ráðs- kona í Héraðsskólanum í Reyk- holti. Heimili ömmu Dóru og afa Nonna var alltaf mannmargt og stóð öllum opið. Halldóra var virk í félagsstarfi í sveitinni, starfaði með Kvenfélagi Reyk- dæla, Bridgefélagi Borg- arfjarðar og Ungmennafélagi Reykdæla og tók hún m.a. þátt í uppsetningum á fjöldamörgum leikritum með leikdeildinni. Útför Halldóru verður gerð frá Reykholtskirkju í dag, 17. nóvember 2012, og hefst athöfn- in kl. 11. Reykholti. Börn þeirra eru: Þórir, f. 1946, húsasmíða- meistari búsettur í Mosfellsbæ, kvænt- ur Huldu Olgeirs- dóttur, þau eiga þrjá syni og 11 barnabörn. Þor- valdur, f. 1949, húsasmiður og bóndi í Brekkukoti í Borgarbyggð, kvæntur Ólöfu Guðmunds- dóttur, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. Eiríkur, f. 1951, kennari, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Björgu Guðrúnu Bjarnadóttur. Eiríkur á tvö börn frá fyrra hjónabandi og sex barnabörn og Björg á fjögur börn og fjögur barnabörn. Kolbrún, f. 1956, leikskóla- kennari og skrifstofumaður, bú- sett í Hafnarfirði, gift Haraldi Gunnarssyni, hún á eina dóttur. Halldóra ólst upp á Járngerð- arstöðum, stundaði nám við Barnaskóla Grindavíkur og Allt tekur enda einhvern tíma og svo er það líka með okkar jarðneska líf. Nú hefur hún mamma okkar blessunin kvatt þetta jarðneska líf rúmlega níu- tíu og eins árs gömul og er horf- in á nýjar slóðir. Nú er hún kom- in á þann stað sem hún þráði hin síðustu misseri eftir að heilsu hennar tók að hraka. Þar hefur örugglega verið vel tekið á móti henni af pabba og ættingjum og vinum sem á undan eru gengnir. Það er án efa ein mesta gæfa lífs okkar systkinanna að hafa átt hana sem mömmu. Hún var alltaf til staðar, alltaf tilbúin að hjálpa, styðja og vernda. Við af- komendurnir eigum henni svo mikið að þakka, hún er og verður alltaf ímynd alls hins góða og fyrirmynd sem gott er að eiga minningar um. Við gætum skrif- að langa grein um elsku bestu mömmu okkar en það er ómögu- legt að vita hvar ætti að byrja og hvar ætti að enda. Þegar við horfum til baka og minnumst æskuáranna í Reykholti, ung- lingsáranna og eins þess tíma þegar við urðum fullorðin og stofnuðum fjölskyldur eru mamma og pabbi alltaf hluti af þeirri mynd sem við sjáum fyrir okkur. Aldrei var svo margt í mat hjá mömmu að ekki mætti bæta nokkrum við. Aldrei var svo margt í gistingu að ekki fyndist pláss fyrir fleiri og aldrei voru svo mörg barnabörn í pöss- un hjá ömmu Dóru og afa Nonna að ekki væri hægt að bæta við vinum þeirra ef svo bar undir. Sumum er það eðlilegt að hugsa fyrst um líðan annarra og síðan um eigin hag. Þannig var mamma. Hvort sem við systkinin og fjölskyldur okkar upplifðum gleði eða sorgir var mamma allt- af nálæg. Hún var sú sem studdi ef á móti blés og hún var sú sem gladdist með okkur á góðum stundum. Eftir áratuga samveru er sárt að sjá á eftir mömmu sem í meira en hálfa öld hefur verið hluti af lífi okkar. Við vitum það samt öll að hún var tilbúin til brottfarar úr þessum heimi og hlakkaði til að takast á við þau verkefni sem biðu hennar á nýj- um stað. Við vitum að nú líður henni vel. Að leiðarlokum þökkum við mömmu fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert og öll munum við geyma minninguna um hana í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu yndislegrar móður okkar, Halldóru Þor- valdsdóttur. Þórir, Þorvaldur, Eiríkur og Kolbrún. Elskuleg tengdamóðir mín, Halldóra Þorvaldsdóttir, verður kvödd í dag á staðnum sem var henni svo kær, í Reykholti í Borgarfirði. Þangað kom hún ung stúlka til vinnu, fann ástina í lífi sínu, hann Nonna, og þar héldu þau heimili alla tíð. Ég lít á það sem heppni að hafa fengið hana Dóru fyrir tengdamömmu fyrir hartnær 20 árum. Ég gleymi aldrei þegar ég kom fyrst í Reykholt. Opinn armur og blítt viðmót, margt fólk, dekkuð matar- og kaffiborð og Dóra í essinu sínu með fjöl- skylduna í kringum sig, frá á fæti og snérist og stjanaði við alla. Það var nærri sama tilfinn- ingin og að koma heim í eigin foreldrahús. Frá fyrstu stundu leið mér vel og fann hversu vel- komin ég var í fjölskylduna með börnin mín fjögur. Hún varð þeim hin besta amma sem hugs- ast gat og barnabarnabörnunum einnig þegar þau fóru að tínast í heiminn. Ekki skipti máli þó blóðbönd væru ekki fyrir hendi, hjá ömmu Dóru voru allir jafnir, enda elskuðu öll börn hana af heilum hug. Hafi hún þökk fyrir allan sinn kærleik, góðvild og hjálp í minn garð og barnanna minna. Minning hennar mun lifa með okkur öllum. Björg Bjarnadóttir. Halldóra Þorvaldsdóttir, móð- ursystir okkar í Reykholti, er látin. Minningarnar, sem koma í hugann, eru ótalmargar. Dóra var okkur systrunum mjög mik- ilvæg og skipti miklu máli í okk- ar lífi eins og reyndar í lífi okkar systkinabarnanna allra. Báðar vorum við systur langdvölum á heimili hennar, mamma okkar dvaldi oft hjá systur sinni á sumrin með okkur litlar og við gengum báðar í Reykholtsskóla. Dröfn bjó hjá henni þau tvö ár sem hún var í skólanum og vann á Símanum á sumrin og þótt Stella væri á heimavistinni átti hún alltaf athvarf hjá Dóru. Stella var í sveit hjá Dóru ásamt fleiri frændsystkinum á sumrin. Reykholt var í okkar augum besti staður í heimi og þar þráð- um við alltaf að vera. Það var ekki síst mannkostum og gæsku Dóru að þakka. Heimilið í Reykholti var mannmargt á sumrin, heimilis- fólkið margt ásamt vinnufólki, alltaf einhverjir krakkar í sveit og síðan mikill gestagangur. Alltaf var Dóra miðdepillinn, létt á fæti og kát, öllum boðið í mat, kaffi og spjall. Hún var sérstak- lega skipulögð og dugleg kona og aldrei tókum við krakkarnir eftir því að það væri mikið að gera hjá henni, hvað þá að hún væri þreytt og pirruð þótt mikið gengi oft á í krakkahópnum. Hún var lagin við okkur og leysti úr þeim vandamálum sem upp komu af ljúfmennsku. Hún var líka alltaf til í glens og grín og átti það til að steppa fyrir okkur þegar sá gállinn var á henni. Nú er Valgerður, móðir okk- ar, ein eftir systkinanna, þetta var allt gott fólk og frændrækið. Við yljum okkur við góðar minn- ingar um sumardaga í Reykholti hjá Dóru og Nonna þegar öll systkinin voru þar saman komin með fjölskyldur sínar. Þá var alltaf glatt á hjalla. Við söknum þeirra allra og nú kveðjum við Dóru með sorg og þakklæti í huga. Við vottum börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum guð að geyma minningu góðarar konu. Dröfn Vilmundsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir. Ég var fimm ára þegar ég fór til Dóru og Nonna fyrst til sum- ardvalar og fór síðan á hverju sumri þar til ég var orðinn sex- tán ára, tvö síðustu árin var ég í skóla í Reykholti yfir veturinn og var þá einnig til heimilis hjá Dóru og Nonna. Ég man enn ljóslega eftir minni fyrstu ferð með áætlunarbílnum. Dóra tók hlýlega á móti mér og fór með mér heim í nýja húsið sitt, þar sem ég fékk hressingu. Við fór- um síðan upp í Háls og þar fann Dóra nýborna kind með einu lambi og spurði hvort ég treysti mér til að ganga á eftir henni niður að fjárhúsum, sem ég gerði spenntur og elti rolluna og lamb- ið niður holtið og yfir Mýrina í átt að fjárhúsunum. Þegar við áttum stutt eftir settist ég niður og áræddi ekki að fara lengra því framundan voru há hús og stórir menn stikuðu um. Þarna sofnaði ég, en vaknaði við að Dóra kall- aði: „Gunnsi minn, ertu sofnað- ur“. Eftir þetta átti ég oft eftir vakna að morgni dags við að Dóra opnaði hurðina á herberg- inu og sagði: „Strákar, það er kominn dagur!“. Dóra vaknaði yfirleitt ef ekki alltaf fyrst á heimilinu og fór oft- ast síðust að sofa. Hún var langt frá því að vera ströng, en henni hlýddu allir. Hún hafði milt og hlýtt yfirbragð, var skemmtilega ákveðin, sem allir báru virðingu fyrir. Við systkinabörnin hennar Dóru eigum henni og fjölskyldu hennar mikið að þakka. Mörg okkar voru hjá henni og Nonna í sveit og þau hugsuðu um okkur eins og við værum þeirra eigin börn. Börnin þeirra tóku okkur líka einstaklega vel og saman undum við okkur bæði í leik og starfi, þó aldursmunur væri nokkur. Ég kom ítrekað heim blautur og skítugur enda maður með mönnum að vinna alvöru vinnu. Hún Dóra heyrði mig oft segja dag eftir dag: „Dóra, ég er vot- ur“ og Dóra mátti hjálpa mér við að skipta um föt og þvoði af mér óhreinu fötin. Dóra þurfti stundum að hjúkra mér og koma mér til læknis. Einu sinni var ég að elta „slóðadragann“ og datt á hann og fékk langan skurð á legginn og það þurfti að sauma saman. Annað skipti datt ég af hestbaki og meiddist í andliti og það þurfti að sauma. Einu sinni handleggsbrotnaði ég og þurfti að fara í gifs og þessu til við- bótar fékk ég flensu og lungna- bólgu og alltaf gerði Dóra allt sem hún gat til að ég fengi bestu hjúkrun og mér liði sem best. Maður var alltaf viljugur að fara í sendiferðir fyrir Dóru, lík- lega mest fyrir það að hún hrós- aði manni vel og þakkaði innilega fyrir viðvikið. Hún var hlý kona og lét sig velferð annarra skipta. Hún gerði ekki mannamun og við krakkarnir tókum þátt í störfum og samræðum fullorðna fólksins. Dóra var mjög félagslynd og laðaði að sér fólk, sem kom í heimsókn og naut hennar gest- risni. Á sumrin komu ættingj- arnir oft við í Reykholti og þar var því oft sannkölluð ættar- mótsstemmning. Ég vil þakka fyrir alla velvild- ina, sem mér var sýnd í Reyk- holti, um leið og ég kveð Dóru frænku með miklum söknuði. Guð blessi minningu Dóru og Nonna. Elsku Dolla, Rúkki, Valdi og Dúdi, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar. Gunnar Tómasson. Halldóra Þorvaldsdóttir var aðeins 17 ára gömul þegar hún kom sem heimilishjálp til for- eldra okkar, prestshjónanna í Reykholti, haustið 1938. Hún var frá Járngerðarstöðum í Grinda- vík, og barnabarn afasystur okk- ar. Hún kom á erfiðum tíma því foreldrar okkar höfðu misst tvær dætur á fyrsta ári með skömmu millibili, og nú var enn von á barni. Vegna þessara viðkvæmu aðstæðna hafði móðir okkar áhuga á að fá nákominn ættingja til sín frekar en ókunna mann- eskju og Dóra kom og var á heimilinu þegar ég fæddist sum- arið 1939. Hún dvaldi svo í nær- fellt þrjú ár hjá okkur og var sem ein úr fjölskyldunni, glað- vær og brosmild. Í hennar nær- veru virtist alltaf ríkja friður og fullkomið traust, þá og æ síðar. Mikið var um að vera í Reyk- holti á veturna í þá daga. Í hér- aðsskólanum var margt ungt og skemmtilegt fólk, fjörugt fé- lagslíf og Dóra var vinsæl. Hún kynntist þar mannsefni sínu, Jóni syni Þóris Steinþórssonar kennara og síðar skólastjóra við skólann. Eftir stutta dvöl syðra fluttu þau aftur í Reykholt og Jón hóf kennslu við skólann. Fyrstu árin bjuggu þau Nonni og Dóra í lítilli kennaraíbúð í skólahúsinu. Seinna, þegar börn- in voru orðin fjögur, reistu þau sér myndarlegt einbýlishús og bjuggu þar upp frá því. Í Reyk- holti var lengi annars flokks sím- stöð eins og þá tíðkaðist í sveit- um. Stöðin var í íbúðinni og símatími nokkrar klukkustundir á dag. Hlusta þurfti eftir hring- ingum, tvær langar og tvær stuttar í Reykholt, og svo neyð- arhringingunni sem mig minnir að hafi verið fimm stuttar. Dóra varð stöðvarstjóri Pósts og síma og gegndi því starfi í mörg ár eftir að tæknin og eðli starfsins gerbreyttist frá því sem það var í byrjun. Dóra tók þátt í leiksýningum í sveitinni og sýndi mikla hæfi- leika eins og faðir hennar, Þor- valdur Klemensson, hafði gert í Grindavík áður. Leiklistin hefur haldist í fjölskyldu hennar. Son- ur hennar, Þorvaldur, hefur sýnt mikil tilþrif á þessu sviði og son- arsonur hennar er landsþekktur leikari. Síðustu árin var Dóra ein eftir af þeim sem við systkinin þekkt- um í Reykholti frá gamalli tíð. Fyrir rúmum tveimur árum átti ég leið um og leit inn hjá Dóru. Brá mér í brún því hún sat þar í næstum tómu húsi og var með aðstoð tengdadóttur að pakka saman búslóð sinni. Leiðin lá á dvalarheimilið í Borgarnesi. Hinsta hvíla hennar verður samt í Reykholti þar sem svo margir vinir hennar hvíla nú þegar. Við Guðmundur bróðir minn og fjölskyldur okkar sendum samúðarkveðjur til barna Hall- dóru og afkomenda þeirra. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Anna Einarsdóttir. Heiðurskonan Dóra í Reyk- holti er látin. Heimili Dóru og Nonna í Reykholti var heimili okkar í sveitinni, eins og svo fjöl- margra annarra ættingja og vina, og þar vorum við alltaf vel- komnar. Dóra var okkar auka- mamma og upp í Reykholt fórum við í öllum fríum. Á því fjöl- menna og fjöruga heimili bauð Dóra upp á matar- og kaffiveisl- ur á hverjum degi þar sem engu skipti hvort gestir væru þrír eða þrjátíu. Öllum var tekið opnum örmum sama hvort húsmóðirin þekkti gestina eða ekki. En Dóra rak ekki bara stórt heimili held- ur var hún símstöðvarstjóri í sveitinni og ekki nóg með það, hún keyrði um á jeppa. Þrátt fyrir fjölda uppátækjasamra barna og unglinga á heimilinu hafði Dóra fullkomna stjórn á öllum með brosi og ákveðni en þó fyrst og fremst hlýju og um- hyggju. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki Dóru lengur að og með fráfalli hennar er síðasti hlekkurinn við Reykholt slitinn. Með þakklæti fyrir áratuga gott atlæti sendum við Dúda, Valda, Rúkka og Dollu, mökum þeirra, Gerðu og afkomendum öllum samúðarkveðjur. Halldóra og Anna Birna Halldórsdætur. Látin er Halldóra Þorvalds- dóttir. Það sem mér dettur fyrst í hug þegar mér verður hugsað til hennar er eftirfarandi; móðir, eiginkona, húsmóðir, leikkona, félagsmálafrömuður, póstmeist- ari og vinkona. Hún var mörgum kostum búin og það er margs að minnast frá langri samfylgd. Hún stóð fyrir rausnarbúi í Reykholti, kom upp 4 börnum og kom þar að auki að uppeldi margra annarra barna bæði skyldra og óskyldra. Heimili hennar var mannmargt, þar var vinnumaður, símamenn, sumar- krakkar o.fl. Jafnframt húsmóð- urhlutverkinu stjórnaði hún Pósti og síma. Þannig háttaði til að starfsemi Pósts og síma var í húsi hennar og eiginmanns hennar Jóns Þórissonar og þessu sinnti hún af miklum dugnaði. Oft á tíðum bauð hún fólki sem kom langt að upp á kaffi og okk- ur samferðafólkinu. Það er óhætt að segja að stundaskrá hennar hafi verið þéttskipuð. Vinna og húsmóðurhlutverk tók lungann úr deginum, en fé- lagsstarf var stundað á kvöldin og um helgar. Hún var frábær leikkona og er mörgum minn- isstæð sem kerlingin í Gullna hliðinu sem UMFR setti upp við miklar vinsældir fyrir margt löngu. Einnig var hún virk í bridge- klúbbi Borgarfjarðar. Nokkrar konur í Reykholti komu stundum saman að vetrinum á sunnudög- um til að taka í spil og var und- irrituð þar á meðal. Þetta voru góðar stundir. Við hjónin fórum nokkrum sinnum í ferðalög með Jóni, Halldóru og fleira fólki. Sumarið sem hringvegurinn var opnaður fórum við í hringferð saman og þá var komið víða við. Þau voru búin að útvega okkur gistingu hjá syni sínum á Höfn í Horna- firði. Þar var okkur öllum tekið ákaflega vel og farið með okkur í skoðunarferð um næsta ná- grenni Hafnar. Einnig fórum við til Vestfjarða með þeim og Stein- grími Þórissyni og Sigríði Jóns- dóttur og var það mikið ævintýri. Einn áfangastaðurinn var Bol- ungarvík, en þaðan var Sigríður. Farið var upp á Bolafjall og út- sýnis þaðan notið og út í Skála- vík þar sem maður sér yfir til Súgandafjarðar. Það var mjög gaman og lærdómsríkt að vera með þessu fólki. Í þessari sömu ferð var líka farið út á Látra- bjarg, fuglalífið og hin stór- brotna náttúra skoðuð. Síðan var komið við á Látrum hjá Þórði og var það líka mjög gaman, þar sem stjórnstöð slysavarna á svæðinu var til húsa. Þetta fólk var að sjálfsögðu virkt innan Slysavarnafélags Íslands. Eftir að fjölskylda mín flutti úr Reykholti þá hefi ég farið á hverju sumri þangað. Alltaf var komið við hjá Halldóru og stund- um gisti ég hjá henni og not- uðum við samverustundirnar til að heimsækja vini og að rifja upp gamla tíma. Það er mikil gæfa að kynnast svo heilsteyptri konu og Halldóra Jóhanna Þorvaldsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Með þökk fyrir allt og allt. Hjörtur Ingi, Erla og börn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.