Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Fékk gömlu góðu
orkuna til baka !
Auk þess sléttari
húð og nýtt
glansandi heilbrigt
hár í kaupbæti.
Ég byrjaði að taka brokkolitöflurnar Cognicore efir að hafa séð vin minn sem hafði alltaf verið orkulaus og
þreyttur taka ótrúlegum breytingum eftir að hann fór að taka töflurnar. Sjálf er ég alsæl því ég fékk gömlu
góðu orkuna mína til baka. Ekki bara það, heldur hrökk meltingin hjá mér líka í lag eftir rúman mánuð og nú
fæ ég varla kvef og pestir.
Betra útlit !
Það er klárt mál að brokkolítöflurnar vinna gegn öldrunaráhrifum því fínu andlitshrukkurnar sem koma jú bara,
eru ekki nærri eins sýnilegar og áður. Húðin er sléttari, ásýndin afslappaðri og mér finnst ég líta betur út. Eins
er það með hárið sem alltaf var svo líflaust og þreytt - halló.... það er allt í einu orðið glansandi og vex meira
nú en fyrir 20 árum.
Það eru forréttindi að hafa kynnst brokkolí áhrifunum !
Hrafnhildur Hákonar
53 ára
Brokkolítöflurnar Cognicore fást í helstu
apótekum og heilsubúðum
www.brokkoli.is
Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Talsverður fjöldi fólks var viðstaddur málfund í
Háskólanum í Reykjavík um niðurstöður sér-
fræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlaga-
ráðs að nýrri stjórnarskrá. Á fundinum fluttu
fulltrúar hópsins, þau Páll Þórhallsson, Oddný
Mjöll Arnardóttir og Hafsteinn Þór Hauksson,
erindi auk Kristrúnar Heimisdóttur, lögfræð-
ings og lektors við Háskólann á Akureyri, og
Bryndísar Hlöðversdóttur, rektors Háskólans á
Bifröst.
Á meðal fundargesta voru Þórunn Svein-
bjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráð-
herra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, Gísli Tryggvason, tals-
maður neytenda og fyrrverandi stjórnlagaráðs-
fulltrúi, Þorkell Helgason, stærðfræðingur og
fyrrverandi fulltrúi stjórnlagaráðs, Skúli Magn-
ússon, lögfræðingur og lektor við lagadeild Há-
skóla Íslands, Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, og Björg Thor-
arensen, prófessor við lagaeild Háskóla Íslands.
Gerðu töluverðar breytingar
Páll Þórhallsson hóf fundinn með örstuttu er-
indi þar sem hann fór yfir störf nefndarinnar og
umboð hennar til að gera athugasemdir.
„Við þurftum að gera töluverðar breytingar á
ákvæðum um tjáningar- og upplýsingafrelsi,
upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, þ.e. 14. til 16.
grein, þær eru efnislega skyldar og tengjast í
raun og veru allar tjáningarfrelsinu en við hnik-
uðum til efnisþáttum á milli greina þannig að
hver grein væri með skýrara efnisinntak fyrir
sig, þannig að ekki væri blandað í upplýs-
ingafrelsið t.d. þáttum sem tilheyra miklu skýr-
ar hinu hefðbundna tjáningarfrelsi,“ sagði
Oddný Mjöll Arnardóttir í erindi sínu í gær.
Þá benti Oddný á að ein stærsta breytingin
sem sérfræðingahópurinn gerði hafi verið sú að
leggja til að í 2. mgr. 9. gr. frumvarpsins kæmi
eitt almennt skerðingarákvæði sem ætti við um
mögulegar skerðingar á öllum mannréttindum,
nema þeim sem sérstaklega eru undanþegin
skerðingum, en ákvæðið kemur í staðinn fyrir
sértæk skerðingarákvæði undir ýmsum mann-
réttindaákvæðum sem áður mátti finna í til-
lögum stjórnlagaráðs.
„Ástæðurnar fyrir því voru þær að skerðing-
arákvæðin voru að ýmsu leyti gölluð. Í sum
þeirra vantaði inn áskilnaðinn um að takmark-
anir verði að vera, það sem kallað er nauðsyn-
legar í lýðræðisþjóðfélagi, sem felur meðal ann-
ars í sér mjög mikilvægan mælikvarða meðal-
hófs, þannig að ekki megi ganga lengra en
nauðsynlega krefur í hverju tilviki til þess að
vernda mikilvæga hagsmuni,“ sagði Oddný á
fundinum. Þá benti hún einnig á að í ljósi þessa
hefðu sum skerðingarákvæðin verið of víð og
heimilað meiri skerðingar en talið er heimilt
samkvæmt núgildandi stjórnarskrá og sam-
kvæmt þeim alþjóðlegu fyrirmyndum sem
stjórnlagaráð byggði tillögur sínar á.
Í erindi sínu fór Hafsteinn Þór Hauksson
meðal annars yfir þann óljósa mun á því hvenær
breytingar eru lagatæknilegar og hvenær þær
eru efnislegar. Nefnir hann sem dæmi um
þennan óljósa mun ákvæði 43. gr. frumvarps
stjórnlagaráðs en þar er kveðið á um það hvern-
ig kæra má kosningar eða fá fram endurskoðun
á gildi þeirra. Í tillögum stjórnlagaráðs er þetta
verkefni fært frá Alþingi yfir til landskjör-
stjórnar en þá er jafnframt gert ráð fyrir því að
úrskurður landskjörstjórnar sé kæranlegur til
héraðsdóms og síðan til Hæstaréttar.
„Í 44. grein, næstu grein á eftir, er ákvæði
sem segir að Alþingi skuli koma saman tveimur
vikum eftir kosningar og við sem höfum
gluggað svolítið í lögfræði vitum að það tekur
meira en tvær vikur að kveða upp stjórnvalds-
úrskurð, bera hann undir héraðsdóm og bera þá
niðurstöðu svo undir Hæstarétt,“ sagði Haf-
steinn Þór á fundinum og bætti við: „Hér erum
við komin í lagatæknilega klemmu er það ekki?
Það eru tvö ákvæði í drögunum sem eiga illa
saman, eða verður erfitt að hugsanlega beita í
framtíðinni, þá koma lagatæknarnir til og gera
breytingu en sú breyting verður alltaf efnisleg.“
Þörf á álagsprófi
Kristrún Heimisdóttir lagði áherslu á það í
upphafi erindis síns að tillögur stjórnlagaráðs
yrðu að þola rökræður. Þá benti hún á að hér
væri verið að gera grundvallarbreytingar á
stjórnskipan landsins með hætti sem væri áður
óþekktur í nokkru ríki í Evrópu, a.m.k. ef undan
er skilið fall Berlínarmúrsins og umbreyting
gömlu sósíalistaríkjanna í lýðræðisríki. Einnig
tók hún fram að sér þætti það algjörlega óskilj-
anlegt að Alþingi skuli ekki hafa látið gera
álagspróf á tillögum stjórnlagaráðs á því rúma
ári sem liðið er síðan stjórnlagaráð skilaði til-
lögum sínum.
„Þeirra umboð [sérfræðingahópsins] er mjög
afmarkað og þeirra umboð er það að fjalla ekki
um þessar tilteknu breytingar, ekki um stjórn-
skipunarbreytingarnar sem slíkar, þær sem
mæla fyrir um það hvernig Alþingi virkar,
hvernig framkvæmdavaldið virkar og hvernig
forseti Íslands virkar,“ sagði Kristrún og bætti
við: „Það þarf engan sérfræðing í stjórnskip-
unarrétti til að sjá það, um leið og frumvarpið
sem að fyrir okkur liggur núna er opnað, að þar
er verið að blanda saman stjórnarformum sem
aldrei áður hefur verið reynt að blanda saman.“
Nefndi hún sem dæmi að þarna væri verið að
blanda saman svissnesku beinu lýðræði, banda-
rísku forsetaræði með sterkum forseta og þing-
ræði, sem sagt er vera að sænskri eða þýskri
fyrirmynd, sem sé að hennar mati í raun og
veru ekki þingræði.
„Verkefnið er að mínu mati augljóslega þetta.
Það þarf að ná þessu máli upp úr átakahjólför-
um sem það hefur farið í, því að alveg sama
hvernig á málið er litið þá verður það aldrei mál-
inu til framdráttar að það sé keyrt í gegn í bull-
andi átökum,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir í
erindi sínu í gær og bætti við að það væri heldur
ekki kostur í stöðunni að kasta vinnu stjórnlaga-
ráðs til hliðar.
Gerðu umtalsverðar breytingar
Niðurstöður sérfræðingahóps um tilllögur stjórnlagaráðs voru ræddar á fundi HR í gær
Verið er að blanda saman stjórnarformum sem aldrei hefur verið blandað saman áður segir lektor
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fundur Frá vinstri: Bryndís Hlöðversdóttir, Kristrún Heimisdóttir og Oddný Mjöll Arnardóttir.
Björg Thorarensen lagaprófessor var ein
þeirra sem tóku til máls á fundinum.
Benti hún á að löngu væri orðið tíma-
bært að hefja efnislega umræðu um málið
og hún teldi að þá þyrfti að greina frá þau
atriði sem fælu í sér verulega miklar breyt-
ingar. Sagðist hún telja það mikið áhyggju-
efni hvernig þessi ákvæði myndu þróast ef
þau yrðu samþykkt óbreytt, enda væru
menn ekki búnir að sjá fyrir nákvæmlega
hvert væri markmið breytinganna og hverj-
ar afleiðingarnar yrðu. Nefndi hún þrjú at-
riði í þessu samhengi; nýja kosningakerfið,
atriði varðandi frumkvæðisrétt Alþingis og
mannréttindakaflann sem hún sagði valda
sér áhyggjum enda væri hann gjörsamlega
endurskoðaður frá grunni.
Breytingar
áhyggjuefni
EFNISLEG UMRÆÐA TÍMABÆR
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Það er í sjálfu sér ágætt að fá utan-
aðkomandi umsögn um þetta. Ég set
hinsvegar mjög stórt spurninga-
merki við það að slíkt heildstætt mat
skuli ekki hafa farið fram nú þegar
af innlendum sérfræðingum,“ segir
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, aðspurður út í
fyrstu viðbrögð við fréttum gær-
dagsins þess efnis að meirihluti
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis vinni nú að því að fá álit
Feneyjanefndarinnar á frumvarpi
um nýja stjórnarskrá.
Að sögn Bjarna er óskiljanlegt að
ein af meginniðurstöðum lögfræði-
nefndarinnar, sem fékk takmarkað
umboð til að skoða málið, sé að það
þurfi að fara fram heildstætt efnis-
legt mat á tillögum stjórnlagaráðs.
Aðspurður hvort málið klárist fyr-
ir næstu alþingiskosningar segir
Bjarni: „Mér finnst það glæfraleg
hugmynd að ætla sér að vinna málið
áfram á þeirri forsendu að hér verði
samin ný heildstæð stjórnarskrá
fyrir lok þessa þings. Það sem væri
skynsamlegast að gera núna væri að
fá fram mat á efnisþáttum þessa
frumvarps, sem eru fjölmargir, og
heildstætt mat á áhrifum þess að
gera þær breytingar. Leggja síðan í
framhaldinu fram frumvarp sem
best væri að nyti stuðnings allra
stjórnmálaflokka.“
Þá bendir Bjarni á að hyggist
menn gera eitthvað fyrir næstu
kosningar virðist blasa við að skipta
þurfi þessu verkefni upp í áfanga svo
menn taki ekki of stóran munnbita
upp í sig sem þeir ná ekki að kyngja.
Heildstætt mat
skynsamlegast
Ágætt að fá utanaðkomandi umsögn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Of stór biti Bjarni varar við að
þingið færist of mikið í fang.