Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Nokkur umræða er
nú bæði hérlendis og á
alþjóðavettvangi um
hugsanlegan aðskilnað
á fjárfestinga- og við-
skiptabankastarfsemi.
Umræðan fer engu að
síður eftir aðstæðum í
hverju landi. Þannig er
mikið rætt um mögu-
legan aðskilnað í Bret-
landi á meðan varla er
minnst á slíkt á Norðurlöndunum
eða í Þýskalandi. Þessi umræða er
engu síður réttmæt, bæði hér heima
og erlendis, enda ekki nema fjögur
ár liðin frá því að bankakerfi hins
vestræna heims hékk á bláþræði og
íslensku bankarnir féllu.
Gjaldþrot gömlu bankanna varp-
aði ljósi á margvíslega veikleika í
regluverki fjármálafyrirtækja og
fjármálaeftirliti sem nauðsynlegt
var að bæta. Þess vegna hafa á und-
anförnum árum verið gerðar fjöl-
margar breytingar á þessu reglu-
verki auk þess sem rekstrarskilyrði
fjármálafyrirtækja hafa verið hert
til muna. Markmiðið hefur verið að
draga úr áhættu í rekstri einstakra
fjármálafyrirtækja sem og kerfisins
í heild. Þannig er íslenskum fjár-
málafyrirtækjum nú óheimilt að
lána til tengdra aðila auk þess sem
tekið hefur verið fyrir lánveitingar
með veð í eigin bréfum.
Þá hafa heimildir eftirlitsaðila
verið auknar og kröfur um fjárhags-
legan styrk og lausafjárstöðu fjár-
málafyrirtækja hertar stórlega. Á
flestum sviðum hinnar nýju lög-
gjafar hefur verið gengið lengra en í
Evrópusambandinu.
Skilningur á fjárfestingabanka-
starfsemi er mismunandi
Margt bendir til þess að skiln-
ingur manna á því hvað telst fjár-
festingabankastarfsemi sé nokkuð
misvísandi. Í grunninn má segja að
fjárfestingabankar aðstoði fyrir-
tæki, sveitarfélög og stjórnvöld við
útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa og
hafi milligöngu um miðlun þeirra til
fjárfesta. Fjárfestinga-
bankar stunda einnig
fyrirtækjaráðgjöf í
tengslum við kaup,
sölu eða skráningu á
fyrirtækjum jafnframt
því sem þeir eiga við-
skipti fyrir eigin reikn-
ing. Slík viðskipti eru
hins vegar að stórum
hluta vegna viðskipta-
vaktar sem styður við
seljanleika og verð-
myndun á markaði.
Þetta hlutverk er mjög
ólíkt viðskiptabönkum sem byggja
starfsemi sína einkum á því að lána
fé sem þeir hafa fengið að láni í
formi innistæðna eða heildsölulána.
Þannig flokkast lán til stórra og
smárra fyrirtækja í langflestum til-
fellum sem viðskiptabanka-
starfsemi. Nauðsynlegt er að hafa í
huga að margt í starfsemi gömlu
bankanna var ekki fjárfestinga-
bankastarfsemi heldur ætti fremur
að vera skilgreint sem fjárfestinga-
starfsemi eða jafnvel
vogunarsjóðastarfsemi.
Skattgreiðendur aðstoða
viðskiptabanka
Reynslan erlendis frá sýnir að
bæði fjárfestinga- og viðskiptabönk-
um er hætt við áföllum ef gæði út-
lána, áhættustýring og eftirlit er
ekki af nauðsynlegum gæðum.
Þannig var eiginfjárbruni erlendra
banka á árunum 2007-2009 fyrst og
fremst vegna óvandaðra húsnæð-
islána. Fyrstu tveir bankarnir til að
lenda í hremmingum á árinu 2008
svo eftir var tekið, Northern Rock í
Bretlandi og Washington Mutual í
Bandaríkjunum voru báðir hrein-
ræktaðir viðskiptabankar sem var
báðum bjargað með opinberu fé.
Það var síðan gjaldþrot fjárfestinga-
banka, Lehman Brothers, sem hratt
af stað hinni stórfelldu fjár-
málakreppu þar sem nánast allir
bankar voru á barmi gjaldþrots.
Gilti þá einu hvort um var að ræða
fjárfestingabanka, viðskiptabanka
eða alhliða banka.
Nýlegt dæmi um banka í vand-
ræðum er síðan Bankia á Spáni sem
er í eðli sínu sparisjóður og fékk ný-
verið aðstoð frá spænska ríkinu, þá
stærstu í sögu spænska ríkisins. Það
er því augljóst að ekki er hægt að al-
hæfa um beint orsakasamhengi á
milli eðlis fjármálafyrirtækja og
áhættu skattgreiðenda.
Séríslenskt fyrirkomulag tor-
veldar erlenda fjármögnun
Traust og vel fjármögnuð fjár-
málafyrirtæki eru forsenda þess að
þjóðarbúið nái að vaxa eins og nauð-
synlegt er ef markmiðið er að búa
Íslendingum lífskjör sem jafnast á
við það sem gerist í nágrannalönd-
unum. Öflugir alhliða bankar eru
best til þess fallnir að veita víðtæka
þjónustu á hagstæðu verði, neyt-
endum og fyrirtækjum til hagsbóta.
Slíkir bankar eru einnig líklegastir
til að geta sótt erlenda fjármögnun
en það er forsenda þess að unnt
verði að losa um gjaldeyrishöft sem
hafa neikvæð áhrif á hagvöxt og
möguleika bæði einstaklinga og
stofnanafjárfesta til að haga sínum
fjárfestingum með hagkvæmum
hætti. Ástæða er hins vegar til að
vara sérstaklega við hugmyndum
um að Íslendingar taki „forystu“ í
því að aðskilja fjárfestingabanka- og
viðskiptabankastarfsemi. Það er
óvarlegt að ætla að þróun hérlendis
hafi veruleg áhrif á fyrirkomulag
þessara mála á heimsvísu. Miklu lík-
legra er að séríslenskt fyrirkomulag
dragi úr trúverðugleika íslensks
bankakerfis í augum erlendra fjár-
festa. Þess vegna er ástæða til að
fara að gát og læra af þróun þessara
mála á alþjóðavettvangi.
Aðskilnaður í bankastarfsemi
og áhætta skattgreiðenda
Eftir Stefán
Pétursson » Ástæða er til að vara
sérstaklega við hug-
myndum um að Íslend-
ingar taki „forystu“ í því
að aðskilja fjárfestinga-
banka- og viðskipta-
bankastarfsemi.
Stefán Pétursson
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Arion banka.
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex
www.icewise.is
Málþing
á Rúbín í Öskjuhlíð við hliðina á Keiluhöllinni
mánudaginn 19. nóvember kl. 17.15
Ísland & Evrópa
Kate Hoey, þingkona Verkamannaflokksins í Vauxhall í London:
Hættur Evrópuaðildar – The Dangers of Joining the EU
Hallur Hallsson, formaður Þjóðráðs:
Ísland á ný á evrópsku áhrifasvæði
Jón Kristinn Snæhólm, varaformaður Þjóðráðs:
Ísland og sjávarútvegsstefna ESB
Fundarstjóri: Skafti Harðarson.
Kate Hoey Hallur Hallsson Jón Kristinn
Snæhólm
Skafti Harðarson