Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Konan varð fimmtug fyrr á árinu og segja má að við sláumþessu saman með smá veislu fyrir vini og ættingja,“ segirKári Þorleifsson, vallarstjóri í Vestmannaeyjum, sem fagn- ar 50 ára afmæli í dag, 17. nóvember. Undirbúningur stóð yfir á fullu í gær fyrir veisluna, sem haldin verður í golfskálanum í Eyjum í kvöld. Eiginkona Kára er Agnes Einarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Deloitte, en þau eru búin að vera saman í heil 35 ár. Börn þeirra eru tvö; Einar Kristinn, 25 ára, og Andrea, 21 árs. „Það verður einhver matur á boðstólum og nóg að drekka, skemmtiatriðin heimatilbúin,“ segir Kári en búast má við að gamlir félagar hans úr fótboltanum á árum áður láti m.a. sjá sig. Kári lék með meistaraflokki ÍBV á árunum 1979 til 1986 og lék þar í sókninni með eldri bróður sínum, Sigurlási. „Við skoruðum nokkur mörkin saman, hann að vísu eitthvað fleiri. Ég passaði mig á því að gefa allt- af á stóra bróður ef hann var í betra færi,“ segir Kári en hann varð að hætta knattspyrnuiðkun vegna þrálátra meiðsla, aðeins 24 ára. Upp úr stendur hjá honum Íslandsmeistaratitill árið 1979, fyrsta sumarið hans í meistaraflokki, þá á 17. ári. „Þetta var eftirminnilegt sumar, 1979. Við vorum þjálfaralausir og með fámennt lið alveg þar til tímabilið byrjaði, þá var skrapað saman í lið og Viktor Helgason tók við þjálfuninni og stýrði okkur til sigurs,“ segir Kári, en Eyja- menn urðu síðan að bíða í 18 ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli. Öll þessi afrek verða vafalítið rifjuð upp í golfskálanum í Eyjum í kvöld, og fleiri til, að sögn afmælisbarnsins. bjb@mbl.is Kári Þorleifsson vallarstjóri 50 ára Eyjamaður Kári Þorleifsson lék knattspyrnu með ÍBV á árum áður og er enn viðloðandi fótboltann sem vallarstjóri í Vestmannaeyjum. Ekki enn yfirgefið fótboltavöllinn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Arnþór Páll Hafsteinsson, Jóhann Egill Jóhannsson, Patrekur Pétursson og Ægir Ranjan Hreinsson gengu í hús á Seltjarnarnesi og söfnuðu dóti. Þeir héldu svo hlutaveltu á Eiðistorgi og gáfu Barnaspítala Hringsins ágóðann 20.325 kr. Hlutavelta Reykjavík Einar Orri fæddist 5. febr- úar. Hann vó 3.560 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Heba Hans- dóttir og Tómas Orri Einarsson. Nýir borgarar Reykjavík Svandís Sif fæddist 9. des- ember kl. 20.59. Hún vó 4.520 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Elsa Petra Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson. Ó lafur Pétur fæddist á Blönduósi og ólst upp í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1982, prófi í véla- verkfræði frá HÍ 1987, meistara- pófi í verkfræði frá Danska tækniháskólanum í Lyngby (DTU) 1989 og hlaut Ph.d.-gráðu í verk- fræði frá sama skóla 1994. Verkfræðiprófessor frá 2007 Að loknu námi hefur Ólafur Pét- ur starfað við Háskóla Íslands, fyrst sem sérfræðingur, fræðimað- ur og dósent og frá árinu 2007 sem prófessor. Ólafur Pétur hefur gegnt ýms- um trúnaðar- og stjórnunar- störfum fyrir Háskóla Íslands. Hann sat í jafnréttisnefnd HÍ Ólafur Pétur Pálsson, prófessor og deildarforseti - 50 ára Skírn Ólafur Pétur og Ragnheiður Inga, ásamt stórfjölskyldunni í tilefni skírnar Karls Hákonar, árið 2003. Lífsglaður og lipur fjölskyldufaðir Á ferðalagi Ólafur Pétur ásamt börnunum í Ásbyrgi, sumarið 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.