Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 56

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Konan varð fimmtug fyrr á árinu og segja má að við sláumþessu saman með smá veislu fyrir vini og ættingja,“ segirKári Þorleifsson, vallarstjóri í Vestmannaeyjum, sem fagn- ar 50 ára afmæli í dag, 17. nóvember. Undirbúningur stóð yfir á fullu í gær fyrir veisluna, sem haldin verður í golfskálanum í Eyjum í kvöld. Eiginkona Kára er Agnes Einarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Deloitte, en þau eru búin að vera saman í heil 35 ár. Börn þeirra eru tvö; Einar Kristinn, 25 ára, og Andrea, 21 árs. „Það verður einhver matur á boðstólum og nóg að drekka, skemmtiatriðin heimatilbúin,“ segir Kári en búast má við að gamlir félagar hans úr fótboltanum á árum áður láti m.a. sjá sig. Kári lék með meistaraflokki ÍBV á árunum 1979 til 1986 og lék þar í sókninni með eldri bróður sínum, Sigurlási. „Við skoruðum nokkur mörkin saman, hann að vísu eitthvað fleiri. Ég passaði mig á því að gefa allt- af á stóra bróður ef hann var í betra færi,“ segir Kári en hann varð að hætta knattspyrnuiðkun vegna þrálátra meiðsla, aðeins 24 ára. Upp úr stendur hjá honum Íslandsmeistaratitill árið 1979, fyrsta sumarið hans í meistaraflokki, þá á 17. ári. „Þetta var eftirminnilegt sumar, 1979. Við vorum þjálfaralausir og með fámennt lið alveg þar til tímabilið byrjaði, þá var skrapað saman í lið og Viktor Helgason tók við þjálfuninni og stýrði okkur til sigurs,“ segir Kári, en Eyja- menn urðu síðan að bíða í 18 ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli. Öll þessi afrek verða vafalítið rifjuð upp í golfskálanum í Eyjum í kvöld, og fleiri til, að sögn afmælisbarnsins. bjb@mbl.is Kári Þorleifsson vallarstjóri 50 ára Eyjamaður Kári Þorleifsson lék knattspyrnu með ÍBV á árum áður og er enn viðloðandi fótboltann sem vallarstjóri í Vestmannaeyjum. Ekki enn yfirgefið fótboltavöllinn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Arnþór Páll Hafsteinsson, Jóhann Egill Jóhannsson, Patrekur Pétursson og Ægir Ranjan Hreinsson gengu í hús á Seltjarnarnesi og söfnuðu dóti. Þeir héldu svo hlutaveltu á Eiðistorgi og gáfu Barnaspítala Hringsins ágóðann 20.325 kr. Hlutavelta Reykjavík Einar Orri fæddist 5. febr- úar. Hann vó 3.560 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Heba Hans- dóttir og Tómas Orri Einarsson. Nýir borgarar Reykjavík Svandís Sif fæddist 9. des- ember kl. 20.59. Hún vó 4.520 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Elsa Petra Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson. Ó lafur Pétur fæddist á Blönduósi og ólst upp í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1982, prófi í véla- verkfræði frá HÍ 1987, meistara- pófi í verkfræði frá Danska tækniháskólanum í Lyngby (DTU) 1989 og hlaut Ph.d.-gráðu í verk- fræði frá sama skóla 1994. Verkfræðiprófessor frá 2007 Að loknu námi hefur Ólafur Pét- ur starfað við Háskóla Íslands, fyrst sem sérfræðingur, fræðimað- ur og dósent og frá árinu 2007 sem prófessor. Ólafur Pétur hefur gegnt ýms- um trúnaðar- og stjórnunar- störfum fyrir Háskóla Íslands. Hann sat í jafnréttisnefnd HÍ Ólafur Pétur Pálsson, prófessor og deildarforseti - 50 ára Skírn Ólafur Pétur og Ragnheiður Inga, ásamt stórfjölskyldunni í tilefni skírnar Karls Hákonar, árið 2003. Lífsglaður og lipur fjölskyldufaðir Á ferðalagi Ólafur Pétur ásamt börnunum í Ásbyrgi, sumarið 2003.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.