Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Hreppsnefnd Súða- víkurhrepps hafnaði árið 2004 viðræðum um sameiningu sveit- arfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum. Í bókun frá fundi hreppsnefndarinnar frá 2. apríl segir m.a.: „Með vísan til íbúa- þings Súðavík- urhrepps er haldið var 14. mars sl. þar sem um 30% íbúa mættu og tóku þátt höfnuðu íbúar umræðu um mögulega sam- einingu Súðavíkurhrepps við að- liggjandi sveitarfélög. Ástæður þess eru margþættar, m.a. er sveitarfélagið fjárhagslega sterkt og hefur góða burði til að takast á við krefjandi verkefni þess.“ Bókunin var samþykkt sam- hljóða. Þetta er rifjað hér upp með það í huga að Súðavíkurhreppur fékk á dögunum 10 milljóna króna styrk úr ríkissjóði til að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust af gróðureldunum í Laug- ardal í Ísafjarðardjúpi í lok sl. sumars. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hefur gefið það út að kostnaðurinn sé í heild rúmar 20 milljónir sem samsvarar um fjórðungi útsvars- tekna hreppsins á ársgrundvelli. Auðvitað gleðjumst við þegar samfélagshjálpin er annars vegar, en málið hefur fleiri hliðar. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps valdi það að sameinast ekki stærri heild árið 2004. Það dugar ekki þegar rekstur sveitarfélags er annars vegar að taka svona ákvörðun á gömlu hugsuninni „það reddast“. E.t.v. hafa aðilar séð að ekki gengur þannig hugafar því aftur var upp á teningnum fyrir vestan árið 2009 að kanna sameining- armál. Hundraðdaganefnd, skipuð full- trúum sveitarstjórna sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, Bol- ungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarð- arbæjar og Súðavík- urhrepps, fólu ráðgjafarfyrirtækinu Melland Partners að vinna að skoðun á kostum þess og göll- um að sameina sveit- arfélögin í eitt. Skýrslan kom út árið 2010. Þar segir m.a. í málaflokknum „Brunamál og bruna- varnir“: „Málaflokknum er vel sinnt og hann í heild sinni í góðu lagi bæði í þétt- býli og dreifbýli.“ Í sömu skýrslu segir: „Slökkvi- liðsstjóri er í 10% starfi og sinnir einnig eldvarnaeftirliti og fræðslu. Einn slökkviliðsbíll. Ráðum illa við stóra bruna eða mengunarslys. Auknar kröfur sem öllum slökkvi- liðum er gert að hlíta. Aukin sam- vinna um málaflokkinn.“ Með það í huga sem hér er sett fram vaknar sú spurning hvort ósanngjarnt hafi verið að styrkja Súðavíkurhrepp vegna gróðureld- anna í Laugardal sem slökkviliðið þeirra réð ekki nægjanlega vel við. Hvað með Hringrásarbrunann í Reykjavík sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í sameig- inlegu slökkviliði urðu að greiða án ríkishjálpar? Áleitin spurning kemur upp, Súðvíkingar vilja ekki vera með í stærri heild og ættu því að axla ábyrgð sem því fylgir að vera sveitarfélag með öllum skyldum þess. Öll málefni hafa fleiri en eina hlið. Þetta er framsetning máls sem einnig hefur fleiri en eina hlið. Súðavíkurhreppur, sem og mörg önnur sveitarfélög, hefur ekki burði til að fást við stóráföll sem fylgja miklum eldsvoðum. Óhætt er að setja fram að ekkert sveitar- félag í landinu hefur bolmagn til að standa straum af stóru áfalli. Dæmin sanna að við Íslendingar stöndum saman þegar gera þarf upp stórt áfall, við eru góð í þess- um efnum. Varðandi gróður- og skógarelda gera allir aðilar sem koma að mál- inu sér ljóst að hefja þarf heild- stæða vinnu sem skilar af sér áætlunargerð um forvarnastarf vegna gróðurelda og eftirvinnu ef stóráfall verður. Heilmikil vinna hefur farið fram í landinu varðandi umræðu um forvarnir. Félag slökkviliðsstjóra (FSÍ) hefur skoðað málið frá ýms- um hliðum og skógarbændur í landinu hafa rætt þessi mál á ýmsum þingum. Mannvirkj- astofnun hefur tekið málið upp og nú á dögunum kom fram að þing- menn ætla að leggja fram ályktun um málefnið. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið samfara þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á gróð- urfari hér á landi. Nú er komið að því að sameina þessa umræðu í einn farveg þar sem allir aðilar koma saman og byggja á þeim grunni sem til er fyrir. Þessi mál verða m.a. rædd á málþingi sem forystumenn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga efna til á næstunni. Stjórn sambands- ins, með formann sinn í far- arbroddi, samþykkti á fundi sínum 7. sept. sl. að standa að þinginu í samvinnu við þá aðila sem láta sig málið varða. Aðalumræðuefnið verður geta samfélagsins, sveitar- félaga og ríkis til að takast á við stórbruna af völdum gróður- og skógarelda. Er átt við getu þeirra á öllum sviðum málaflokksins, þ.m.t. kostnaðarhliðin eftir áfall. Vonandi verður niðurstaða mál- þingsins upphaf að öflugri vinnu sem nýtast mun öllum aðilum við uppbyggingu landsins þar sem til- lit er tekið til þess mikla vágests sem eldurinn er. „Það reddast“ – Gróður- og skógareldar Eftir Kristján Einarsson » Óhætt er að setja fram að ekkert sveitarfélag í landinu hefur bolmagn til að standa straum af stóru áfalli. Kristján Einarsson Höfundur er slökkviliðsstjóri Bruna- varna Árnessýslu og stjórnarmaður í félagi slökkviliðsstjóra. ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. Kristján Davíðsson Óskum eftir verkum Kristjáns Davíðssonar í sölu fyrir viðskiptavini okkar. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Jónsson í síma 8632121 eða gudmundur@listamenn.is. Listamenn innrömmun og gallerí Skúlagötu 34 sími 5611995 Seth Godin Invisible or Remarkable? Skráning og nánari upplýsingar á imark.is ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.