Morgunblaðið - 17.11.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Óbundið, laust mál Litlatrés,
ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun
og orðavali, er einn samfelldur
óður til lífsins, óður til ástarinnar,
óður til náttúrunnar, óður til
Borgarfjarðar — en jafnframt
slóttug lýsing á sárri einsemd og
þeim vanda mannsins að finna
sér merkingu á ævikvöldinu.
Óvenjuleg bók —
og ógleymanleg!
„Þetta er mannbætandi texti.“
~Ísak Harðarson
www.tindur.is
www.facebook.com/litlatre
KOMIN
í verslanir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veturinn er svo sannarlega genginn í garð,
einkum fyrir norðan. Þessi mynd er tekin í
Grímsey um tíuleytið á fimmtudagskvöld.
Vestanbrimið skall á hafnargarðinum og
vindhraðinn var líklega 25-30 metrar á
sekúndu.
Búast má við slæmu ferðaveðri um landið
norðanvert í dag. Veðurstofa Íslands spáir
norðvestan og norðan 13-20 og snjókomu norð-
an til í dag, hvassast og úrkomumest verður á
annesjum en norðvestlæg átt, 5-13, og stöku él
syðra. Norðan og norðvestan 10-18 og snjó-
koma eða él N-til en sums staðar hvassara,
hægari syðra. Heldur á að draga úr vindi á
Vestfjörðum seint í kvöld. Í gærkvöldi lýsti
Veðurstofan yfir hættustigi vegna snjóflóða-
hættu á Ísafirði. Rýma þurfti reit 9 sem engin
föst búseta er á en þar er iðnaðarhúsnæði. Þá
var lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu
fyrir aðra hluta af norðanverðum Vestfjörðum
og fyrir Mið-Norðurland.
Tígulegt brim við höfnina í Grímsey
Ljósmynd/Anna María Sigvaldadóttir
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Adolf Guðmundsson, stjórnarformað-
ur Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að ekki sé búið að úti-
loka þann möguleika að beita
verkbanni í kjaradeilunni við sjómenn
en LÍÚ frestaði í gær atkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna sinna um
bannið. Hann vísar því á bug að með
hótun um verkbann sé verið að þrýsta
á ríkisstjórnina vegna hækkunar
veiðigjalds.
LÍÚ samþykkti á aðalfundi sínum í
lok október atkvæðagreiðslu um
verkbann og fékk til þess heimild hjá
Samtökum atvinnulífsins 5. nóvem-
ber. En hvað hefur breyst?
„Það hefur ekkert breyst og ekki
heldur frá aðalfundinum,“ segir
Adolf. „Málið er að við þurftum að
sækja heimildina til SA vegna þess að
umboðið til að leita eftir atkvæða-
greiðslu er hjá þeim. Samþykkt var á
aðalfundinum að stjórnin ætti að
ákveða dagsetningu eftir að hafa leit-
að eftir því hvort við næðum einhverri
niðurstöðu með sjómönnum. Það er
búið að reyna það í tvígang og það
næst engin niðurstaða. Stjórnin hefur
núna ákveðið að taka ekki ákvörðun
um dagsetningu.
Samþykkt aðalfundar stendur
En aðalfundarsamþykktin og verk-
bannsheimildin standa eftir sem áður.
Það er bara mat manna að taka ekki
ákvörðun að svo stöddu en í raun og
veru hefur ekkert breyst, við bíðum
með ákvörðun.“
Þess má geta að Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands
Íslands, hefur bent á að sjómenn hafi í
verkföllum verið sakaðir um að stofna
erlendum mörkuðum í hættu. Gildir
ekki það sama um verkbann?
„Útgerðarmenn hafa í raun ekki
beitt algeru verkbanni síðan á sjötta
áratugnum en hins vegar gegn vél-
stjórum eða skipstjórnarmönnum eft-
ir að verkfall hefur verið boðað,“ svar-
ar Adolf. „En við erum búnir að vera
með lausa samninga í tæp tvö ár og
verkefnið hleypur ekkert frá okkur.
Það er ekki rétt að við séum að
beina þessu gegn stjórnvöldum, það
væri ólögmætt ef við beittum slíkum
aðgerðum gegn þeim til að fá þá til að
breyta lögum. En það hentar kannski
í pólitíkinni að búa til einhverja grýlu
úr okkur.“
Kröfugerðin sé skýr og hafi verið
mörkuð þegar fyrir tveim árum. En
engin launung sé á því að hækkunin á
veiðigjaldinu hafi fyllt mælinn. Ekk-
ert útgerðarfyrirtæki þoli til lengdar
að borga allt að 65% af framlegð í
veiðigjald og mörg smærri fyrirtæki
þoli það ekki einu sinni til skamms
tíma. „Þegar búið er að raska hluta-
skiptum með þessum hætti þarf að
ræða það en við erum ekkert að segja
að sjómenn eigi að taka þetta allt á
sig,“ segir Adolf Guðmundsson.
„Við bíðum með ákvörðun“
Stjórnarformaður LÍÚ segir að krafan sé ekki að sjómenn taki á sig allan skell-
inn sem mikil hækkun á veiðigjaldinu sé fyrir útgerðina Fresta atkvæðagreiðslu
En það hentar
kannski í póli-
tíkinni að búa
til einhverja
grýlu úr okkur.
Adolf
Guðmundsson
Pólfoss, frystiskip Eimskipafélagsins, strandaði við eyj-
una Altra í N-Noregi í gærmorgun. Skipið er óskemmt en
það strandaði í malar- og sandfjöru. „Það er búið að kafa
undir skipið og eins og við bjuggumst við eru ekki
skemmdir á því,“ segir Ólafur William Hand, upplýsinga-
fulltrúi Eimskips. Níu skipverjar eru í áhöfn en engin slys
urðu á fólki. Þá urðu ekki skemmdir á farminum, 1800
tonnum af frosnum fiski, og engin olía lak úr skipinu.
Fljótlega eftir strandið greindi norska ríkisútvarpið
frá því að stýrimaður skipsins hefði sofnað. „Það hefur
verið staðfest af norskum yfirvöldum að hann sofnaði,“
sagði Ólafur í samtali við Mbl.is í gærkvöldi og bætti við
að það væri ástæða óhappsins.
Í gærkvöldi lá skipið við höfn í Sandnessjoen en skipið
var á leið til Álasunds þegar óhappið varð. Pólfoss heldur
áleiðis til Álasunds um leið og skýrslutökum lýkur en
Ólafur átti von á því að grænt ljós fengist í gærkvöldi eða
snemma í dag. „Venjulega ganga svona skýrslutökur
hratt fyrir sig þegar engin slys verða á fólki né skemmdir
á skipi eða náttúru.“
Pólfoss óskemmdur eftir
að hafa strandað við Noreg
Mynd/Eimskip
Lán í óláni Níu manna áhöfn sakaði ekki þegar skipið
Pólfoss strandaði í gær í malar- og sandfjöru við Noreg.
Stýrimaðurinn sofnaði
Engin slys urðu á fólki
Lagt var hald á verulegt magn af
fíkniefnum við húsleitir í Kaup-
mannahöfn, að sögn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Tveir menn,
Íslendingur og Pólverji, hafa verið
úrskurðaðir í fjögurra vikna gæslu-
varðhald í
þágu rann-
sóknarinnar,
sem er unnin í
samvinnu við
lögregluliðin á
höfuðborgar-
svæðinu og
Suðurnesjum.
Lögreglan í
Kaupmanna-
höfn segir að
lagt hafi verið hald á hálft kíló af
kókaíni, tæplega 41.000 e-töflur og
26.500 dali í reiðufé á fimmtudag.
Fram kemur í tilkynningu að
mennirnir, Íslendingur á þrítugs-
aldri og Pólverji á fertugsaldri, bú-
settur hérlendis, hafi verið hand-
teknir í Kaupmannahöfn á fimmtu-
dag en báðir hafi áður komið við
sögu hjá lögreglu. Par var handtekið
á Íslandi og yfirheyrt vegna málsins,
en maðurinn var handtekinn við
heimkomu frá Kaupmannahöfn.
Hann er íslenskur, rétt eins og kon-
an, en bæði eru þau á þrítugsaldri.
Rannsókn málsins, sem snýr m.a.
að því hvort flytja hafi átt fíkniefnin
til Íslands, hefur staðið yfir í nokk-
urn tíma og framkvæmdar hafa ver-
ið fjórar húsleitir hérlendis vegna
þessa. kjon@mbl.is
Fundu
mikið af
fíkniefnum
Íslendingur og Pól-
verji í haldi í Danmörku
Fiskistofa hefur lokið álagningu
gjalds vegna umframafla strand-
veiðibáta í ár. Alls nemur upphæðin
um 26,5 milljónum sem greiðast í
Verkefnasjóð sjávarútvegsins.
Í strandveiðum er lagt á gjald sem
nemur verðmæti þess afla sem var
umfram 650 þorskígildiskíló í veiði-
ferð, skipt hlutfallslega eftir teg-
undum. Lagt var á fyrir hvern mán-
aðanna fjögurra og tilkynningar
sendar mánaðarlega. Alls voru 1.028
tilkynningar sendar út.
Í fyrra voru sendar út 969 tilkynn-
ingar og nam samanlögð upphæð
gjaldsins þá um 24,7 milljónum.
aij@mbl.is
26,5 millj-
ónir í sektir