Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 49
legu. Kynni okkar hófust árið 1974 þegar ég var að byggja hús yfir fjölskylduna í Birkihlíðinni á Sauðárkróki og mikið lá við að geta flutt inn þar sem húsnæðis- ekla var á Króknum. Ég var til sjós á þessum tíma og í einni inniverunni fór ég á fund framkvæmdastjóra Trésmiðjunn- ar Borgar, sem var Kári og fal- aðist eftir því að hann tæki að sér að smíða hurðir í húsið. Kári tók þessu vel og var þetta fastmælum bundið. Stuttu síðar átti ég tal við útibússtjórann hjá bankanum sem hjálpaði mér við að fjár- magna byggingu hússins og þar var mér tjáð að ég færi of geyst í fjárfestingar og yrði að hægja á. Ég fór heldur sneyptur á fund Kára og sagðist verða að hætta við hurðarkaupin. Kári tók þessu með stakri ró, sagði að við skyld- um sjá til, þetta myndi allt redd- ast. Hurðirnar voru smíðaðar og afhentar og síðan greiddar með víxlum sem voru framlengdir nokkrum sinnum en allt fór vel að lokum. Þannig var Kári, sérstak- lega lipur í mannlegum samskipt- um og þar fyrir utan listasmiður og skipuleggjandi. Eftir að ég hætti til sjós urðu samskipti okkar meiri og eru þeir ófáir veiðitúrarnir sem við fórum í, einir, með öðrum vinum okkar og börnum í gegnum árin. Kári var alla tíð, að eigin sögn, með bíladellu og átti nánast alltaf jeppa sem hann beitti af snilld í svona túrum og hafði gaman af. Innan Lionsklúbbs Sauðárkróks unnum við saman að ýmsum verk- efnum okkur báðum til ánægju. Þar má helst minnast bílastæða- nefndarinnar sem við vorum í ár- um saman, en nefnd þessi innan klúbbsins sér um málun bílastæða í fjáröflunarskyni og lengi vel hinn árlega Þorrafund klúbbsins. Einnig er vert að minnast sam- verunnar innan Stangveiðifélags Sauðárkróks og í þriðjudagskaffi- klúbbnum, meðan var og hét, sem hvoru tveggja veittu lífinu gildi. Kári var sérstaklega hjálpleg- ur og bóngóður og fór ég ekki var- hluta af því. Það eru ekki ófá handtökin sem hann á í Birkihlíð- inni og ekki var nóg með að hann hjálpaði mér, heldur nutu börn mín líka góðs af. Í eitt skiptið fékk ég hann til að koma með mér til Hollands í vikutíma til að park- etleggja íbúð dóttur minnar sem þar býr. Þetta var hin skemmti- legasta vinnu- og skemmtiferð sem við höfðum báðir gaman af. Ég reyndi að hjálpa eitthvað á móti en fannst alltaf á Kára hallað í þessum málum. Þegar ég hitti Kára á Landspítalanum nokkrum dögum áður hann dó fannst mér hann ekki vera að fara neitt nema norður þegar hann braggaðist. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Við Magga vottum fjölskyldu Kára okkar dýpstu samúð á erf- iðum tímum og kveðjum góðan vin með góðum minningum og söknuði. Páll Pálsson. Vinur okkar og bekkjarfélagi lagði snögglega upp í sína hinstu för í síðustu viku. Minningar hrannast upp frá glöðum bernsku- og æskuárum á Króknum þar sem Kári var hrók- ur alls fagnaðar í leik og námi, hann var vinur vina sinna og ætíð tilbúinn að leggja gott til mál- anna. Alltaf var hann í góðu skapi og stundum uppátækjasamur á sinn græskulausa hátt og aldrei nein lognmolla í kringum hann. Eins og gengur dreifðumst við í ýmsar áttir á unglingsárunum en alltaf hefur haldist sterkur strengur vináttu og samstöðu sem hefur eflst með árunum. Kári kaus sér að læra trésmíð- ar og helga krafta sína heima- byggðinni, hann giftist henni Huldu sinni úr bekknum okkar og saman gengu þau sinn æviveg en hún lést eftir erfið veikindi fyrir rúmlega ári. Þau byggðu sér fal- legt hús á Smáragrundinni og ólu þar upp þrjú yndisleg börn. Þar naut hópurinn okkar gestrisni þeirra. En lífið er hverfult og við illi- lega minnt á að okkur er skapað að skilja. Það verður sárt að hitta ekki vin okkar Kára á næsta bekkjarmóti í Skagafirðinum, heyra ekki hressilega hláturinn og dásamlegu sögurnar sem runnu upp úr honum og finna ekki gleðina í nálægð hans. Við þökkum þér, kæri vinur, samfylgdina og óskum þér góðrar ferðar til eilífðarlandsins. Við sendum ykkur í fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og hugsum til ykkar á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Jósefína Hansen. Kveðja frá vinnufélögum Það er stutt bilið milli lífs og dauða. Á það vorum við sem störf- um hjá Trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki minnt fyrir fáum dögum þegar félagi okkar og vin- ur til áratuga, Kári Skarphéðinn Valgarðsson, var burtu kvaddur „meira að starfa Guðs um geim“. Við vissum ekki annað en hann væri á leiðinni í langþráða golf- ferð með yngri syni sínum og tengdafólki hans þegar fregnin barst um að hann hefði verið lagð- ur inn á sjúkrahús og eftir ör- stutta sjúkrahúslegu hefði lífs- klukka hans stöðvast. Slíkar fregnir verða oftast til þess að fólk staldrar við og minnist lið- inna stunda. Kári Valgarðsson var afskap- lega góður félagi, bæði á vinnu- stað, sem í félagsstarfi og tóm- stundum. Hann hafði, þegar hann lét af störfum fyrr á þessu ári, verið um hríð einn eftir af þeim hópi manna, sem starfað höfðu á Trésmiðjunni Borg frá stofnun hennar. Lengi vel var hann verkstjóri á verkstæðinu og um hríð gegndi hann starfi framkvæmdastjóra. Síðustu árin hafði hann umsjón með innihurðasmíði á verkstæð- inu, sem er talsvert stór hluti af verkefnum þess, og þar naut sín vel áhugi hans á tölvuforskrift, en hann var alla tíð mjög áhugasam- ur um þá grein og átti gott með að tileinka sér tölvutækni við stjórn flókinna trésmíðavéla. Kári átti sérstaklega gott með að starfa með ungu fólki og flestir eða allir sem vinna á þessum vinnustað eiga góðar minningar um það hversu vel hann tók nýj- um starfsmönnum og nemum, lagði sig fram um að kynna þeim iðngreinina og var þeim góður bandamaður bæði í sókn og vörn. Fyrir bragðið átti hann ótrúlega stóran hóp vina af nánast öllum kynslóðum, sem mátu það og virtu hvað hann var í senn for- dómalaus og leit á alla sem jafn- ingja sína. Sem verkstjóri hafði hann sérstaka ánægju af því að leysa flókin verkefni og því meir sem þau kröfðust meiri hug- kvæmni við úrlausnina. Á vinnustað var Kári eins og fyrr greinir bæði glaður og já- kvæður maður. Hann var eftir- minnilegur sagnamaður, sagði vel frá og hló hátt og hjartanlega þegar gamanmál bar á góma. Við vinnufélagar Kára eigum bara góðar minningar um hann. Við munum því sakna vinar í stað, þegar við eigum ekki lengur von á honum í kaffistofuna til að taka með okkur létt spjall um lífið og tilveruna. Með þessum fáu orðum viljum við votta minningu hans virðingu okkar og þökkum honum áratuga vináttu og samvistir. Jafnframt er hugur okkar með ástvinum hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum sem hafa með skömmu millibili þurft að horfa á bak þeim báðum, Kára og Huldu, konu hans, sem lést í ágúst á síð- asta ári. Víst er að minningin um góðan dreng og glaðværan félaga mun lifa í hjörtum okkar. F.h. vinnufélaga á Trésmiðj- unni Borg, Sigurgísli Kolbeinsson. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 ✝ SigurgeirRagnarsson fæddist á Grund í Nesjahreppi 5. október 1929. Hann lést 7. nóv- ember 2012. Foreldrar hans voru Ragnar Gísla- son, bóndi á Grund í Nesjahreppi, f. 9. janúar 1902, d. 8. mars 1947, og Rannveig Sigurðardóttir, hús- freyja, f. 13. júlí 1895, d. 20. apríl 1983. Systkini Sigurgeirs eru: Anna Margrét, f. 12 nóvember 1934, d. 10. októ- ber 2002. Gísli, f. 1931, d. 1941. Ásta, f. 20. maí 1940. Sigurgeir bjó á Grund allt sitt líf ásamt Ástu systur sinni og stundaði þar búskap. Útför Sigurgeirs fer fram frá Bjarnaneskirkju, Nesjum í dag, 17. nóvember 2012 og hefst at- höfnin kl. 14. Kveðja. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Blessuð sé minning Sigurgeirs Ragnarssonar. Hrólfur Sumarliðason. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu Hjálmar.) Fallin er nú frá ein af eftir- minnilegustu persónum sinnar kynslóðar á Hornafirði, hann Siggi á Grund. Já, hann setti svo sannarlega lit á mannlífið í Nesj- um hann Siggi – það munum við glöggt sem nú sjáum á eftir góð- um vini. Hann var kannski ekki stórt númer í þjóðfélagsstiganum, enda sóttist hann ekki eftir því og það var svo fjarri honum að berast á eða sækjast eftir vegtyllum af einhverju tagi. Hann var frekar hlédrægur en undi sér þó vel í góðra vina hópi og í góðum félagsskap enda var hann vinur allra sem honum kynntust. Siggi var einstaklega bóngóður og hjálpsamur við alla – og sagði einatt bara já já við öllu því sem hann var beðinn um enda var nei vart til í hans orðabók. Ævinlega var hann boðinn og búinn til að skutlast með fólk í kaupstað eða hvað annað sem hann var beðinn um og ófáar ferðirnar var hann búinn að fara með okkur Sunnu- hvolsfólkið sem og aðra Nesja- menn út á Höfn til að erindast. Aldrei vildi Siggi þiggja gjald fyrir þessa snúninga, hann krafðist einskis af öðrum, enda safnaði hann hvorki auði né hefðarvöld- um. Hans persónulegu þarfir voru ekki miklar né stórvægilegar, helst að hann þægi nokkra dropa af bensíni á bílinn eða lögg á vasa- fleyg fyrir greiðann. Já, það eru margir sem eiga honum þökk að gjalda og um leið og við vottum Ástu systur hans og fjölskyldunni allri dýpstu samúð þá viljum við fjölskyldan frá Sunnuhvoli að leiðarlokum þakka Sigga fyrir áralanga vináttu, greiðasemi við okkur og hjálp. Ásta Karlsdóttir. Sigurgeir Ragnarsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLÍNA KARLSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugar- daginn 10. nóvember, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Auðlind, náttúrusjóð. Bankareikningur Auðlindar er: 0325-13-301930, kt. 580408-0440. Óli Örn Andreassen, Annette T. Andreassen, Inga Lovísa Andreassen, Matthías Viktorsson, Karl Andreassen, Elma Vagnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLINGS DAGSSONAR, fv. aðalbókara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík. Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal, Kristrún Erlingsdóttir, Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir, Kjartan Erlingsson, Grétar Örn Erlingsson, Bryndís Anna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, KRISTÍN STEINARSDÓTTIR kennari, Bleikjukvísl 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrkarreikning vegna sjálfstæðrar búsetu dóttur hennar Nínu Kristínar, nr. 313-22-001282, NKS ehf., kt. 620910-0150. Sigurbjörn Magnússon, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir, Steinarr Guðjónsson, Elsa Pétursdóttir, Björg Steinarsdóttir, Gísli V. Guðlaugsson, Rakel Steinarsdóttir, Bryndís Steinarsdóttir, Hermann Hermannsson. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, VALDIMAR HILMARSSON, Langholtsvegi 8, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum aðfaranótt mánudags 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Guðjóna Valdimarsdóttir, Grétar Friðleifsson, Höskuldur Hilmarsson, Oddfríður Ingvadóttir, Þór Ingi Hilmarsson, Elzbeita Konkol, Kristjón Grétarsson, Nína Þórarinsdóttir, Gréta Grétarsdóttir, Davíð Jón Kristjánsson og systkinabörn. ✝ Okkar kæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR JÓHANNSSON, Skúlaskeiði 32, Hafnarfirði, lést mánudaginn 12. nóvember á Sólvangi, Hafnarfirði. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfríður Finnbogadóttir. ✝ Elsku dóttir mín, móðir, amma og systir okkar, UNNUR PÉTURSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu, Ottawa, sunnudaginn 28. október. Kveðjuathöfn verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00. F. h. dætra, barnabarna, tengdasonar og fjölskyldu okkar, Kristín B. Sveinsdóttir, Ljósheimum 18, Reykjavík. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR KRISTJÁNSSON klæðskerameistari, lést á Landspítala, Fossvogi, mánudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SVEINBJÖRNS JÓHANNESSONAR, Heiðarbæ í Þingvallasveit. Steinunn E. Guðmundsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Auðunn Arnórsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Ólöf Björg Einarsdóttir, Helga Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Helgi Vigfússon, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Borghildur Guðmundsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.