Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 28
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjör er í byggingaframkvæmdum í Kópavogi þessa dagana og ástandið gjörbreytt frá tímabili kyrrstöðu eftir efnahags- kollsteypuna haustið 2008. Víða er verið að slá upp, steypa og gera lóðir til- búnar í bænum. En hvað skýrir þetta fram- kvæmdafjör? „Við höfum alltaf sagt að Kópavogur sé einstaklega vel staðsettur, á miðju höfuðborgarsvæðisins. Fólk er farið að meta það mikils,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. „Það er uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði og þjónustustigið er hátt hjá okkur. Við erum með tilbúnar lóðir sem tengjast beint við innviði bæjarins, skóla, leikskóla, félagsmiðstöðvar og íþróttamannvirki. Þá fundum við greinilegan kipp þegar nýr meiri- hluti tók við, enda boðaði hann aukna áherslu á uppbyggingu og framsækni bæjarfélagsins.“ Ármann segir þessa þætti og fleiri gefa Kópavogi forskot í sam- keppninni milli sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Hann segir fólk sækja í að koma börnum sínum í skóla bæjarins og kannanir sýni gott ástand á meðal ungmenna í bænum þegar horft er til vímu- efnaneyslu og fleiri þátta. Íþrótta- félögin í bænum hafi einnig staðið sig einstaklega vel. Bæjaryfirvöld gripu einnig til aðgerða til þess að örva framkvæmdir í bænum. „Við breyttum greiðsluskilmálum og liðkuðum fyrir lóðakaupum,“ segir Ármann. Skilmálum var breytt þannig að fólk gæti verið með lægra byggingarmagn á lóð- unum. Við það lækkuðu bæði gjöld og byggingarkostnaður. Lán bæjar- ins vegna lóðasölu bera ekki vexti í sex mánuði eftir lóðakaup til að gefa kaupendum svigrúm til að ganga frá teikningum og öðrum undirbún- ingi. Fyrsta afborgun af lóðakaup- Morgunblaðið/Golli Lundur Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Lundi og hugur í mönnum að halda áfram með Lund 17-23 með 52 íbúðum. Búið er að byggja Lund 1 og 3 með samtals 76 íbúðum sem flutt er inn í. Verið er að flytja inn í Lund 86-92 þar sem eru 52 íbúðir og framkvæmdir hafnar við Lund 2, 4 og 6 með samtals 60 íbúðum. Í Lundi 25 verða ellefu íbúðir. Þá eru ótalin rað- og parhús á svæðinu. Framkvæmdafjör í Kópavogi  Íbúðarhús af öllum stærðum og gerðum eru í byggingu í Kópavogi  Bærinn hefur selt lóðir fyrir um tvo milljarða á þessu ári  Búið er að úthluta 78 lóðum á þessu ári fyrir hús með 386 íbúðum Morgunblaðið/Golli Þorrasalir Íbúar eru fluttir inn í nýtt 32 íbúða fjölbýlishús að Þorrasölum 1-3. Framkvæmdir eru hafnar við Þorrasali 5-7. Morgunblaðið/Golli Rjúpnahæð Nokkur hús með sérbýli eru risin á Rjúpnahæð og framkvæmdir við fleiri slík að hefjast. Þaðan er mjög víðsýnt. Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Jarðvinnuvélar eru víða í gangi við að undir- búa lóðir fyrir byggingaframkvæmdir í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson. Morgunblaðið/Golli Kópavogstún Miklar framkvæmdir eru í hjarta Kópavogs. Verið er að endurbyggja hús með 30 íbúðum, 18 íbúða fjölbýlishús er í byggingu og búið er að úthluta lóðum fyrir þrjú fjölbýlishús að auki á Kópavogstúni. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.