Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Fyrrverandi fimleikastjarnan Jenna Hvítfeld hefur allt: útlitið, kynþokkann, greindina og framann. En smám saman rennur upp fyrir henni að ekkert er eins og hún hélt, sjálf lygin kvíslast líkt og eitur … FJÖLSKYLDU DRAMATÍK hjá yngri heimilunum. Geta slíkar hækkanir því vegið á móti kaup- máttaraukningu í gegnum kjara- samninga með því að rýra eigna- stöðuna og hækka greiðslubyrði lána. En skyldu heimilin sýna orðið aukið aðhald? Auka neysluna á nýjan leik Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, kveðst ekki sjá merki um að heimilin noti kortin minna en áður. „Við sjáum það ekki í notkun kortanna. Veltan hefur verið að aukast undanfarin tvö og hálft ár. Þannig að það er vöxtur. Um sum- arið 2010 sáum við að fólk var aftur farið taka svonefnd þægindalán á BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Líkt og hjá fyrirtækjum leiðir of mikil skuldsetning heimila til þess að geta þeirra til að takast á við áföll minnkar. Það segir sig sjálft,“ segir Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Gamma. Tilefnið er grafið hér til hliðar en það sýnir þróun skulda heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Leiðir það í ljós að hlutfallið hefur tólffald- ast síðan 1980, úr 20,6% í 242,4%. „Ein skýring á efnahagshruninu 2008 er almenn gírun heimila og fyrirtækja […] Sú þróun varð um allan heim að aðgangur að lánsfé varð greiðari en tíðkaðist fyrr á ár- um. Að einhverju leyti jókst pen- ingamagnið í meðförum bankakerf- isins.“ Tekið skal fram að í september 2003 var tekin upp sjálfvirk lána- flokkun skv. ÍSAT 95 staðli og hafði það m.a. þau áhrif að útlán lánakerf- isins til sveitarfélaga og atvinnuvega hækkuðu, en lán til heimila lækk- uðu. Greiðslukortin koma Tilkoma greiðslukorta gerði al- menningi kleift að kaupa vörur og þjónustu fyrir lánsfé. Það hófst með því að Kreditkort hf. var stofnað ár- ið 1980 en það var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð upp á kreditkort. Samkeppnisaðilinn, VISA Ísland, varð til árið 1983 en félagið var stofnað af 5 bönkum og 13 sparisjóð- um. Það var svo rúmum áratug síðar sem bílalán komu til sögunnar, líkt og rakið er í greininni hér fyrir neð- an, og juku aðgengi að lánsfé frekar. Þá tók lánshlutfall á fasteignalán- um að hækka á tíunda áratugnum en sú þróun náði hámarki með 100% fasteignalánum á bóluárunum. Verðtrygging var tekin upp á Ís- landi árið 1979 og var vísitöluteng- ing launa afnumin nokkrum árum síðar. Eins og Valdimar nefnir hafa breytingar á vöxtum og verðbólga mikil áhrif á hag heimilanna enda er skuldsetningin mikil, sérstaklega sölustað og greiða fyrir sjónvörp, húsgögn og snjallsíma með afborg- unum. Það eru jafnframt vísbend- ingar um að nokkur hluti þess hóps sem fékk niðurfærslu skulda vegna gengisdóma hafi skuldsett sig aftur. Það þyrfti að rannsaka hvað sá hóp- ur er stór. Það er augljóslega mikill vilji hjá Íslendingum til að skuld- setja sig,“ segir Haukur um neyslu- mynstrið hér en eins og grafið hér fyrir ofan sýnir hefur skuldahlutfall- ið verið yfir 200% af ráðstöfunar- tekjum heimila síðan 2005 og yfir 100% síðan 1992. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sér aðra þróun í Evrópu. „Evrópsk heimili eru að lækka skuldahlutfall sitt. Það er gegnumgangandi þróun. Nefna mætti Bretland og fleiri lönd í Evr- ópu þar sem hlutfallið hefur farið lækkandi eftir að fjármálakreppan skall á. Skuldsetning heimila er því að ganga til baka eftir að hafa náð sögulegu hámarki. Almenningur er líka ef til vill búinn að átta sig á því að skuldsetningin væri komin út í óefni, hefði gengið of langt. Það sem er líka að gerast í Evr- ópu er að kröfur um greiðslugetu af neytenda- og húsnæðislánum eru að aukast. Við það þrengir að aðgengi að fjármagni. Þetta er kannski ekki skollið á en viðbúið er að þetta gerist eftir tvö til þrjú ár,“ segir Sigurður. Heimilin taka vaxandi áhættu  Hagfræðingur segir heimilin hafa lítið borð fyrir báru ef hagurinn versnar vegna skuldsetningar  Forstjóri Borgunar sér vísbendingar um að niðurfærsla gengislána fari beint út í neyslu aftur Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1980-2011 (%) Breytt lánaflokkun frá árinu 2003. Áætlun fyrir árið 2011. 1980 2011 300 250 200 150 100 50 0 20,6% Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 273,4% 242,4% Morgunblaðið/Ómar Úr Hallgrímskirkjuturni Skuldir heimila hafa aukist mikið. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar ASÍ gerði úttekt á skuldum heimilanna árið 2009 kom í ljós að ungt fólk skuldaði mest sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Þetta má lesa úr neðra grafinu hér til hliðar en tekið skal fram að gögnin eru eldri en í grafinu í fréttinni hér fyr- ir ofan. Gögnin í því ná til 2011. Seðlabanki Íslands gerði viða- meiri úttekt á skuldum heimila og var niðurstaðan birt í apríl í ár. Kom þar m.a. fram að hlutdeild heimila í greiðsluvanda í heildar- húsnæðisskuldum fór í rúm 35% ár- ið 2009 og að hlutdeild sömu heim- ila í heildarbílaskuldum hafði farið yfir 50% sama ár, líkt og sjá má í efra grafinu hér til hliðar. Álykt- uðu skýrsluhöfundar SÍ að heimili í greiðsluvanda virtust hafa „óeðli- lega hátt hlutfall heildarbílaskulda sem [gæfi] til kynna að þær skuldir gegni mikilvægu hlutverki í að koma þeim í greiðsluvanda“. Má í þessu samhengi rifja upp að fjármálafyrirtækið Féfang reið á vaðið með bílalán árið 1987, líkt og Magnús Sveinn Helgason rifjar upp í viðauka við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Áfram sama aðgengi að lánsfé Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, kveðst ekki sjá merki um að draga muni úr aðgengi að lánsfé. „Það var auðvitað lánsfjárbóla hér á landi á árunum 2004 til 2007. Ég tel hins vegar að það verði áfram há krafa um eigið fé eins og er í dag. Ég sé ekki að það sé að fara að breytast, í hvora átt sem það er. Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa verið að minnka út af ýmsum aðgerðum og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif t.d. nýfallinn gengisdómur muni hafa. Við gætum e.t.v. séð áhrif vegna gengislánadómsins koma fram í frekari skuldalækkun hjá heimilum,“ segir Ásdís sem telur að vaxtahækkanir Seðlabankans muni hafa í för með sér að margir lántak- endur kjósi frekar verðtryggð fast- eignalán en óverðtryggð. En grein- ingardeild Arion banka spáir ríflega 5% meðalverðbólgu næstu ár. „Ef það verður 5% verðbólga hefur það auðvitað áhrif á höfuð- stól verðtryggðra lána heimila. Við erum heldur svartsýnni á verð- bólguhorfur en Seðlabankinn. Við teljum að krónan muni áfram eiga undir högg að sækja. Áhrif vegna veikingar krónunnar og frekari verðhækkanir á fasteignamarkaði […] vega þyngst í okkar spá.“ Bílalánin auka skuldir Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hjón og sambúðarfólk eftir aldri Heimild: Hagdeild ASÍ. Úr skýrslunni Skuldir heimilanna, febrúar 2009. Tölur byggja á gögnum frá ríkisskattstjóra. 350% 300% 250% 200% 150% 100% 50% 0% 21 -2 5 26 -3 0 31 -3 5 36 -4 0 41 -4 5 46 -5 0 51 -5 5 56 -6 0 61 -6 5 66 -7 0 71 -7 5 76 -8 0 81 -8 5 86 -9 0 91 -9 5 >9 5 Heildarskuldir Íbúðaskuldir Hlutdeild heimila í greiðsluvanda í heildarhúsnæðisskuldum í % Hlutdeild heimila í greiðsluvanda í heildarbílaskuldum í % Heimild: Gagnasafn Seðlabanka Íslands um stöðu heimila. jan. 07 jan. 07okt.08 okt.08okt.09 okt.09ág. 10 ág. 10des. 10 des. 10 40 35 30 25 20 15 10 5 0 60 50 40 30 20 10 0  Fylgni milli greiðsluvanda og bílalána

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.