Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 50

Morgunblaðið - 17.11.2012, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 ✝ Kristný Pálma-dóttir fæddist í Bolungarvík 2. september 1943. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. nóv- ember 2012. Foreldrar Kristnýjar voru Pálmi Árni Karv- elsson, f. 17.2. 1897, d. 21.2. 1958, og Jónína E. Jóelsdóttir, f. 18.11. 1903, d. 20.11. 1987. Kristný var yngst fimm systkina en þau eru: Guðrún, f. 31.7. 1925, Sigríður Lovísa, f. 12.4. 1929, d. 23.9. 1944, Gestur O.K., f. 25.5. 1930, d. 8.9. 2006, Karvel S.I., f. 13.7. 1936, d. 23.2. 2011. Kristný giftist 1962 Pétri Sig- urðs Runólfssyni, f. 22.6. 1939. Foreldrar hans voru Ólína Bær- ingsdóttir, f. 20.9. 1914, d. 10.1. 1986, og Runólfur Hjálmarsson, f. 4.11. 1912, d. 30.1. 1941. Upp- eldisfaðir Péturs var Sigurður 1968, gift Pétri Oddssyni, börn þeirra eru Kristný og Pétur Tryggvi. Seinni eiginmaður Kristnýjar er Valdimar Lúðvík Gíslason, f. 8.7. 1939. Foreldrar hans voru Margrét Magnúsdóttir, f. 22.1. 1918, d. 20.11. 1997 og Gísli Valdimarsson, f. 30.8. 1914, d. 20.7. 1984. Börn Valdimars eru Lárus Guðmundur, f. 1959, Gísli Ósvaldur, f. 1961, Hálfdán Pét- ur, f. 1963, Ómar, f. 1965, Mar- grét, f. 1967 og Anna Sigríður, f. 1972, barnabörn hans eru 15. Kristný sinnti versl- unarstörfum mestan part starfs- ævi sinnar. Hún unni söng og gekk til liðs við Kirkjukór Bol- ungarvíkur árið 1959 þar sem hún starfaði með kórfélögum sínum allt þar til veikindin gerðu vart við sig. Einnig söng hún í Kvennakór Bolungarvíkur á meðan hann var og hét. Hún var mikil hagleikskona og liggja eftir hana listaverk, m.a. í tré- skurði, gleri og hannyrðum. Hún lét sér annt um sam- ferðafólk sitt þó ekki hefði hún hátt um það, en lét þar verkin tala. Útför Kristnýjar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 17. nóvember 2012, kl. 14. Guðbjartsson, f. 20.8. 1913, d. 11.4. 1995. Kristný og Pétur slitu sam- vistum. Börn þeirra eru: 1) Runólfur Kristinn, f. 1960, kvæntur Eygló Harðardóttur, börn þeirra eru Pétur og Silja. Sambýliskona Péturs er Eva Björk, synir þeirra eru Viktor Andri og Daníel Darri. 2) Jón Pálmi, f. 1961, kvæntur Anniku Olsen, synir þeirra eru Elíesar og Brynjar. Sambýliskona Elíesars er An- gajo. 3) Margrét Lilja, f. 1964, gift Agnari Ebeneserssyni, börn hennar og Svavars Geirs Æv- arssonar eru Pétur Geir og Linda Rut. Börn Péturs Geirs eru Ylfa Dröfn og Tristan Máni. Sambýlismaður Lindu Rutar er Birkir Halldór, dætur þeirra eru Katrín Lilja og óskírð stúlka. 4) Sigurlín Guðbjörg, f. Elsku mamma mín, ég á varla orð til að lýsa líðan minni síðustu þrjá mánuði þar sem annan dag- inn vorum við fullar af bjartsýni en hinn vonbrigðum. Þegar við systkinin vorum lítil saumaðir þú öll föt á okkur og síðan á barna- börnin og ekki af verri endanum, glæsilega kjóla, jakkaföt eða frakka. Ekkert var þér ofviða í saumaskapnum, þér féll aldrei verk úr hendi og ég hef aldrei skilið alla orkuna sem þú hafðir. Seinustu ár hafa ótrúlegustu listaverk orðið til hjá þér, mest- megnis úr gleri, bæði myndir, lampar, skálar og skartgripir. Ég tala nú ekki um fallegu kirkjuna okkar og margt fleira, ótrúlega falleg kort og síðast varstu farin að skreyta kerti og allt unnið af alúð og vandvirkni sem þú varst þekkt fyrir. Elsku mamma mín, það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért horfin frá okkur, þú ert búin að vera svo stór partur af lífi mínu. Við vorum saman í svo mörgu í gegnum árin enda varstu bara eins og ein af heimilisfólkinu hjá mér, komst á hverjum degi og oft á dag ef ömmu- og langömmu- börnin voru í heimsókn. Þú hefur alltaf verið svo einstaklega góð við börnin mín enda hafa þau allt- af litið á þig sem aðra mömmu og þú hafðir alltaf á orði að þér fynd- ist alltaf eins og þú ættir þau enda hafa þau alltaf sótt svo mik- ið í þig. Þú varst svo mikil fjöl- skyldumanneskja og elskaðir að hafa börnin hjá þér og lang- ömmubörnin sem vildu alltaf vera hjá langömmu Kristný, allt- af eitthvað að föndra, fara í laut- arferðir, sund, til berja eða eitt- hvað skemmtilegt. Þú varst ekki ánægð með það þegar ég var að banna Ylfu og Katrínu að fara yf- ir til þín í sumar því mér fannst þú svo þreytt, þú vildir hafa þær hjá þér. Ég vildi óska að þú hefðir fengið að faðma og knúsa litlu langömmudúlluna þína sem fæddist aðeins fimm dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Þú varst búin að bíða eftir henni, það er svo stutt á milli gleði og sorg- ar. Það var þér hjartans mál að við Agnar gengjum í hjónaband og það gerðum við í vor þér til mikillar gleði enda líkaði ykkur sérstaklega vel hvort við annað. Elsku hjartans mamma mín, þú áttir fáa þína líka, alltaf að hugsa um alla hina, ekki bara okkur fjölskylduna þína og ætt- ingja heldur alla sem þér fannst þurfa á aðstoð að halda og þú gætir aðstoðað á einn eða annan hátt. Kirkjan og kórinn átti hug þinn allan og mikið gladdi það þig þegar ég gekk í kirkjukórinn, þú hafðir yndi af söng eins og öll okkar ætt og stoltið leyndi sér ekki þegar litli kórinn okkar söng við vígslu Agnesar til biskups í sumar. Þú varst mjög sátt með nýja prestinn okkar, hana séra Ástu, enda brást það ekki að hún er búin að vera yndisleg bæði við þig, okkur systurnar og alla fjöl- skylduna. Elsku engillinn minn, hjartað mitt er svo fullt af sorg en líka af þakklæti fyrir að hafa átt þig að, þú varst svo miklu meira en mamma mín. Þú varst líka mín besta vinkona, ég átti alltaf vísan stuðning og opinn faðminn hjá þér. Takk fyrir allt og guð geymi þig elsku mamma mín, ég veit að hann launar þér öll þín góðverk. Guð gefi okkur öllum styrk. Þín elskandi dóttir, Margrét Lilja. Elsku hjartans mamma, mikið er ég strax farin að sakna þín. Að hugsa sér lífið án þín; símhring- ingarnar á morgnana til að vita hvernig við hefðum sofið og svo á kvöldin til að bjóða góða nótt. Það huggar mig þó að þú varst ekki hrædd við dauðann. Þú sagðir alltaf að það væri ekki það sem við ættum að hræðast. Þú und- irbjóst okkur svo vel undir lífið og kenndir okkur svo margt. Ég er svo stolt að eiga yndislega dóttur sem ber nafnið þitt og þú varst svo stolt af. Þann 3. ágúst síðastliðinn bankaði illur sjúk- dómur upp á hjá þér og við vorum svo viss um að þú myndir hafa vinninginn, en því miður reyndist svo ekki verða. Sjúkdómurinn var genginn of langt. Þetta voru strembnir þrír og hálfur mánuð- ur sem við börðumst með þér systurnar, en þetta var mikilvæg- ur tími með þér, elsku mamma mín, og finnst mér ég vera heppnasta manneskjan í öllum heiminum að hafa getað eytt hon- um með þér. Það veit guð hvað mér var létt í hjartanu þegar þú sofnaðir svefninum langa eftir erfiða baráttu síðasta sólarhring- inn. Þú gast bara einfaldlega ekki meir. Það eru svo margar minningar sem ég get sagt frá. Minningin um hvað við systkinin vorum allt- af fín í heimasaumuðum fötum, þú varst engum lík, þegar leið að jólum heyrðist glamrið í sauma- vélinni í gegnum svefninn langt fram á aðfangadagsmorgun. Þá var verið að klára einhverja flík- ina eða gardínur, já, jólin voru þinn uppáhaldstími. Það var mik- il gleði hjá barnabörnunum þegar kistan var opnuð til að sækja jóla- skrautið sem átti að fara í eldhús- gluggann og enginn gat skreytt eins fallega og þú gerðir. Samband þitt við börnin og barnabörnin var einstakt. Þú varst einnig svo mikil handverks- kona. Það var prjónað og saumað, skorið út í tré, auk þess sem þú gerðir glermuni svo að eitthvað sé nefnt. Við skildum ekki hvern- ig þú gast einfaldlega gert allt sem þú gerðir með eingöngu 24 tíma í sólarhring. Gjafmildin og umhyggjan fyrir öllum, það voru ófáir sem fengu mömmubrauð, kæfu og kóngabrauð inn um dyrnar fyrir jólin. Allir sem voru einir eða áttu bágt, þú útbýttir gjöfum og stakkst inn nefinu bara til að faðma þó svo að það væri stutt stund. Já, elsku mamma, þú varst yndislegasta mamman í öllum heiminum og held ég að það sé vægt til orða tekið. Umhyggjan fyrir systur þinni, bræðrum og mágkonum, þetta eru svo góðar minningar og hlýjar. Elsku mamma mín, ég gæti skrifað í heila bók um allar stund- irnar okkar. Þegar yndislegi drengurinn þinn litli ljúfurinn þinn eins og þú kallaðir hann allt- af veiktist alvarlega, þú lést þig ekki muna um að koma suður til að vera með okkur. Þú tókst að þér heimilið mitt þegar ég veikt- ist, komst og gerðir öll húsverkin sem ég hafði ekki orku til að gera. Mamma, ég gæti talið endalaust upp og hugsa að það sé öll Bol- ungarvík sem þú hafðir á herð- unum því að umhyggjan var svo mikil fyrir öllum. Þín verður sárt saknað en minningin mun lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín elskandi dóttir, Sigurlín Guðbjörg Pétursdóttir. Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur, fleiri orð. Elsku amma, ef ég bara ætti þetta með þér. Hér sit ég hugsi. Ég er dofin. Það er svo margt sem ég vildi að ég hefði náð að segja við þig en náði ekki. Og eftir sit ég með svo endalaust mörg orð, svo enda- laust mikinn kærleik og ást og al- veg gríðarlegan söknuð í hjart- anu. Svo ótrúlega yndisleg, falleg og góð sem þú varst. Svo hjartahlý, svo falleg. Það er svo margs að minnast þegar tína á eitthvað til á blað. Kassetturnar sem þú áttir af okkur frænkum syngjandi glöðum þar sem þú hafðir yndi af því að spila fyrir okkur á gítar og syngja. Allar þær nætur sem ég gisti hjá þér, inni í herbergi okkar barnabarna hjá ykkur Lúlla. Jólaföndrið, uppáhaldsjólastundin mín í uppá- haldsjólahúsinu á Völusteins- strætinu. Uppháhaldsstundin þegar mætt var til ömmu á hverju ári með öllum barnabörnum og barnabarnabörnum í heilan dag. Föndraðar voru jólagjafir og jólakort, hlustað á jólatónlist, borðuð pítsa og japlað nammi fram eftir degi. Hvernig þú hugs- aðir um alla þá sem í kringum þig voru og fylltir bæinn af kærleik og ást. Ég þakka þér allt sem þú kenndir mér, bænirnar, sögurn- ar, lífsspekina og gleðina, því það eru þessir ótrúlega góðu kostir sem einkenndu þig og ég mun aldrei gleyma. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, fyrir all- ar þær ómetanlegu stundir sem við áttum saman og allt sem þú hefur kennt mér með góð- mennsku þinni og hjartalagi. Ég elska þig svo mikið og ég sakna þín óendanlega. Fyrir þig mun ég syngja, brosa og hlæja. Ég mun alltaf bera þig og þína lífsspeki í brjósti mér. Ég elska þig og ég er stolt af þér. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Þín sonardóttir, Silja Runólfsdóttir. Elsku amma mín, hér sit ég og lít yfir farinn veg. Ég hugsa um allar stundirnar sem við áttum saman, ég gæti þulið upp enda- lausar sögur af okkur syngjandi, spilandi, föndrandi og margt fleira. Þú varst alltaf svo barngóð og við börnin sóttum í þig því við fundum skilyrðislausa ást í faðmi þínum sem var alltaf opinn hverj- um sem vildi það þiggja. Ég er mjög heppinn að hafa átt þig að og er það vægt til orða tek- ið. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig; í góðu en sérstaklega erf- iðleikum. Þú kenndir mér heil- margt og hef ég reynt að fram- fylgja því eftir bestu getu. Enginn er fullkominn en þú varst fullkomnasta manneskja sem ég hef þekkt og mun ég alltaf halda því fram. Góðvild þín í garð ann- arra er umtöluð og er ég mjög stoltur að geta sagt að ég sé dótt- ursonur þinn. Amma mín, ég sakna þín sárt og ég elska þig. Þú kenndir mér þessa bæn, þetta mun alltaf minna mig á þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Pétur Geir Svavarsson. Elsku amma. Aldrei hafði mér dottið í hug fyrir rúmum þremur mánuðum að ég ætti eftir að sitja hér og skrifa minningagrein um þig, þú fórst frá okkur allt of fljótt og allt of ung. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á þessu og finnst eins og þú munir renna við í hádeginu á morgun í kaffisopa eins og þú varst vön að gera. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað eytt síðustu mánuðunum þínum með þér og verið þér til stuðnings í gegnum veikindin þín, þú áttir það svo sannarlega inni hjá mér. Ég trúi því að eins og mér var sagt að þá hafi litla snúllan mín verið send til mín á hárréttum tíma þar sem ég þurfti að hætta að vinna vegna veikinda á með- göngunni og gat eytt öllum mín- um stundum með þér þar til hún fæddist og get svo brosað í gegn- um tárin í dag á þessum erfiðu tímum. Jólin eiga eftir að vera svo tómleg og skrítin án þín, þú varst svo mikið jólabarn og varst byrj- uð að spila jólalög langt á undan öllum öðrum og bakaðir svo fyrir alla lagkökur og brauð og komst færandi hendi. Jólin komu ekki fyrr en við frændsystkinin og börn komum til þín rétt fyrir jól í jólaföndur, myndum háma í okk- ur pítsu og nammi og hlusta á jólalög. Ég sakna þín svo mikið, betri ömmu og vinkonu er ekki hægt að hugsa sér og ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst svo góðhjörtuð og vildir allt fyrir alla gera, ég gat alltaf leitað til þín þegar mér lá eitthvað á hjarta. Þú kenndir mér svo mikið í uppvextinum og við áttum svo margar góðar stundir saman. Það var ósjaldan sem ég hljóp yf- ir til þín og þú smurðir ofan í mig brauð og svo dunduðum við okk- ur saman við að spila, lita og föndra og þú spilaðir á gítarinn og við sungum saman og tókum það upp á spólu. Þú varst alltaf svo dugleg að gera eitthvað með okkur krökkunum, leyfa okkur að fara með þér í berjamó, lauta- ferðir, sund og fleira. Minningarnar um þig og ófáar stundirnar okkar saman í gegn- um árin eiga svo stóran stað í hjarta mér og munu aldrei gleymast. Katrín mín, litli hjálparinn hennar langömmu sinnar spyr um þig á hverjum degi. Hún saknar þín og segist elska þig svo mikið og þú hafir verið svo góð við hana. Ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert núna í faðmi for- eldra þinna og systkina. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Ég elska þig svo mikið elsku amma mín og ég mun sakna þín á hverjum einasta degi, Guð geymi þig Þín, Linda Rut. Elsku hjartans amma mín, það er óraunverulegt að sitja hér og skrifa þessi orð svona stuttum tíma eftir að þú veiktist, en á að- eins þremur mánuðum varstu tekin frá okkur alltof fljótt, ég er svo ánægð að hafa komið heim og getað eytt með þér seinasta mán- uðinum þínum og þeim tíma mun ég aldrei gleyma. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín, elsku amma. Þú varst ekki bara amma mín heldur varstu líka besta vinkona mín, svo góð og hlý. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og stóðst eins og klettur á bak við mig í hvaða aðstæðum sem var. Ég er svo ánægð með allar minningarnar sem við sköp- uðum saman og ég get hlýjað mér við þær núna á þessum erfiða tíma. Ég er svo þakklát fyrir tím- ana okkar saman og að hafa haft þig í lífi mínu, þú varst fyrir- myndin mín í svo mörgu. Þú kenndir mér svo mikið um lífið og hvað kærleikur skiptir miklu máli. Enda full af ást og um- hyggju. Fallega heimilið þitt stóð alltaf opið fyrir mig og alla aðra, þar var svo mikil hlýja og kær- leikur og andrúmsloft sem maður fann hvergi fyrir annars staðar, þú varst alltaf með opinn faðminn tilbúin til að hlusta á allt sem manni lá á hjarta. Þú varst svo dugleg að gera eitthvað með okkur barnabörn- unum, ég man á hverju sumri þegar við fórum upp í lautina með nesti og gítar og við skottuðumst í kringum þig og tíndum blóm og borðuðum á meðan þú spilaðir og söngst. Jólaföndrið var á sínum stað fyrir hver einustu jól, þú Kristný Pálmadóttir Í byrjun árs 2004 gekk ég upp hlaðið á Gljúfrasteini með lykil að húsinu í hendinni. Gamla klukkan tók á móti mér og tifaði hægt og virðulega „eilíbbð, eilíbbð“. Mér fannst notalegt að heyra í klukk- unni. Í stofunni stóð flygillinn hljóður, blómin voru í glugganum, langi sófinn, Maríuteppið hennar Auðar á veggnum og púðar í stól- um. Það var skrítið að ganga um ein í húsinu. Nú átti að breyta þessu einstaka menningarheimili í safn sem yrði opið almenningi. Það þurfti að gæða húsið lífi aftur og finna leið til að taka á móti gestum svo sómi væri að. Þá var gott að geta leitað til Auðar. Hún var fús til að hjálpa til við gerð leiðsagnar um húsið og kom nokkrum sinnum á Gljúfrastein þegar eftir því var leitað. Mér var ljóst að hún hafði metnað fyrir hönd hússins og fjölskyldu sinnar að vel tækist til að breyta því í safn til minningar um skáldið. Hún sagði skemmtilega frá og hafði Auður Sveinsdóttir Laxness ✝ Auður Sveins-dóttir Laxness fæddist á Eyr- arbakka 30. júlí 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 28. október 2012. Jarðarför Auðar var gerð frá Dóm- kirkjunni 7. nóv- ember 2012. húmor, rifjaði upp ýmsa atburði og sagði frá hlutum sem allir eiga sína ein- stöku sögu. Frásögn hennar var ómetan- leg. Allt var tekið upp á band og nú þegar gestir koma að Gljúfrasteini heyra þeir brot úr þessum viðtölum við Auði. Bók hennar Á Gljúfrasteini er einnig ómetanleg heimild um líf hennar og ber glöggt merki um frásagnarhæfi- leika hennar. Það hefði verið óhugsandi að koma fyrir safni í húsi skáldsins án samráðs við Auði og hennar fjölskyldu. Fyrir það er vert að þakka. Safnið á Gljúfrasteini var opnað formlega 4. september 2004 en í vikunni áður kom Auður ásamt Siggu og Dunu. Við gengum um húsið og Auður lagaði til púðana og gekk úr skugga um að allt væri eins og það ætti að vera. Hún vildi endilega hjálpa til við að fægja silfrið svo það yrði skínandi fínt þegar húsið yrði opnað gestum með nýtt hlutverk sem safn í eigu þjóðarinnar. Við andlát Auðar er hennar minnst með þakklæti og virðingu. Fjölskyldu hennar færi ég samúð- arkveðjur. Guðný Dóra Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Gljúfrasteins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.