Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 63

Morgunblaðið - 17.11.2012, Page 63
„Þetta var spennandi og skemmtilegt verkefni að semja þetta og kann ég því Jóni bestu þakk- ir fyrir að panta verkið hjá mér,“ segir Sig- urður Flosason saxófónleikari, en Kór og Gra- dualekór Langholtskirkju frumflytja á tónleikum sínum í Langholtskirkju á morgun kl. 17 nýtt verk eftir Sigurð undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið nefnist Af jörðu og samdi Sigurður það við texta Aðalsteins Ás- bergs Sigurðssonar. „Þetta er blanda af eldri sálmum sem ég hef samið í bland við nýtt efni þannig að úr verði ein heild,“ segir Sigurður. Spurður hvort verkið sé djassskotið svarar Sigurður því játandi og bendir á að hann muni á tónleikunum leika með kórunum í bæði sínu verki og annarra í djassbandi sem skipað er þeim Einari Scheving trommuleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Valde- marssyni píanóleikara. „Djassinn á vel heima í kirkju. Reyndar myndi ég ekki lýsa sálmum mínum sem djassi í sjálfu sér. Þetta er bara kirkjuleg músík fyrir blandaðan kór sem inni- ber eitthvað af mínu handbragði sem er örlítið djassmengað en að ýmsu leyti hefðbundið.“ Meðal laga sem kórarnir flytja á tónleik- unum eru útsetningar á Bítlalögunum góð- kunnu „Michele“ og „Blackbird“ sem gerðar voru fyrir Kings Singers, útsetningar á lög- unum „Georgia on my mind“ og „We’ve only just begun“ sem Gene Puerling gerði fyrir Sin- gers unlimited og lagið „Chili con carne“ sem verið hefur vörumerki The real group. Djassinn dunar í Langholtskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennandi Jón Stefánsson stjórnar Kór og Gradualekór Langholtskirkju á tónleikum í Langholtskirkju á morgun við undirleik djasskvartetts sem Sigurður Flosason leiðir. MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Sjöunda einkasýning Ólafs Elías- sonar myndlistarmanns í Tanya Bo- nakdar-galleríinu í New York stendur nú yfir. Roberta Smith gagnrýnandi fjallaði um sýninguna í The New York Times í gær og sagði hana velkomið afturhvarf til rótanna, frá yfirþyrmandi marg- ræðni verka sem Ólafur hefur ein- beitt sér að undanfarið. Á neðri hæð gallerísins eru yfir 50 litljós- myndir frá Íslandi en uppsafnaða fegurð þeirra segir Smith „hafa lamandi áhrif“. Á efri hæð er inn- setning með hrafntinnu. Smith seg- ir „framandi fegurð“ steinanna koma í veg fyrir að hún sé eins og endurgerð verka Richards Long. Listamaðurinn Ólafur Elíasson sýnir í New York, ljósmyndaverk og innsetningu. Afturhvarf til rót- anna í ljósmyndum Þjóðminjasafn Íslands býður ókeypis leiðsögn á morgun kl.14 um sýninguna Teikning – þvert á tíma og tækni í Bogasal safnsins. Leið- sögnin er í höndum Þóru Sigurðar- dóttur sýningarhöfundar. Á sýningunni eru teikningar fjögurra teiknara frá ólíkum tím- um. Annars vegar frá ári frönsku byltingarinnar, 1789, hins vegar frá tímum stafrænnar upplýsinga- tækni, 21. öld. „Teikningin hefur þá sérstöðu að hún opnar áhorfand- anum milliliðalausan aðgang að hugsun og tilfinningu teiknarans,“ segir í tilkynningu. Að vanda er ókeypis aðgangur fyrir börn, en til- boð um aðgangseyri í Þjóðminja- safni Íslands, þ.e. tveir fyrir einn. Leiðsögn um Teikningu NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR ATH SÍÐASTA HELGIN FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV 50 ÁRA AFM ÆLISÚTGÁF A 22 MYNDIR - ÍSL TEXTI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA NÝTT KORTATÍMABIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.