Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 63
„Þetta var spennandi og skemmtilegt verkefni að semja þetta og kann ég því Jóni bestu þakk- ir fyrir að panta verkið hjá mér,“ segir Sig- urður Flosason saxófónleikari, en Kór og Gra- dualekór Langholtskirkju frumflytja á tónleikum sínum í Langholtskirkju á morgun kl. 17 nýtt verk eftir Sigurð undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið nefnist Af jörðu og samdi Sigurður það við texta Aðalsteins Ás- bergs Sigurðssonar. „Þetta er blanda af eldri sálmum sem ég hef samið í bland við nýtt efni þannig að úr verði ein heild,“ segir Sigurður. Spurður hvort verkið sé djassskotið svarar Sigurður því játandi og bendir á að hann muni á tónleikunum leika með kórunum í bæði sínu verki og annarra í djassbandi sem skipað er þeim Einari Scheving trommuleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Valde- marssyni píanóleikara. „Djassinn á vel heima í kirkju. Reyndar myndi ég ekki lýsa sálmum mínum sem djassi í sjálfu sér. Þetta er bara kirkjuleg músík fyrir blandaðan kór sem inni- ber eitthvað af mínu handbragði sem er örlítið djassmengað en að ýmsu leyti hefðbundið.“ Meðal laga sem kórarnir flytja á tónleik- unum eru útsetningar á Bítlalögunum góð- kunnu „Michele“ og „Blackbird“ sem gerðar voru fyrir Kings Singers, útsetningar á lög- unum „Georgia on my mind“ og „We’ve only just begun“ sem Gene Puerling gerði fyrir Sin- gers unlimited og lagið „Chili con carne“ sem verið hefur vörumerki The real group. Djassinn dunar í Langholtskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennandi Jón Stefánsson stjórnar Kór og Gradualekór Langholtskirkju á tónleikum í Langholtskirkju á morgun við undirleik djasskvartetts sem Sigurður Flosason leiðir. MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Sjöunda einkasýning Ólafs Elías- sonar myndlistarmanns í Tanya Bo- nakdar-galleríinu í New York stendur nú yfir. Roberta Smith gagnrýnandi fjallaði um sýninguna í The New York Times í gær og sagði hana velkomið afturhvarf til rótanna, frá yfirþyrmandi marg- ræðni verka sem Ólafur hefur ein- beitt sér að undanfarið. Á neðri hæð gallerísins eru yfir 50 litljós- myndir frá Íslandi en uppsafnaða fegurð þeirra segir Smith „hafa lamandi áhrif“. Á efri hæð er inn- setning með hrafntinnu. Smith seg- ir „framandi fegurð“ steinanna koma í veg fyrir að hún sé eins og endurgerð verka Richards Long. Listamaðurinn Ólafur Elíasson sýnir í New York, ljósmyndaverk og innsetningu. Afturhvarf til rót- anna í ljósmyndum Þjóðminjasafn Íslands býður ókeypis leiðsögn á morgun kl.14 um sýninguna Teikning – þvert á tíma og tækni í Bogasal safnsins. Leið- sögnin er í höndum Þóru Sigurðar- dóttur sýningarhöfundar. Á sýningunni eru teikningar fjögurra teiknara frá ólíkum tím- um. Annars vegar frá ári frönsku byltingarinnar, 1789, hins vegar frá tímum stafrænnar upplýsinga- tækni, 21. öld. „Teikningin hefur þá sérstöðu að hún opnar áhorfand- anum milliliðalausan aðgang að hugsun og tilfinningu teiknarans,“ segir í tilkynningu. Að vanda er ókeypis aðgangur fyrir börn, en til- boð um aðgangseyri í Þjóðminja- safni Íslands, þ.e. tveir fyrir einn. Leiðsögn um Teikningu NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR ATH SÍÐASTA HELGIN FRÁ 26 OKT. TIL 18. NÓV 50 ÁRA AFM ÆLISÚTGÁF A 22 MYNDIR - ÍSL TEXTI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA NÝTT KORTATÍMABIL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.