Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.11.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Hjálparhellur Helga Margrét og Karen Ýr Jóelsdóttir (t.h.) á æfingu. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Jólaævintýrið heitir jólasöng-leikur sem Borgarbörn,barna- og unglingaleikhússetur upp nú í desember og sýnir í Iðnó. Sýningin fjallar um stúlkur á munaðarleysingjahæli sem áskotnast jólaglerkúla sem er þeim töfrum gædd, að við hvern hristing birtast ýmsar þekktar æv- intýrapersónur úr kúlunni. Þetta er að vissu leyti spennandi en verra er þó að þær persónur sem birtast eru ekki allar góðar frekar en forstöðukona munaðarleysingjahæl- isins. Jólatextar við Bieber Hópurinn Borgarbörn varð til út frá söng- og leiklistarskólanum Sönglist en þátttakendur hafa allir sótt þar námskeið. Eru leikararnir á aldrinum 10-18 ára og er þetta í sjöunda sinn sem Borgarbörn setja upp jólasýningu og í ár leika þau ekki eingöngu heldur syngja líka og dansa. „Oftast hefur leikritið verið frumsamið og það inniheldur alltaf jólaboðskap og skemmtun. Það á að höfða einna mest til barna en hentar í raun öllum aldurshópum. Leikritið er fullt af boðskap og skemmtun en við semjum líka jóla- texta við þekkt lög, t.d. með Justin Bieber. Búningana útvegum við sjálf og í raun er engin leikmynd heldur eru leikararnir í litríkum búningum og koma inn á sviðið með ýmsa leikmuni,“ segir Karen Jólatöfrar Borgarbarna Í jólasöngleik Borgarbarna dúkka ýmsar þekktar ævintýrapersónur upp úr töfrum gæddri jólaglerkúlu. Leikarahópurinn er frá 10-18 ára og er þetta sjöunda sýningin sem Borgarbörn setja upp. Dansandi Leikarar eru á aldr- inum 10-18 ára og auk þess að leika syngja þeir líka og dansa í litríkum fatnaði líkt og hér sést. Jón Karlsson er einn af fáum kaup- mönnum á horninu sem eftir eru í vesturbænum. Jón fagnar 40 ára af- mæli verslunar sinnar Úlfarsfells um helgina. Jón hefur staðið vaktina á bak við búðarborðið í 22 ár og segir mannlega þáttinn skemmtilegastan við starfið. Rótgróin hverfisverslun Jón og eiginkona hans Hafdís Ólafsdóttir höfðu um árabil starfað saman við hótelmennsku úti á landi þegar þau tóku við Úlfarsfelli sem þá var þegar rótgróin verslun. „Okkur langaði að breyta til og sáum þessa verslun auglýsta til sölu. Ég hef alltaf haft áhuga á bókum, las mikið þegar ég var yngri og er bóka- safnari þannig að mér leist vel á þetta og við slógum til. Það höfðu verið tveir eigendur að versluninni áður og var hún þá blönduð hverf- isverslun. Við Hafdís störfuðum hér saman til að byrja með en nú er hún komin aftur í hótelreksturinn,“ segir Jón. Hann segir reksturinn hafa gengið bærilega mest allan tímann en þó hafi nokkuð tekið að hallast eftir hrunið. Þá hefur hlutverk bóka- búðarinnar breyst mikið og hefur Jón fylgt eftir aukinni tækni og fengið til sín menn til að vinna við stafræna framköllum og photoshop-vinnslu eftir því sem þarf. Upplestur, kökur og kaffi Afmælinu verður fagnað í dag, laugardag 17. nóvember, með upp- lestri úr nýjum bókum auk þess sem tertur og kaffi verða á boðstólum. Fjórir þekktir rithöfundar lesa úr verkum sínum, þau Guðrún Helga- dóttir, Gerður Kristný, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. Upplesturinn verður frá 14:30-16:30 en opið er frá 11-17. Þá verða afmælistilboð einnig í tilefni dagsins. „Skemmtilegasti þátturinn við starfið er að þekkja marga og hér koma margir sem hafa komið lengi og maður lendir á spjalli við,“ segir Jón. Á hinn bóginn hefur umhverfi smærri bóksala breyst mikið í gegn- um árin og eru litlar og sætar bóka- búðir, líkt og þær sem við sjáum gjarnan í kvikmyndum, við það að deyja út hérlendis. Fáa vantar frí- merki, bækur eru seldar mun víðar en áður og verulega hefur dregið úr framköllun. „Það var þónokkuð af svona búð- um á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi en nú sýnist mér ég við að verða seinasti móhíkaninn í slíkum rekstri. Það er skemmtilegt fyrir kúnnana að koma inn í litlar búðir líkt og við sjáum gjarnan í kvikmyndum og fólk segir við mig að ég megi ekki hætta og loka en það dugar mér ekki til að lifa af því. Þess vegna er mik- ilvægt að fólk hugi að því að styðja við kaupmanninn á horninu eigi slík- ur verslunarrekstur að lifa af,“ segir Jón. Bóksalinn á horninu Ljósmynd/Frikki Kaupmaður Jón selur bækur, leikföng, ritföng og fleiri vörur í verslun sinni. Rótgróin versl- un í vestur- bænum fagnar 40 ára afmæli Nú fer að styttast í aðventuna og margir vilja hafa tímann fyrir sér og dúlla sér og dútla við köku- og kon- fektgerð áður en aðventan skellur á. Enda er oft nóg við að vera í desem- bermánuði og því gott að vera búinn að undirbúa sig svolítið fyrirfram. Inni á Facebook-síðu Odense marsíp- an er að finna margar girnilega upp- skriftir að konfekti. Marsípan er und- irstaðan í flestum molunum en á síðunni má finna uppskrift að klass- ískum kókostoppum og marsípan- stöngum en líka óvenjulegri konfekt- mola eins og t.d. marsípankonfekt með skógarberjum og engiferhnúta. Það er bæði skemmtilegt og gott að gera konfekt og er konfektgerðin nokkuð sem öll fjölskyldan getur gert saman. Eigum notalega sam- verustund í skammdeginu og njótum þess að búa til eitthvað gott. Vefsíðan www.facebook.com/odensemarsipan Morgunblaðið/Ómar Girnilegt Konfektgerð er skemmtileg dægradvöl fyrir alla fjölskylduna. Marsípan með ýmsu góðgæti Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.