Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Listmunauppboð Keramikuppboð Lýkur 19. nóvember Síðustu forvöð til að koma verkum á uppboð fyrir jól er mánudagurinn 19. nóvember Fyrir viðskiptavini leitum við að verkum eftir Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum einnig að taka á móti gull- og silfurmunum á uppboð. Bókauppboð 17. nóvember – 2. desember Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 36 dagar til jóla Opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum verður í dag klukk- an 13-15. Munu jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur. Ferðaþjónustan í Mývatnssveit kemur sameiginlega að jólasveina- verkefninu. Fram kemur í tilkynn- ingu, að tekið verði gjald fyrir að heimsækja jólasveinanna í Dimmu- borgir, börn þurfa ekki að greiða aðgangseyri en fullorðnir (eldri en 18 ára) greiða 1000 krónur. Jóla- sveinarnir verða með bauk með sér á Hallarflötinni sem gestir geta greitt í. Jólasveinarnir verða tíðir gestir í Dimmuborgum fram að jólum. Þann 8. desember fara sveinarnir síðan í sitt árlega jólabað í Jarðböð- unum kl. 17. Jólasveinarnir koma í Dimmuborgir í dag Morgunblaðið/Birkir Fanndal Jólasveinar Sveinarnir birtast í Dimmu- borgum í dag og verður mikið um dýrðir. Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2012 er komið út. Á kortinu er vatnslitamynd eftir Sigurþór Jakobsson og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2012. Sérstök hvatning er á kortinu, þar sem kemur fram að fyrir hvert selt kort gróðursetur félagið eitt tré. Fram kemur í tilkynningu, að ekkert sé prentað inn í kortin þannig að þau nýtist áfram eftir jól sem afmæl- iskort, boðsmiðar eða hvað sem fólki detti í hug. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi á 1.000 krónur. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur 25% afsláttur. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands, í Þór- unnartúni (Skúlatúni) 6, 2. hæð. Einnig eru enn til nokkrar gerðir af eldri kortum. Þá er hægt að panta kortin í síma 551-8150 eða með tölvupósti til skog@skog.is og fá þau póstsend en þá bætist við 250 króna afgreiðslu- gjald. Skógræktarfélag Íslands selur jólakort Jólahefti Rauða krossins á Íslandi eru borin í hús til allra heimila í landinu þessa dagana. Býður Rauði krossinn landsmönnum að styrkja innanlandsverkefni félagsins með því að kaupa heftið. Það inniheldur að venju merkimiða á pakka, jóla- merki á umslög og jólakort. Myrra Leifsdóttir teiknaði mynd- ina að þessu sinni. Myrra er fædd í Gautaborg og ólst upp í Svíþjóð og á Íslandi. Hún hefur myndskreytt og hannað bækur og fengist við ým- is önnur verkefni undanfarin sjö ár, samhliða búninga- og leik- myndahönnun fyrir kvikmyndir og leikhús. Um 3500 sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi bera starfsemi fé- lagsins uppi, að því er kemur fram í tilkynningu. Árlega veitir Rauði krossinn einstaklingum og fjöl- skyldum um allt land aðstoð fyrir jólin. Jólahefti Byrjað er að dreifa jólahefti Rauða kross Íslands í hús hér á landi. Jólahefti Rauða krossins borin í hús Waldorfleikskólinn Ylur og Wal- dorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar í dag frá kl. 12-17 í Lækjarbotnum fyrir ofan Lögbergsbrekkuna. Í tilkynningu segir, að boðið verði m.a. upp á brúðuleikhús, barnakaffihús, veiðitjörn, eldbak- aðar pizzur, jurtaapótek, tónlist á vegum nemenda, tívolí auk muna sem börn í skólunum hafa búið til. Uppeldisfræði Waldorfskólanna var þróuð af Rudolf Steiner og á sér grundvöll í heimspeki hans og mannspeki. Jólabasar í Lækjar- botnum í dag Líf styrktarfélag gefur í ár út jóladagatal til styrktar Kvennadeild Landspítalans. Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við margar þekktar persónur úr íslenskum barna- ævintýrum, er ætlað að vekja börnin til marg- víslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla en með því að fletta hverjum degi á jóladagatalinu, opnast allskyns ævintýri, leikir og þrautir. Krakk- arnir fá nýja mynd til að lita hvern dag þar sem við sögu koma kunnar persónur út Latabæ og Ávaxta- körfunni en einnig má finna þar Skessuna í fjallinu og Lilla apa úr Brúðubílnum. Einnig gefst börnum tækifæri til að taka þátt í eldhús- störfum. Jóladagatal Lífs kostar 1.990 krónur og fæst í öllum verslunum Hag- kaups og Samkaups. Sala hefst 20. nóvember. Jóladagatal til styrktar kvennadeild Eldri bæjarbúar á Seltjarnarnesi halda flóamarkað og jólabasar í dag klukkan 13-17 í félagsheimili sínu við Skólabraut 3-5. Á jólabasarnum verður til sölu handverk, fatnaður og ýmislegt fleira. Einnig er boðið upp á vöfflu- kaffi. Jólabasar á Seltjarnarnesi ÚR BÆJARLÍFINU Djúpivogur Andrés Skúlason Um nokkra ára skeið hefur ver- ið haldin sérstök hátíð til heiðurs myrkrinu á Austurlandi. Hefur við- burður þessi, sem stendur yfir í heila viku í nóvember, gengið undir heitinu Dagar myrkurs. Samfélagið á Djúpavogi sem og burtfluttir ein- staklingar hafa síðustu ár gert há- tíð þessari sérstaklega hátt undir höfði og varð sannarlega engin breyting á að þessu sinni. Hápunktur dagskrárinnar er að venju svokölluð Sviðamessa sem haldin er á Hótel Framtíð en þar fer jafnan fram gráglettin skemmt- un og dansleikur á eftir. Skemmtun þessi verður vinsælli með hverju árinu og til vitnis um það hefur verið uppselt síðustu tvö árin.    Óvenjumikil umferð línubáta hefur verið í Djúpavogshöfn það sem af er þessu hausti og hefur því verið mjög líflegt við hafnarkant- inn. Þjónusta við fiskibáta sem koma til Djúpavogshafnar þykir að mati margra útgerðar- og sjómanna framúrskarandi góð. Jöfn og stöðug vinnsla hefur verið í starfsstöð Vísis hf. á Djúpavogi sem er sem áður kjölfestan í at- vinnulífinu á Djúpavogi. Vænta má að dragi úr umferð stærri línubáta eftir áramót en síðan mun lífið dafna aftur við höfnina undir vorið þegar smábátar fara aftur á flot.    Áform um viðamikla upp- byggingu í fiskeldi eru nú í burð- arliðnum í Berufirði og á þessu ári hefur þegar verið sleppt 50 þúsund laxaseiðum í sjókvíar og þá hefur einnig verið sleppt umtalsverðu magni af regnbogasilungi. Fiskeldið í Berufirði, sem er stofnað til af fyrirtækinu Fiskeldi Austfjarða ehf., stefnir á að vinna afurðir í vistvænum anda og mark- aðssetja þær á dýrari markaði en hið hefðbundna eldi er á.    Á Djúpavogi er kraftmikið tón- listarlíf og í þeim efnum má nefna að Tónskóli Djúpavogs er full- setinn en við hann starfa hæfi- leikarík ungversk hjón, þau József Béla Kiss og Andrea Kissné Refvalvi sem hafa nóg að starfa þessa dagana við að kenna ungum og efnilegum börnum og ungling- um við Tónskóla Djúpavogs. Þá stjórnar Jozef einnig kirkjukór Djúpavogs sem og karlakórnum Trausta sem var stofnaður á síð- asta ári. Dagar myrkurs á Djúpavogi Morgunblaðið/Andrés Skúlason Skemmtun Dagar myrkurs hafa unnið sér fastan sess hjá íbúum Djúpavogs og atriðin eru oft mjög lífleg. Disneyklúbburinn heldur um helgina kökukeppni í Smáralind í samvinnu við Morgunblaðið. Kökurnar verða til sýnis fyrir framan verslun Hag- kaups bæði laugardag og sunnudag. Þemað í kökukeppninni eru teikni- myndir Disney sem allir þekkja. Fólk er hvatt til þess að nota ímynd- unaraflið, útbúa glæsilegar kökur með einhverjum af sínum uppáhalds Disney-persónum og koma með þær í keppnina. Keppt er í tveimur flokk- um, fullorðinna og barna. Til mikils er að vinna því 1. vinningur í fullorð- insflokki er Kitchen Aid hrærivél, eins árs Disney-áskrift, stóru Disn- ey-matreiðslubækurnar og þriggja mánaða áskrift að Morgunblaðinu. Í flokki barna eru 1. verðlaun eins árs Disney-áskrift, stóru matreiðslu- bækurnar og þriggja mánaða áskrift að Morgunblaðinu. Verðlaun eru einnig veitt fyrir 2.-3. sæti í báðum flokkum. Kökukeppni Disney í Smáralindinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.