Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 52

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 52
J ólakort eiga sér rúmlega hundrað ára sögu hér á landi, miðað við þau kort sem við höfum séð. Safninu hefur á undanförnum árum borist mikill fjöldi fallegra og áhugaverðra jólakorta sem að nokkru leyti end- urspegla tíðarandann í samfélaginu. Ekki síður ómetanleg eru heilstæð söfn korta sem safnið hefur fengið til varðveislu,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. 100 þúsund vefkort Í aðventubyrjun ár hvert er jóla- kortavefur Borgarskjalasafns Reykjavíkur settur í loftið. Þar má finna fjölda skemmtilegra jólakorta með fallegum myndum, sem hægt er að senda áfram og rafrænt á net- inu. Er vefur þessi afar fjölsóttur og fyrir jólin í fyrra voru um 100 þúsund jólakort send í gegnum hann. Nánast tilviljun réð því að jóla- kort komust á dagskrá Borg- arskjalasafns. Þannig var að milli jóla og nýárs árið 1998 auglýsti Sorpa að þar væri tekið á móti jóla- kortum til endurvinnslu. „Okkur á safninu fannst hræði- legt að hugsa til þess að kort end- uðu í endurvinnslugámum. Við buð- um fólki því að senda kortin til okkar og fengum strax ótrúlega góð viðbrögð. Ekki einungis nýleg kort heldur kom fólk jafnvel með kort fjölskyldna til margra áratuga,“ segir Svanhildur. Ævintýri og þjóðsögur Íslendingar fóru fyrst að senda jólakort í kringum aldamótin 1900. Fyrst einskonar póstkort sem á var skrifuð falleg kveðja. Fáum árum síðar fór fólk sín á milli að senda jólakort prentuð í Danmörku, með myndum þarlendra listamanna. „Maður nánast les þróun sam- félagsins í gegnum jólakortin. Sér söguna endurspeglast,“ segir Svan- hildur. Nefnir í því sambandi að á árunum í kringum lýðveldisstofnun hafi kort með myndum úr íslenskri náttúru og af frægum sögustöðum verið vinsæl. Megi það setja í beint samhengi við einhverskonar þjóð- ernisvakningu. „Þegar farið var að prenta jóla- kort hér á landi, sóttu teiknarar oft hugmyndir í íslensk ævintýri og þjóðsögur. Myndir af íslensku jóla- sveinunum eða gömlum sveitabæj- um voru sígildar á þessum árum. Upp úr 1950 verða erlend áhrif meira áberandi. Þá var bandarískt herlið komið hingað til landsins og ameríski Coca-Cola-jólasveinninn orðinn áberandi, á jólakortum og víðar,“ útskýrir Svanhildur. Hún bætir við að svona megi rekja sig áfram. Fyrir um þrjátíu árum hafi komist í tísku handgerð kort eða að láta persónulegar ljósmyndir fylgja kortunum og það tíðkist enn. Það er að segja meðal þeirra sem enn senda jólakort sem virðist nokkuð á undanhaldi. Utanáskrift og frímerki Áður var oft að jólakort væru eins konar annáll sendanda, sem þar sagði undan og ofan af því hvað drifið hefði á daga sína og sinna á árinu. Þetta segir Svanhildur víkj- andi sið, ef marka má kort sem Borgarskjalasafni berast í dag. „Sjálfri finnst mér alltaf mest spunnið í jólakort þegar þeim fylgir falleg kveðja og meiri texti. Eitt- hvað sem gerir þau persónuleg. Jú, og svo gleymist oft að umslögin eru hluti af kortinu. Kortin eru áhuga- verðari á safni séu þau til sem bréf með utanáskrift og frímerki á,“ seg- ir Svanhildur Bogadóttir að síðustu. sbs@mbl.is Þróun sam- félags endur- speglast í jólakortum Það er meira en aldargamall siður að senda jóla- kort, en hefðin var dönsk í upphafi. Kortin eru mörg áhugaverð og falleg og fara ekki í gáminn. Kortavefurinn er vinsæll. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrval „Alltaf er mest spunnið í jólakort þegar þeim fylgir falleg kveðja, segir Svanhildur borgarskjalavörður. Gamalt Jólakortin eru frá ýmsum tímum og hér sést eitt frá 1930. Kisa Dæmigert jólakort eins og þau voru í gamla daga. ’Upp úr 1950 verða erlend áhrif meira áber- andi. Þá var bandarískt herlið komið hingað til landsins og ameríski Coca-Cola-jólasveininn orðinn áberandi, á jólakortum og víðar. Barn Myndir úr fjölskyldulífinu eru sígildar á jólakortum Íslendinga. Gullfoss Landslag var áberandi á jólakortum á fyrstu árum lýðveldisins. 52 Jólablað Morgunblaðsins SNILLDARJÓLAGJÖF 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.