Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 54

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 54
54 Jólablað Morgunblaðsins V ið lumum á heilu vopna- búri hljóðfæra. Getum þannig kallað fram þau hljóð sem margir tengja jólum. Meðal þess sem við notum til að töfra fram tóna jólanna eru hrististokkur, kúabjöll- ur, hrossabrestur og sleðabjöllur. Og til að skapa einhver hughrif sem tengjast því þegar snjókornin falla er stundum notaður sandpappír og honum strokið fram og til baka,“ segir Guðrún Björg Ingimund- ardóttir sem er meðal félaga í Lúðrasveitinni Svaninum. Í Langholtskirkju Á þeim mannamótum sem haldin eru á aðventunni þykir mörgum lif- andi tónlist vera nokkuð sem til- heyrir. Í verslunum, kirkjum og raunar á öllum mögulegum stöðum og stundum kemur tónlistarfólk fram og stendur fyrir tónleikum, skemmtunum og fleiru. Í margra vitund er þetta – ásamt öðru – að- ventan í hnotskurn. Jólatónleikar Svansins verða í Langholtskirkju þann 3. desember og hefjast kl. 20. Á tónleikunum mun Sigríður Thorlacius koma fram með sveitinni og syngja bæði íslensk og erlend jólalög. Flutt verða ýmis þekkt jólalög og syngur Sigríður nokkur þeirra með sveitinni. Má þar nefna Þorláksmessukvöld, Jólin alls staðar, Hin fyrstu jól, Maríukvæði og svo mætti lengi áfram telja. Einn stóran inngangur að jólum Mörg laganna eru útsett af Sig- urði Inga Snorrasyni og raunar verður á tónleikunum sem nú standa fyrir dyrum frumflutt verk eftir Sigurð; Jólaforleikur, sem sam- einar sígild íslensk jólalög í einn stóran inngang að jólum. Sigurður er klarinettuspilari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands en með henni starfar einnig stjórnandi Svansins, Brjánn Ingason fagottleikari. „Við byrjuðum að æfa jólalögin í september. Tókum góða rispu í upp- hafi vetrarstarfs en snerum okkur svo að öðru. En nú eru jólalögin aft- ur komin á fullt,“ segir Guðrún Björg og bætir við að meðal Svans- fólks sé sterk vitund fyrir þýskri menningu. Sveitin hafi nokkrum sinnum til dæmis farið í tónleika- ferðir þangað og á skemmtunum lúðrasveitarinnar nú á aðventunni verði ekki annað á borðum en heimalagað súrkál, pylsur og góm- sæt karrýtómatsósa - eins og þýskra er háttur. Alltaf viðbúin á aðventunni „Um daginn spiluðum við þegar nýi jólabjórinn var kynntur. Síðan koma allskonar tónleikar, skemmt- anir, aðventustundir og fleiri slíkir viðburðir. Í raun má segja að alla aðventuna séum við á þönum og er- um því, að hætti skátanna, alltaf viðbúin,“ segir Guðrún Björg að síð- ustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Blásið Lúðrasveitin byrjaði að æfa jólalögin í september, jafnhliða öðrum verkefnum. Og nú nálgast jólatónleikarnir sem verða í Langholtskirkju 3. desember næstkomandi. Töfra fram tóna með kúabjöllum Svansdís Þeir sem starfa með lúðrasveitum eru líkt og annað tónlistarfólk víða kallaðir til á aðventunni. Fólk er alltaf viðbúið, segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem leikur á túbu með Svaninum. ’Stendur fyrir tónleikum, skemmtunum og fleiru. Í margra vitund er þetta - ásamt öðru - aðventan í hnotskurn. Lúðrablástur í Langholtskirkju. Svanurinn – og Sigríður Thorlacius syngur. Jólalög með hrististokk og hrossabresti. Byrjuðu að æfa jólalögin í september. Spilagleði Lífleg æfing hjá Brjáni Ingasyni, sem er stjórnandi Svansins. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 10 29 75 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.