Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 54
54 Jólablað Morgunblaðsins
V
ið lumum á heilu vopna-
búri hljóðfæra. Getum
þannig kallað fram þau
hljóð sem margir tengja
jólum. Meðal þess sem
við notum til að töfra fram tóna
jólanna eru hrististokkur, kúabjöll-
ur, hrossabrestur og sleðabjöllur.
Og til að skapa einhver hughrif sem
tengjast því þegar snjókornin falla
er stundum notaður sandpappír og
honum strokið fram og til baka,“
segir Guðrún Björg Ingimund-
ardóttir sem er meðal félaga í
Lúðrasveitinni Svaninum.
Í Langholtskirkju
Á þeim mannamótum sem haldin
eru á aðventunni þykir mörgum lif-
andi tónlist vera nokkuð sem til-
heyrir. Í verslunum, kirkjum og
raunar á öllum mögulegum stöðum
og stundum kemur tónlistarfólk
fram og stendur fyrir tónleikum,
skemmtunum og fleiru. Í margra
vitund er þetta – ásamt öðru – að-
ventan í hnotskurn.
Jólatónleikar Svansins verða í
Langholtskirkju þann 3. desember
og hefjast kl. 20. Á tónleikunum
mun Sigríður Thorlacius koma fram
með sveitinni og syngja bæði íslensk
og erlend jólalög. Flutt verða ýmis
þekkt jólalög og syngur Sigríður
nokkur þeirra með sveitinni. Má þar
nefna Þorláksmessukvöld, Jólin alls
staðar, Hin fyrstu jól, Maríukvæði
og svo mætti lengi áfram telja.
Einn stóran inngangur
að jólum
Mörg laganna eru útsett af Sig-
urði Inga Snorrasyni og raunar
verður á tónleikunum sem nú
standa fyrir dyrum frumflutt verk
eftir Sigurð; Jólaforleikur, sem sam-
einar sígild íslensk jólalög í einn
stóran inngang að jólum. Sigurður
er klarinettuspilari með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands en með henni
starfar einnig stjórnandi Svansins,
Brjánn Ingason fagottleikari.
„Við byrjuðum að æfa jólalögin í
september. Tókum góða rispu í upp-
hafi vetrarstarfs en snerum okkur
svo að öðru. En nú eru jólalögin aft-
ur komin á fullt,“ segir Guðrún
Björg og bætir við að meðal Svans-
fólks sé sterk vitund fyrir þýskri
menningu. Sveitin hafi nokkrum
sinnum til dæmis farið í tónleika-
ferðir þangað og á skemmtunum
lúðrasveitarinnar nú á aðventunni
verði ekki annað á borðum en
heimalagað súrkál, pylsur og góm-
sæt karrýtómatsósa - eins og
þýskra er háttur.
Alltaf viðbúin á aðventunni
„Um daginn spiluðum við þegar
nýi jólabjórinn var kynntur. Síðan
koma allskonar tónleikar, skemmt-
anir, aðventustundir og fleiri slíkir
viðburðir. Í raun má segja að alla
aðventuna séum við á þönum og er-
um því, að hætti skátanna, alltaf
viðbúin,“ segir Guðrún Björg að síð-
ustu.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Blásið Lúðrasveitin byrjaði að æfa jólalögin í september, jafnhliða öðrum verkefnum. Og nú nálgast jólatónleikarnir sem verða í Langholtskirkju 3. desember næstkomandi.
Töfra fram
tóna með
kúabjöllum
Svansdís Þeir sem starfa með lúðrasveitum eru líkt og annað tónlistarfólk víða kallaðir til á aðventunni. Fólk
er alltaf viðbúið, segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem leikur á túbu með Svaninum.
’Stendur fyrir tónleikum,
skemmtunum og fleiru. Í
margra vitund er þetta -
ásamt öðru - aðventan í
hnotskurn.
Lúðrablástur í Langholtskirkju. Svanurinn –
og Sigríður Thorlacius syngur. Jólalög með
hrististokk og hrossabresti. Byrjuðu að æfa
jólalögin í september.
Spilagleði Lífleg æfing hjá Brjáni Ingasyni, sem er stjórnandi Svansins.
Með því að kaupa
FRIÐARLJÓSIÐ
styrkir þú hjálparstarf
og um leið verndaðan
vinnustað.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-
10
29
75
LÁTUM
FRIÐARLJÓSIÐ
LÝSA UPP AÐVENTUNA