Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 60
Afturhvarf til
náttúrunnar
T
il að lýsa straumum og
stefnum í aðventu- og
kertaskreytingum fyrir
þessi jól þá virðist aft-
urhvarf til náttúrunnar
vera mjög ríkjandi,“ segir Díana, að-
spurð um línurnar í skreytingunum í
ár. „Greni, greinar úr náttúrunni og
könglar eru mjög ríkjandi ásamt þeim
litasetteringum sem heimilin taka mið
af í húsgögnum og innbúi. Stíllinn ein-
kennist oft af því hvernig áherslum og
innbúi heimilin búa yfir,“ útskýrir hún.
„Naumhyggjan er á undanhaldi og
töluverð mýkt með náttúrulegu ívafi
virðist ætla að yfirtaka stílbragðið í
jólaskreytinum fyrir þessi jól.“
Jólalitir og fjólublátt í bland
Hvað litina varðar segir Díana rautt,
gyllt, hvítt og silfur ásamt jarðarlitum
mjög áberandi þessi jólin. „Einnig má
nefna hinn fjólubláa lit aðventunnar
sem er alltaf til staðar fyrir ákveðinn
markhóp. Ásamt greninu eru jólakúlur
áberandi í öllum litum og stærðum;
einnig hvítir sveppir, könglar og hnet-
ur ásamt rauðum berjum og eplum. Þá
eru skreytingarnar með ýmiskonar
jólafígúrum, til dæmis hreindýrum og
dádýrum ásamt stjörnum og bjöllum.“
jonagnar@mbl.is
Framúrstefna Margs konar greinar og kerti í stjökum. Skreytingin þarf gott pláss svo hún njóti sín sem best.
Könglar Falleg útfærsla með einföldu skrauti.
Jólaskál Aðventukertin fjögur fara vel í fallegri skál.
Snjókorn Ótal möguleikar eru til að lífga enn frekar upp á kransana.
Morgunblaðið/Ómar
Hlýleiki „Naumhyggjan er á undanhaldi og töluverð mýkt með nátt-
úrulegu ívafi er ríkjandi,“ segir Díana Allansdóttir hjá Blómavali.
Díana Allansdóttir, deildarstjóri blómaskreytinga hjá Blómavali, býr að
áralangri reynslu í blómaskreytingum hverskonar og er því með puttann
á púlsinum í skreytingum fyrir jólin. Að hennar sögn er mínimalisminn
á útleið og náttúrulegt yfirbragð ræður ríkjum.
Hrím Æ verður algengara að raða kertum á bakka til aðventuskreytinga.
Aðventukrans Hvíti liturinn er alltaf hátíðlegur.
60 Jólablað Morgunblaðsins
Laugavegi 27 101 Reykjavík S: 519 6688 info@suomi.is www.suomi.is
Finnskhönnun
Snilldar kaffivörur
Kapu kaffiskeið 3.900,-
Sola kaffipokastandur 5.900,-
Múmínvörur
Mikið úrval!
Kaffikrúsir 3.800,-
Bakkar frá 3.900,-
Minnisbækur 2.900,-
Minikrúsir (4stk.) 4.900,-
Aihio
Grapponia
kerti
Finnsk hönnunar-
glös endursköpuð
sem kerti
4.500,-