Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 73
Þ
að er hönnunartvíeykið Stáss sem á heiðurinn af skálinni sem
ber einmitt heitið Árstíðir. Stáss skipa þær Helga Guðrún
Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir, sem báðar eru
arkitektar, en Árstíðir eru ekki fyrsti hönnunargripurinn
sem þær stöllur hanna. Hvernig kom til að Stáss fór út í
vöruhönnun í stað húsahönnunar? Helga Guðrún verður fyrir svörum:
„Það var í kjölfarið á hruninu sem við fórum út í þessa sálma, fikruðum
okkur út í smærri muni og fórum að gera skartgripi sem og inn-
anstokksmuni,“ útskýrir Helga Guðrún. „Núorðið erum við alveg á
fullu með ýmis arkitektaverkefni en ætlum að sinna þessu samhliða, svo
við séum ekki með öll eggin í sömu körfinni ef harðnar á dalnum.“ Fyrir
jólin 2008 byrjuðu þær svo á því að senda frá sér gluggaskraut úr plex-
ígleri, og þaðan í frá hafa þær sent frá sér nýja jólavöru fyrir hver jól.
„Þá sendum við frá okkur þrívíða stjörnu til að setja saman og hengja
upp. Síðast gerðum við skrautmuni úr pappa, stjörnur og kúlur.“
Skál fyrir allan ársins hring
Nýja skálin er þó eilítið frábrugðin jólaskrauti fyrri ára að því leytinu
til að hún er ekki eingöngu hugsuð sem jólavara. „Skálin hentar vita-
skuld einkar vel til jólaskreytinga og hún passar sérlega vel sem
aðventuskreyting þar sem hún hefur statíf fyrir fjögur kerti. Hug-
myndin er samt sem áður sú að þú getir notað hana allan ársins hring,“
bendir Helga Guðrún á. „Þá er hugsunin á bak við gripinn sú að hver og
einn geti sett sinn svip – sinn persónulega stíl – á stjakann því mögu-
leikarnir eru óteljandi. Það má setja allt mögulegt í skálina til að
skreyta Árstíðir. Þannig getur hver og einn gert gripinn perónulegri.“ Í
framhaldinu útskýrir Helga Guðrún að bakkinn sé úr áli en viðarskálin
sem í honum liggur sé úr beyki. „Skálin er í heild sinni íslensk fram-
leiðsla og viðarskálin er til að mynda rennd af mjög flinkum og ynd-
islegum manni hér í borg sem tók verkefnið að sér fyrir okkur, og okk-
ur er það ákaflega hugleikið að nýta þau framleiðslutækifæri sem
bjóðast hér heima á Íslandi. Þannig viljum við líka meina að við fáum
meiri gæði samanborið við það ef við værum að panta þetta erlendis
frá.“
Góðar viðtökur
Helga Guðrún bendir á að kertastjakinn Árstíðir sé í reynd framhald
af hillu sem þær gerðu fyrir nokkrum misserum og heitir Fold. Þar
voru þær sömuleiðis að vinna með mjúk form og mjúka áferð sem and-
stæðu við harðan efnivið. Helga Guðrún segir Árstíðir hafa fengið
prýðilegar viðtökur. „Við frumsýndum stjakann á hönnunarsýningunni
í Ráðhúsinu um daginn og fengum afskaplega góðar viðtökur. Grunn-
urinn er ákaflega einfaldur, kertastjakinn hefur einfalt form og auðvelt
að setja sinn svip á hann. Þess vegna höfðar hann til breiðs hóps.“
Árstíðir fást ásamt öðrum hönnunargripum þeirra Stásssystra í
Netagerðinni við Mýrargötu, en þá hönnunarverslun reka þær ásamt
fjórum öðrum hönnuðum, og svo fæst gripurinn einnig í EPAL. Helga
Guðrún bætir við að allar eldri vörurnar frá Stássi séu ennþá fáanlegar
hjá þeim í Netagerðinni.
jonagnar@mbl.is
Stáss „ Hugsunin á bak við gripinn er sú að hver og einn geti sett sinn svip – sinn persónulega stíl – á stjakann því
möguleikarnir eru óteljandi,“ segja þær Helga Guðrún Vilmundardóttir og Árný Þórarinsdóttir.
Jólaskraut Stöllurnar í Stáss senda frá sér nýja jólavöru fyrir hver jól.
Skál fyrir allar árstíðir
Meðal íslenskra hönnunargripa sem koma á
markaðinn fyrir þessi jól er skál sem nefnist
Árstíðir. Skálin er um leið kertastjaki og
hentar því sérlega vel um hátíðirnar en
gengur þó allan ársins hring, eins og annar
hönnuða hennar útskýrir.
’Hugmyndin er sú
að hægt sé að nota
kertastjakann all-
an ársins hring.
Það má setja allt
mögulegt í skálina
til að skreyta Árs-
tíðir. Þannig getur
hver og einn gert
gripinn perónu-
legri.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölhæf Kertaskálin Árs-
tíðir frá Stáss er prýði,
hvort heldur er um jólin
eða á öðrum tímum árs.
Jólablað Morgunblaðsins 73