Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 74
H eimili Birnu G. Jóhannsdóttur og eig- inmannsins, Sigurðar Rúnars Valtýs- sonar, í einu af úthverfum borgarinnar breytist í sannkallað jólahús við upphaf aðventu. Þá spretta upp í öllum horn- um hrekkjóttir handgerðir sveinar og himneskir hvít- ir englar, hátíðleg ljós lýsa upp tré og glugga og líf færist yfir ævintýralegt amerískt jólaþorpið í miðri stofunni. „Jólaskrautið geymi ég í 28 kössum uppi á háalofti og það tekur mig um hálfan mánuð að skreyta allt húsið,“ segir Birna. „Ég byrja að tína skrautið upp úr kössum um mánaðamótin nóvember-desember. Til að heimilið verði ekki ofhlaðið fjarlægi ég fyrst alla muni af borðum og úr hillum og sting þeim ofan í tóma kassana utan af jólaskrautinu. Það má því eig- inlega segja að ég pakki hversdeginum niður, um leið og ég tek upp jólin.“ Fimm hundruð perur Allur útsaumur á heimilinu og flest jólaskrautið er handverk Birnu. „Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og föndrað og safnað jóla- skrauti í um 30 ár. Ég hef voðalega gaman af því að kíkja í jólabúðir í Bandaríkjunum en ég ferðast reglu- lega þangað og kippi alltaf ein- hverju með mér heim. Jólatréð er til dæmis úr JC Penney, það er gervitré en virkar ekta og er með 500 áföstum ljósa- perum.“ Hún segist varla hafa pláss fyrir meira jólaskraut en þó sé erfitt að hætta að safna. „Mér er sagt að ég sé fíkill í þeim efnum. Ég er alltaf föndrandi svo það bætist hægt og rólega við. Ef ég sé jólaskraut í búð sem ég stenst ekki þá bregð ég á það ráð að taka nið- ur skraut í stofunni sem er orðið þreytt og má missa sín og bý þannig til pláss fyrir nýtt.“ Þorpsbúar kætast Jólaþorp Birnu er ævintýri líkast enda nær það að fanga athygli þeirra sem kíkja á það. „Ég hef alltaf verið hrifin af jólaþorpum og keypti mér fyrsta húsið í Bandaríkjunum fyrir 15 árum. Síðan hef ég hægt og rólega bætt í safnið og á nú orðið myndarlegt þorp. Það skipar veglegan sess í húsinu og allir sem hingað koma hrífast. Jólaþorpið kallar fram barnið í manni; ég get sjálf gleymt mér þegar búið er að kveikja öll ljósin í bænum og hringekjan er byrjuð að snúast.“ Á heimilinu á allt skrautið sinn ákveðna stað; á borði, í hillu eða uppi á nagla. Öllu er raðað smekk- lega og ekki of mikið af neinu. Birna býr til jólagjaf- ir, saumar bútasaumsteppi og föndrar kransa. Spurð út í jólabaksturinn segist hún láta til sín taka í eld- húsinu á jólum, bæði við köku- og matargerð. „Ég baka svona tíu til fimmtán smákökusortir, ásamt form- og lagkökum, og bý til konfekt. Svo höldum við hjónin skemmtilegar mat- arveislur með stórfjölskyldunni; börn- um, barnabörnum og systkinum okk- ar.“ Styttist í páska Aðspurð kveðst Birna halda fast í hefðir í jólahaldi, bæði við upphaf og lok jólahátíðarinnar. „Sjötta janúar slökkvum við öll jólaljós og tökum niður skrautið, það er fljótlegt mið- að við að setja það upp og tekur aðeins nokkra daga. Mér finnst alltaf gott að pakka jólaskrautinu. Það er að vísu tómlegt fyrstu dagana á eftir, en þá er ágætt að minna sig á að það er stutt til páska.“ beggo@mbl.is Eldhúsglugginn Jólaleg stemning jafnt úti sem inni. Kórinn Prúðbúnir söngvarar syngja af innlifun. Töfrar Undraheimur jólanna rúmast í glerkúlu. Hrímað Hvítir könglar og gylltir smáfuglar eru fallegir á hátíðarborðinu. Álfar og menn Morgunblaðið/Golli Hughrif „Jólaþorpið kallar fram barnið í manni; ég get sjálf gleymt mér þegar búið er að kveikja öll ljósin.“ Jólaþorp Fyrsta húsið keypti Birna í Bandaríkjunum fyrir 15 árum. Táknrænt Kristur við krossinn.Jólasokkar Handunnið og keypt. Hlýlegt og fallegt heimili Birnu G. Jóhannsdóttur hefur að geyma handunnið jólaskraut, fjörlegar fígúrur, friðsæla engla og amerískt jólaþorp sem lifnar við í byrjun desember. ’„Jólaskrautið geymi ég í 28 kössum uppi á háalofti og það tekur mig um hálfan mán- uð að skreyta.“ 74 Jólablað Morgunblaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.