Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 85
IKEA um jólin. Á pappírinn teikna
þær fallegar jólamyndir og skrifa
jafnvel jólakveðjuna þar, Til: og
Frá: Við setjum stundum glimmer
eða límmiða á gjöfina líka. Þetta er
svo toppað með fallegum borða sem
við bindum með fallegri slaufu, til
dæmis úr Söstrene Grene, Tiger
eða IKEA. Ef við eigum afgang af
túju eða greni frá jólaskreyt-
ingagerð þá smellum við gjarnan
grenibút með, könglum eða litlum
jólakúlum. Úr verður notaleg jóla-
föndurstund og eigandi pakkans fær
persónulega gjöf sem er einstök.“
Döðlukonfekt
1 dl lífrænt kakó
1 dl kókosolía (krukka sett í heitt
vatn og olían brædd)
½ dl dökkt agavesíróp
1 dl grófsaxaðar möndlur/
hnetur að eigin vali
1 dl saxaðar döðlur
Kakó sett í skál og hrært saman
við brædda kókosolíu og agavesíróp.
Möndlum/hnetum og döðlum bætt
saman við. Blandan er sett í kon-
fektform eða klakaform og smellt
inn í frysti í 15-20 mínútur.
Hnetusmjörskonfekt
5 dl ósætt haframúslí
1 dl agavesíróp
1 dl lífrænt hnetusmjör
½ dl kókosolía (brædd í vatni)
½ dl lífrænt kakó
Allt nema múslí er sett í mat-
vinnsluvél og blandað vel saman.
Múslí síðast bætt út í og aðeins
hrært stutta stund svo að áferðin
verði gróf. Mótaðar kúlur og settar í
lítil konfektálform. Stungið í frysti í
20 mínútur.
Jólablað Morgunblaðsins 85
„Á aðfangadagskvöld elda ég alltaf
kalkún með tilheyrandi meðlæti,“
segir Lína. „Ég held mikið upp á
sætar kartöflur, kanil og epli og varð
því himinlifandi þegar ég rakst á
dásamlega uppskrift í amerísku
blaði sem inniheldur þetta þrennt.
Kartöflurétturinn er frábær með
kalkún og ég leyfi uppskriftinni að
fljóta hér með svo hún geti glatt
fleiri en mig og mína.“
2 vænar sætar kartöflur
4 meðalstór epli, skoluð og
skræld
¼ bolli nýkreistur sítrónusafi
½ bolli grófsaxaðar pek-
anhnetur
½ bolli íslenskt smjör í bitum
½ bolli púðursykur (eða pálma-
sykur)
½ bolli lífrænt hunang
2 msk. appelsínusafi
½ tsk. kanill
¼ tsk. engifer
Skrúbbið kartöflurnar vel undir
köldu vatni og skrælið hýðið gróf-
lega af á nokkrum stöðum. Setjið
kartöflurnar í heilu lagi á bökunar-
plötu og bakið við 190° í 35-45 mín-
útur eða þar til þær eru orðnar
mjúkar. Látið kartöflurnar kólna,
skrælið þær þá og skerið í 2 cm
þykkar sneiðar. Skerið skræld eplin
sömuleiðis í 2 cm þykkar sneiðar og
hellið sítrónusafanum yfir þau.
Takið smurt eldfast mót og raðið
sætum kartöflum og eplum til skipt-
is langsum, dreifið pekanhnetum yf-
ir. Skellið í lítinn pott smjöri, sykri,
appelsínusafa, kanil og engifer. Hitið
að suðu og hrærið í allan tímann,
hellið loks blöndunni yfir eplin og
sætu kartöflurnar. Bakið við 190° í
25-30 mínútur.
beggo@mbl.is
Eplasætar kartöflur kysstar
af kanil og pekanhnetum
Jólasveinar eiga sína heimsleika eins og aðrir en um síðustu helgi voru þeirhaldnir í bænum Gällivare í Svíþjóð sem er um 100 km fyrir norðanheimskautsbaug. Þar komu sveinkar saman úr öllum heimshornum og
kepptu innbyrðis í ýmsum greinum sem eiga heima á slíkri samkomu.
Hafragrautur og karókí
Öttu þeir meðal annars saman hreindýrum sínum sem þeir beittu fyrir
sleða sína til kappaksturs. Einnig kepptu þeir í því hver gæti innbyrt sem
mest af undirstöðufæði jólasveina, hafragraut. Reyndu einnig á sönghæfni
sína við undirleik karókítóla og hver gæti dregið sleða með jólagjafapoka
fljótast.
Sigurvegarinn var hollenski jólasveinninn sem er fyrir miðju á myndinni.
Annar varð „rengbogasveinki“ frá Hong Kong og þriðji hinn eistneski „jó-
laári“.
agas@mbl.is
AFP
Bestir Þeir stóðu á verðlaunapalli í lok heimsleika jólasveina í Gällivare.
Jólasveinar halda
sína heimsleika
Sveinkar allra heimshorna komu saman í
Svíþjóð. Kappakstur með jólagjafapoka.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Jólapottur
American Express
Þú gætir unnið ferð
til USA og 100.000
Vildarpunkta!
American Express
ValidThru Member Since
American Express
ValidThru Member Since
American Express er skrásett vörumerki American Express.Kynntu þér málið nánar á www.americanexpress.iser útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
®
Þú gætir unnið glæsilega vinninga ef þú notar Icelandair
American Express til að versla fyrir jólin. Allir meðlimir sem
nota kortið fyrir 5.000 kr. eða meira fyrir 15. desember fara
í jólapottinn og því oftar sem þú notar kortið, því meiri
möguleikar á vinningi!
Sex heppnir meðlimir verða dregnir úr jólapottinum
• 1x Flug fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair og 100.000 Vildarpunktar
• 1x Flug og gisting fyrir tvo innanlands í eina nótt.
• 2x Yndislegt steinanudd fyrir tvo að verðmæti 30.000 kr.
• 2x Gjafabréf á veglega máltíð að verðmæti 25.000 kr.