Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 86

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 86
86 Jólablað Morgunblaðsins Þ að er orðin löng hefð fyrir jólasýningu Árbæjarsafns og hún hef- ur hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðvent- unni,“ segir Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur á Minja- safni Reykjavíkur. „Við viljum trúa því að Árbæjarsafn sé orðið sígilt í hugum landsmanna og það sem þar er í boði á stöðugt erindi við fólk. Enda mun fortíðarþekking vonandi seint heyra sögunni til. Það sýnir sig að safnið virð- ist höfða til allra aldurshópa. Á það sérstaklega við um jólasýninguna, þar sem ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta en börn og fullorðnir fá að kynnast gömlum hefðum, föndra og syngja jólalög.“ Kóngakerti og sauðaket Meðal dagskrárliða í Árbæjarsafni á aðventunni er guðsþjónusta í safn- kirkjunni, sem er að sögn Guðbrands einstök upplifun, og jólatrés- skemmtun á torginu þar sem sungin eru jólalög og dansað í kringum jóla- tréð. „Það er margt um að vera á jólasýningunni og líf í hverju húsi. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti er spunnið og prjónað,“ segir Guðbrandur og heldur áfram: „Í Kornhúsinu verður jólamarkaður á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Í Hábæ er hangikjöt í potti og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti en í stofunni er sýndur útskurður. Í hesthúsinu frá Garðastræti er sýnt hvernig fólk bjó til tólgar- og kóngakerti hér áður fyrr. Dillonshús býður upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti, og í Kram- búðinni verða til sölu handgerð kramarhús, konfekt, kandís í bandi og ýmis jólavarningur.“ Áhugasamir útlendingar Guðbrandur segir Árbæjarsafn vera sívinsælt meðal yngstu kynslóð- arinnar. „Það er alltaf mikill áhugi leikskóla- og skólahópa á þeirri fræðslu sem safnið býður upp á á aðventunni, en það er sérstök leiðsögn sem nefnist Senn koma jólin. Staðan hjá okkur er raunar sú að eftirspurn er meiri en við getum annað og því hafa skólahópar brugðið á það ráð að panta tíma með góðum fyrirvara. Kjarni safngesta er íslenskar fjölskyldur og skóla- börn en fjöldi erlendra gesta sækir safnið jafnframt heim á hverju ári. Í vetur hefur orðið nokkur fjölgun á erlendum gestum með bættri þjónustu, svo sem leiðsögn á ensku alla daga en það er framlag safnsins til hins ágæta átaks Ísland allt árið. Á aðventunni verður útlendingum daglega boðið upp á sérstaka jólaleiðsögn þar sem við munum skyggnast inn á heimili bænda- fjölskyldu um aldamótin 1900.“ Jól í heiðni Aðspurður segir Guðbrandur aðventudagskrá Árbæjarsafns jafnan laða að mikinn fjölda fólks en safnið sé þó sívinsælt, sumar jafnt sem vetur. Ár- bæjarsafn er þó ekki eini sýningarstaður Minjasafns Reykjavíkur því undir það heyrir einnig Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 sem er til húsa í Aðalstræti 16. „Mig langar til að vekja athygli á nýjung á Landnámssýningunni, dag- skrá sem við nefnum Jól að heiðnum sið og fer fram á ensku. Með henni er ætlunin að varpa ljósi á hátíðarhöld sem þekkt voru hér á landi fyrir kristni og tengdust vetrarsólhvörfum. Í desember býðst gestum að fræðast frekar um jól í heiðni og jafnvel strengja heit, líkt og áður tíðkaðist.“ beggo@mbl.is Gleði Nikkan þanin undir berum himni á jólaballi á Árbæjarsafni. Gaman Samkomur á Árbæjarsafni á aðventunni eru fjölsóttar. Kandís í bandi Í Árbæjarsafni liggja jólasveinar á gluggum, kíkja í potta og trufla vinnandi fólk við laufabrauðs- og kertagerð. ’Er ætlunin að varpa ljósi á hátíðarhöld sem þekkt voru hér á landi fyrir kristni og tengdust vetrarsól- hvörfum. Sveitabær Sú var tíð að Árbær var langt fyrir utan bæinn. Gömlu húsin þar eru í stíl gömlu íslensku torfbæjanna og í glysveröld jóla er gaman á broti úr degi að hverfa aftur um aldir. Járn Eldsmiður stendur við aflinn. Morgunblaðið/Ómar Sagan Guðbrandur Benediktsson segir að á jólasýningu Árbæjarsafns fái fólk að kynnast gömlum jólahefðum. Gjöf sem hittir í mark! Flott og öðruvísi veggskraut úr tré. EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.