Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 88
88 Jólablað Morgunblaðsins H ér á landi er það vita- skuld séreinkenni að um 13 mismunandi sveina er að ræða í stað eins. Hér áður fyrr voru þeir þrettánmenningarnir viðsjálsgripir og benti þá nafn hvers og eins til þess ósiðs eða ávana sem viðkomandi hafði. Nöfnunum hafa þeir kumpánar haldið gegnum tíð- ina en núorðið gera þeir minna af óknyttunum sem þeir urðu fyrst þekktir fyrir en verja þess meiri tíma í að gleðja börnin, sem er jú vel. Einn af öðrum koma þeir sveinar ofan úr fjöllunum hvar þeir búa ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Sá fyrsti kemur til byggða fyrir dagrenningu hinn 12. desember og í kjölfarið koma hinir tólf, allt þar til sá síðasti mætir í hús að morgni aðfangadags. Börnin, sem áður fyrr höfðu varann á gagn- vart hinum viðsjárverðu sveinum, hlakka mikið til komu þeirra enda gefa þeir góðu börnunum eitthvað óvænt í skóinn daginn sem þeir koma til byggða. Eftirfarandi er röð sveinanna í komunni til byggða, ásamt þeim skapgerðareinkennum sem hverjum og einum eru gefin í þjóðsögum: Stekkjarstaur Fyrsti jólasveinninn sem kemur til byggða heitir Stekkjarstaur og kemur hann til byggða hin 12. des- ember. Í gamla daga reyndi hann að sjúga ærnar í fjárhúsum bændanna. Giljagaur Á eftir Stekkjarstaur kemur Giljagaur. Giljagaur var talinn fela sig í fjósinu og fleyta froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til. Stúfur Á eftir Giljagaur kemur Stúfur til byggða. Eins og nafnið gefur til kynna er hann minnstur jólasvein- anna. Hann stalst í matarleifarnar sem eftir urðu á pönnunum. Þvörusleikir Á eftir Stúfi kemur Þvörusleikir. Eftir að potturinn var skafinn með þvörunni þótti honum gott að stelast til að sleikja hana í von um að finna eitthvað bragðgott á henni. Pottaskefill Á eftir Þvörusleiki kemur svo Pottaskefill. Hann vildi skafa að inn- an pottana sem ekki var búið að þrífa eftir matseld, og þótti honum skófirnar hið mesta hnossgæti. Askasleikir Á eftir Pottaskefli kemur síðan Askasleikir. Hann var kaldur karl sem laumaði sér inn í bæina og und- ir rúm fólksins. Þegar fólkið lagði frá sér askana á gólfið fyrir framan rúmin þreif hann askinn og sleikti innan úr honum. Hurðaskellir Á eftir Askasleiki kemur síðan Hurðaskellir. Hann er hinn mesti hávaðabelgur og gerir sér að leik að skella hurðum harkalega svo ekki er næði. Skyrgámur Á eftir Hurðaskelli kemur Skyr- gámur. Skyrgámur vissi ekkert betra en skyr. Hann stalst því í búr- ið á bæjunum og hámaði í sig eins mikið af skyri og hann gat í sig látið. Bjúgnakrækir Á eftir Skyrgámi kemur Bjúgna- krækir. Honum þóttu bjúgu af öllum stærðum og gerðum hið mesta hnossgæti. Því stal hann þeim hvar og hvenær sem hann komst í tæri við þau. Gluggagægir Á eftir Bjúgnakræki kemur Gluggagægir. Hann er án efa for- vitnasti jólasveinninn. Ekki mátti hann sjá glugga eða ljóra án þess að leggjast á hann og athuga hvað heimilisfólkið hefðist að. Gáttaþefur Á eftir Gluggagægi kemur síðan Gáttaþefur. Hann er með eindæm- um þefnæmur og veit ekkert betra en ilminn af laufabrauði og kökum. Til að hann geti fundið sem mesta lykt er hann með ógnarstórt nef. Ketkrókur Á eftir Gáttaþef kemur Ket- krókur. Hann veit ekkert betra en ket. Ketkrókur er nokkuð útsjón- arsamur þegar kemur að því að verða sér úti um það. Hann setur krókstaf niður um eldhússtromp- inn og krækir sér þannig í hangi- kjötslæri sem hengd eru í rjáfrin eða nær sér í heitan hangikjötsbita beint úr pottinum. Kertasníkir Á eftir Ketkróki kemur síðan Kertasníkir, síðastur jólasvein- anna, til byggða á vaðfangadag. Hann situr um að hnupla kertum frá fólki sem slysast til að leggja þau frá sér. Helst vill hann hafa þau úr tólg, svo hann geti nartað í þau um leið og hann horfir hug- fanginn á logana sem þau gefa frá sér. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Árbæjarsafn Lopapeysur og rauðar húfur hæfa vel á Árbæjarsafninu, þar sem er fjölþætt fræðsludagskrá fyrir unga sem eldri alla aðventuna. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Norðurland Jólasveinar fyrir bæjardyrum á Grenjaðarstað í Aðaldal. Þetta eru sveinarnir; Kjötkrókur, Stúfur, Kertasníkir og Staurfótur. Sveinn minn jóla Jólasveinninn leggur það í vana sinn um jól- in að gleðja börnin um víða veröld. Sá háttur hans er líkur milli landa en þó hefur hann sín þjóðlegu ein- kenni frá einu landi til annars. www.kokkarnir.is / kokkarnir@kokkarnir.is Stórglæsileg jólahlaðborð í veislusali og heimahús sími 511 4466 Ómótstæðilegar sælkeravörur við öll tækifæri...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.