Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 95

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 95
urpólslestinni og jólastemningin er ósvikin. Elf (2003) Á góðum degi standast fáir Will Fer- rell snúning þegar kemur að gam- anleik. Hér leikur hann Buddy, mann sem hefur verið alinn upp meðal álfa í smiðju jólasveinsins á norðurpólnum. Þar rekst hann heldur illa sökum stærðar sinnar og heldur því til mannheima, nánar tiltekið Banda- ríkjanna, í leit að sjálfum sér og til- gangi tilveru sinnar. Bráðfyndnar uppákomur á færibandi, endalausir frasar sem henda má á lofti og Fer- rell í einu sínu besta hlutverki. The Nightmare Before Christ- mas (1993) Þetta meistaraverk sem runnið er undan rifjum Tims Burtons er brúðu- mynd unnin með stop-motion-tækni og afraksturinn svo ævintýralega flottur að áhorfendur setur hljóða. Þegar hrekkjavökukóngurinn Jack Skellington gerist leiður á því að gera það sama ár eftir ár beinir hann sjón- um að jólahátíðinni. Hann afræður því að taka jólin yfir, þó ekki nema einu sinni fyrir tilbreytinguna, með ferlegum afleiðingum sem leiðréttast þó fyrir sögulok. Klassík. Trading Places (1983) Ein af myndunum sem gerðu Eddie Murphy að einni skærustu stjörnu kvikmyndanna, sem hann var á fyrri hluta níunda áratugarins. Tveir bræður, moldríkir kaupsýslumenn, gera með sér veðmál um hvort hægt sé að gera útigangsmann að brodd- borgara – og öfugt. Murphy fer fyrir þeirra atbeina lóðbeint á toppinn, Dan Aykroyd í ræsið og að endingu taka þeir höndum saman um hefndir. Snilldargamanmynd sem tapar ekki sjarmanum nema síður sé. Scrooged (1988) Nútímaleg útfærsla á Jólasögu Dic- kens segir frá sjónvarpsstjóranum Frank Cross sem treður á öllum sem hann umgangast og það án þess að blikna. Jólaandarnir heimsækja hann samkvæmt ævintýrinu og snúa mannkertinu fljótt til betri vegar. Bill Murray er hér í einu af sínum bestu hlutverkum og smellpassar í rulluna – skemmtilegri ef eitthvað er sem ódámurinn sem hann er áður en and- arnir rétta skapgerðina af. Ómissandi um jólin! Bad Santa (2003) Af svipuðum meiði er jólamynd þessi með órakaðan og slompaðan Billy Bob Thornton í frábærum ham sem einn ófélegasti jólasveinn kvikmynda- sögunnar. Svikahrappurinn Willie notar jólasveinagervið til að ræna verslanir en málin vandast þegar ör- yggisvörður einn kemst á snoðir um vafasamar fyrirætlanirnar og tekur til sinna ráða. Fyrir þá sem vilja frí frá sykursætum jólamyndum. Gam- anið er þó allsráðandi og Thornton er óborganlegur í rullunni. The Santa Clause (1994) Þegar jólasveinninn hrapar fram af þaki húss eins verður heimilisfaðirinn að gera svo vel og taka við skyldum þess fyrrnefnda, með tilheyrandi gjafadreifingu, skeggvexti og bumbu- söfnun. Tim Allen er réttur maður á réttum stað sem fráskilinn faðir, full- komlega úti á þekju, í þessari fjöl- skylduvænu mynd sem setur líf og starf sveinka í talsvert nýtt sam- hengi. Afraksturinn er ljómandi skemmtun þar sem Judge Reinhold stelur ítrekað senunni. Home Alone, 1 (1990) & 2 (1992) Hinar hressilegu myndir um úrræða- góða stráklinginn Kevin MacAllister eru sígild jólaskemmtun, þar sem saman fara indælis jólaboðskapur og bráðfyndin bardagaatriði þegar gutt- inn tekur innbrotsþjófana Harry og Marv til bæna með úthugsuðum og háskalegum dauðagildrum. Fyrri myndin var einn óvæntasti smellur ársins 1990 í kvikmyndahúsum hvar- vetna enda stendur Macauley Culkin sig með stakri prýði. Seinni myndin, sem gerist í New York, er síst síðri. National Lampoon’s Christmas Vacation (1989) Á einhver enn eftir að sjá þessa óborganlegu jólasnilld? Það er und- irrituðum til efs enda má endalaust hlæja sig máttlausan að hrakföllum hins ólánlega heimilisföður, Clarks Griswolds, sem er löngu orðin ódauð- leg týpa í meðförum Chevys Chase. Hann á nóg með jólin eins og þau koma fyrir, en þegar við bætast geð- vondir tengdaforeldrar, snobbaðir nágrannar og bróðurómyndin Eddie ásamt sinni óviðjafnanlegu fjölskyldu er von á eftirminnilegum jólum. Three Days of the Condor (1975) Þessi magnaða spennumynd Sidneys Pollacks er ekki hefðbundin jólamynd sem slík en jólin eru í bakgrunni snú- innar njósna- og svikafléttu þar sem Robert Redford og Faye Dunaway fara með aðalhlutverkin. Seventís- sjarminn er ótvíræður í henni þess- ari, hvort sem er á fatatískunni eða tölvubúnaðinum sem er ómót- stæðilega gamaldags og myndin er í hópi hinna bestu af pólitísku par- anoju-bylgjunni sem gaf af sér marg- ar toppmyndir á árunum ’70-’76. jonagnar@mbl.is Vistaskipti Eddie Murphy, Jamie Lee Curtis og Dan Aykroyd leggja á ráðin. Skröggur Sjónvarpsstjórinn Frank Cross kemst í hann krappan í Scrooged. Jólablað Morgunblaðsins 95 Sími 553 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Bláu húsin v/Faxafen • Undirföt • náttföt • náttkjólar • sloppar Gjöfin hennar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.