Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 99
Leirlist í
bílskúrnum
Mál Engir tveir bollar eru eins þótt form þeirra séu vissulega áþekk.
Þ
egar ég bjó í Danmörku
hélt ég jólamarkað ár
hvert í vinnustofu minni.
Það mæltist vel fyrir. Fólki
finnst gaman að skoða
vinnustofu listamanns. Þegar ég flutti
heim ákvað ég strax að skapa þessa
hefð og nú er ég með markað á vinnu-
stofunni í bílskúrnum mínum í sjötta
sinn,“ segir Bjarni Viðar Sigurðsson
leirlistamaður. Í dag og á morgun,
sunnudag, stendur Bjarni Viðar fyrir
markaði í heimaranni sínu í Hraun-
tungu 20 í Hafnarfirði. Þar verður opið
báða dagana frá kl. 11 til 17.
Smærri verk með notagildi
„Þegar ég var að byrja í leirlistinni
heillaði mig að skapa stór verk og
veggverk. Verk sem flokkast undir
listaverk. Eftir hrunið árið 2008 hafa
flestir listamenn þurft að endurskoða
slíkt. Farið í smærri verk og jafnvel
það sem hefur notagildi. Og ég er þar
engin undantekning,“ segir Bjarni.
Hann hefur síðustu misserin m.a. far-
ið út í að skapa vasa, í ýmsum stærð-
um og gerðum. Einnig kaffibolla og
glös, sem hann hefur aldrei gert áður.
„Ég hef náð að gera hvern bolla og
hvert glas ákveðinn listmun. Engir
tveir bollar eru eins þótt formið sé
áþekkt,“ segir leirlistamaðurinn.
Langur ferill í Danmörku
Bjarni Sigurðsson á langan feril að
baki í leirlist. Hann fluttist til Dan-
merkur árið 1996 og bjó þar í rúman
áratug. Nam við Aarhus Kunst-
akademi og setti eftir það á fót vinnu-
stofu fyrir tíu listamenn, fimm ker-
amikera og jafnmarga málara.
„Þetta var mikið og skemmtilegt
verkefni,“ segir Bjarni sem hefur
sýnt víða í Danmörku. Skapað sér þar
nafn og unnið verk sem söfnurum
ytra þykir fengur í – og ekki er því
ólíklegt að margt sem heillar Íslend-
inga megi finna í Hrauntungu um
helgina. sbs@mbl.is Handverk Listmunir ýmiskonar og á veggnum eru landið og miðin. Vinna Gert af meistarahöndum.
Jólamarkaður í Hrauntungu í Hafnarfirði. Kaffi-
bollar, vasar og glös. Listmunir og engir tveir eins.
Morgunblaðið/RAX
Vinnustofa Bjarni Viðar hefur góða vinnuaðstöðu í bílskúrnum heima og verður þar með jólamarkað sinn.
’Þegar ég var að byrja í
leirlistinni heillaði mig
að skapa stór verk.
Jólablað Morgunblaðsins 99
Meira á www.intersport.is
V
e
rð
e
ru
b
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r
o
g
/
e
ð
a
m
yn
d
a
b
re
n
g
l.
4.990
5.990
L INDUM / BÍLDSHÖFÐA / AKUREYRI / SELFOSSI / www.intersport . is
EITTHVAÐ FYRIR A
LLA
Í JÓLAPAKKANN
MCKINLEY SAGA
Flíspeysa, mjúk og
hlý 100% polyester,
dömustærðir.
MCKINLEY CIRRUS
Útivistarbuxur úr
EXODUS útivistarefni
5000mm vatnsheldni,
vindheldar með
límdum saumum og
góðri öndun, dömu-
og herrastærðir.
MCKINLEY LEON
Flíspeysa, mjúk og hlý 100%
polyester, herrastærðir.
TREK POLES
Göngustafir,
stækkanlegir.
TECNOPRO SUSANNE
Listskautar. Stærðir: 35-40.
STIGA STÝRISSLEÐI
Auðvelt að stýra,
bremsur læsast ekki.7.490
8.990
17.990
4.990