Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 105
H
ér fyrir vestan er
alltaf talað um
tindabikkju. Hún er
eitt afbrigði sköt-
unnar sem víða er á
borðum á Þorláksmessu og sá sið-
ur kemur einmitt héðan að vestan
eins og fleira gott,“ segir Vestfirð-
ingurinn Magnús Ólafs Hansson.
Hann er Vestfirðingur í húð og
hár; fæddur á Hólmavík, bjó lengi
í Bolungarvík en fluttist á Pat-
reksfjörð fyrir nokkrum árum.
Einu má annars gilda hver bærinn
er, allsstaðar er skatan í hávegum
höfð.
Kynntist nýrri menningu
Skata á Þorláksmessu hefur
trúarlegt tákn. Sú var tíðin að
sjálfsagt þótti á aðventunni að
sýna hóf í öllu en gera sér svo
góðan dagamun á jólunum sjálf-
um. Vera dagana fyrir jól með
lakara fiskmeti á borðum, svo sem
skötuna sem veiddist ágætlega á
Vestfjarðamiðum á þessum tíma
árs. Þetta er hin einfalda ástæða
þess að hefðin kemur að vestan;
það er aflabrögð.
„Heima á Hólmavík hjá pabba
og mömmu var alltaf skötustappa
á Þorláksmessu. Þegar ég svo
fluttist til Bolungarvíkur kynntist
ég nánast nýrri menningu. Þá
höfðu börðin verið skorin af sköt-
unni eða tindabikkjunni, sem þá
hafði legið í kæsingu í tvo til tvo
og hálfan mánuð. Þarna er þetta
tekið af mikilli alvöru, skal ég
segja þér og borin fram heilu
stykkin af þessum veislumat,“ seg-
ir Magnús.
Í Bolungarvík fór Magnús Ólafs
lengi í skötuboð á Þorláksmessu
hjá föðursystur sinni, Kristínu
Magnúsdóttur, og Sigurjóni Svein-
björnssyni manni hennar. „Það
sem gerir Þorláksmessuna
skemmtilega eru þessi matarboð
sem eru svo víða. Víða kemur fólk
saman í heimahúsum og á Ísafirði
hefur deild Slysavarnafélagsins
Landsbjargar jafnan haldið skötu-
veislu í aðstöðu sinni. Er þangað
boðið þeim sem taka þátt í starfi
sveitarinnar eða tengjast því.
Þetta eru samkomur sem orð hef-
ur farið af og er ákaflega fallegur
siður,“ segir Magnús um gleðina í
Guðmundarbúð. Samkomur þær
eru raunar landsþekktar en lengi
tíðkuðust beinar útsendingar það-
an í hádegisfréttum Ríkisútvarps-
ins - þannig að þjóðin öll upplifði
stemninguna á öldum ljósvakans.
Vestra segja menn raunar að hinn
sanni skötukóngur sé Halldór
Hermansson skipstjóri, þekktur
málafylgjumaður kenndur við Ög-
urvík í Djúpi.
Rúgbrauð og hnoðmör
En hver er svo galdurinn þegar
matbúa á skötu eða tindabikkju?
Magnús segir þetta í raun ekki
flókið; setja börðin eða stykkis í
pott og sjóða. Bara eins og annan
fisk.
„Kúnstin er sú að leyfa blám-
anum af skötunni aðeins að koma
upp þegar sýður og láta malla svo-
leiðis í tvær þrjár mínútur. Og þá
veiðir maður þetta fínirí upp úr
pottinum, skata sem svo er borin
fram með kartöflum, rúgbrauði
með smjöri og auðvitað hnoðmör,
sérstaklega matreiddum af Finn-
boga Bernódussyni frænda mínum
í Bolungarvík. Og þetta er alveg
herramannsmatur sem mér finnst
tilheyra á Þorláksmessu.Og raun-
ar er alltaf vel til fundið að vera
með skötu á borðum,“ segir Magn-
ús Ólafs Hansson að síðustu.
sbs@mbl.is
Vestfirðir Magnús Ólafs við pottinn með vestfirskan hnoðmör sem er ómissandi með kæstri Þorláksmessuskötu.
Vestfirsk hefð og
herramannsmatur
Kúnstin að leyfa blámanum í sjóðandi pottinum að koma upp. Tinda-
bikkja og skata er víða á borðum á Þorláksmessu. Heilu stykkin borin á
borð, segir Magnús Ólafs Hansson sem hefur víða búið á Vestfjörðum.
’Og þá veiðir maður þetta
fínirí upp úr pottinum,
skata sem svo er borin
fram með kartöflum,
rúgbrauði með smjöri og
auðvitað hnoðmör.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnssson.
Angan Lyktin af skötunni er sterk svo fyrir vitin slær. Mörgum finnst hún
góð og gera henni góð skil. Kári Þór fisksali á Ísafirði er einn þeirra.
Jólablað Morgunblaðsins 105