Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 105

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 105
H ér fyrir vestan er alltaf talað um tindabikkju. Hún er eitt afbrigði sköt- unnar sem víða er á borðum á Þorláksmessu og sá sið- ur kemur einmitt héðan að vestan eins og fleira gott,“ segir Vestfirð- ingurinn Magnús Ólafs Hansson. Hann er Vestfirðingur í húð og hár; fæddur á Hólmavík, bjó lengi í Bolungarvík en fluttist á Pat- reksfjörð fyrir nokkrum árum. Einu má annars gilda hver bærinn er, allsstaðar er skatan í hávegum höfð. Kynntist nýrri menningu Skata á Þorláksmessu hefur trúarlegt tákn. Sú var tíðin að sjálfsagt þótti á aðventunni að sýna hóf í öllu en gera sér svo góðan dagamun á jólunum sjálf- um. Vera dagana fyrir jól með lakara fiskmeti á borðum, svo sem skötuna sem veiddist ágætlega á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs. Þetta er hin einfalda ástæða þess að hefðin kemur að vestan; það er aflabrögð. „Heima á Hólmavík hjá pabba og mömmu var alltaf skötustappa á Þorláksmessu. Þegar ég svo fluttist til Bolungarvíkur kynntist ég nánast nýrri menningu. Þá höfðu börðin verið skorin af sköt- unni eða tindabikkjunni, sem þá hafði legið í kæsingu í tvo til tvo og hálfan mánuð. Þarna er þetta tekið af mikilli alvöru, skal ég segja þér og borin fram heilu stykkin af þessum veislumat,“ seg- ir Magnús. Í Bolungarvík fór Magnús Ólafs lengi í skötuboð á Þorláksmessu hjá föðursystur sinni, Kristínu Magnúsdóttur, og Sigurjóni Svein- björnssyni manni hennar. „Það sem gerir Þorláksmessuna skemmtilega eru þessi matarboð sem eru svo víða. Víða kemur fólk saman í heimahúsum og á Ísafirði hefur deild Slysavarnafélagsins Landsbjargar jafnan haldið skötu- veislu í aðstöðu sinni. Er þangað boðið þeim sem taka þátt í starfi sveitarinnar eða tengjast því. Þetta eru samkomur sem orð hef- ur farið af og er ákaflega fallegur siður,“ segir Magnús um gleðina í Guðmundarbúð. Samkomur þær eru raunar landsþekktar en lengi tíðkuðust beinar útsendingar það- an í hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins - þannig að þjóðin öll upplifði stemninguna á öldum ljósvakans. Vestra segja menn raunar að hinn sanni skötukóngur sé Halldór Hermansson skipstjóri, þekktur málafylgjumaður kenndur við Ög- urvík í Djúpi. Rúgbrauð og hnoðmör En hver er svo galdurinn þegar matbúa á skötu eða tindabikkju? Magnús segir þetta í raun ekki flókið; setja börðin eða stykkis í pott og sjóða. Bara eins og annan fisk. „Kúnstin er sú að leyfa blám- anum af skötunni aðeins að koma upp þegar sýður og láta malla svo- leiðis í tvær þrjár mínútur. Og þá veiðir maður þetta fínirí upp úr pottinum, skata sem svo er borin fram með kartöflum, rúgbrauði með smjöri og auðvitað hnoðmör, sérstaklega matreiddum af Finn- boga Bernódussyni frænda mínum í Bolungarvík. Og þetta er alveg herramannsmatur sem mér finnst tilheyra á Þorláksmessu.Og raun- ar er alltaf vel til fundið að vera með skötu á borðum,“ segir Magn- ús Ólafs Hansson að síðustu. sbs@mbl.is Vestfirðir Magnús Ólafs við pottinn með vestfirskan hnoðmör sem er ómissandi með kæstri Þorláksmessuskötu. Vestfirsk hefð og herramannsmatur Kúnstin að leyfa blámanum í sjóðandi pottinum að koma upp. Tinda- bikkja og skata er víða á borðum á Þorláksmessu. Heilu stykkin borin á borð, segir Magnús Ólafs Hansson sem hefur víða búið á Vestfjörðum. ’Og þá veiðir maður þetta fínirí upp úr pottinum, skata sem svo er borin fram með kartöflum, rúgbrauði með smjöri og auðvitað hnoðmör. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnssson. Angan Lyktin af skötunni er sterk svo fyrir vitin slær. Mörgum finnst hún góð og gera henni góð skil. Kári Þór fisksali á Ísafirði er einn þeirra. Jólablað Morgunblaðsins 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.