Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 109
Flestir skreyta heimili sín með
hefðbundnum jólatrjám eins
og normannsþin eða skella
upp gervitré sem líkist dæmi-
gerðum trjám. Flestum finnst
sitt tré flottast þó í reynd séu
þau öll voðalega lík og mörg-
um gleymd þegar kemur fram
á þorrann.
En svo eru þeir sem vilja
fara aðrar leiðir en þær hefð-
bundnu og þörfum þeirra er
reynt að svala. Til að mynda
geta þeir sem vilja tolla í tísk-
unni – það er annarri tísku en
jólatrjáatískunni – fengið flott
tré við sitt hæfi; tískutréð.
Ótvírætt vekti tré af því tagi
athygli á íslensku heimili og
yrði mönnum minnisstætt.
Tískutréð er 1,50 metrar á
hæð, með kraga, innteknu
mitti og 150 díóðuljósum sem
varpa frá sér hlýjum bjarma.
Á það má hengja frekara
skraut en þess gerist þó engin
þörf.
„Jólatré“ þetta kostar
249,95 dollara, um 32 þúsund
krónur, hjá netversluninni
hammacher.com.
agas@mbl.is
Ljósmynd/hammacher.com
Öðruvísi Tískutréð stingur
tvímælalaust í stúf.
Tísku-
lega
jólatréð
Í umhverfinu allt í kringum okkur eru hlutir sem geta nýst okkur sem inn-blástur í jólaundirbúningi. Einhverjir hafa verið svo sniðugir að safnasaman skemmtilegum myndum og leiðbeiningum að verkefnum á vefsíð-
una Pinterest. Það þarf ekki að kosta mikið að búa til fallegt jólaskraut eða
gjafir sjálfur. Það er líka miklu skemmtilegra að eiga skraut sem fólk hefur
búið til sjálft frekar en keypt í stórmarkaði.
Á Pinterest geturðu slegið inn leitarorð, til dæmis „jól“ og fengið upp
fjöldann allan af svokölluðum spjöldum. Þar geturðu skoðað verkefni sem út-
skýrð eru í myndum og máli skref fyrir skref, eða bara skoðað myndir og
fengið góðar hugmyndir. Hægt er að fá ýmiss konar íslenskar bjórkippur í
fallegum umbúðum og föndurvörurnar færðu fyrir klink. Þetta skemmtilega
föndur er auðvelt að gera og enn skemmtilegra að fá sem gjöf.
arnasigrun@gmail.com
Hressi-
legt jóla-
föndur
Þetta skemmtilega föndur er auðvelt að gera og
enn skemmtilegra að fá sem gjöf.
Glaðlegt Þessi eit-
urhressa bjórkippa
gæti vakið lukku.
Ljó
sm
ynd
/Ar
na
Sig
rún
Jólablað Morgunblaðsins 109
5X SNYRTISPEGILLINN
ÓVIÐJAFNANLEGI
HANN FESTIST MEÐ SOGSKÁLUM
Á ANNAN SPEGIL
FÖRÐUN OG RAKSTUR VERÐUR
LEIKUR EINN
STÆKKUNARSPEGILLINN
BÝÐUR UPP Á MESTU
SKERPU SEM VÖL ER Á
MAKE-UP MIRRORS
Klappastíg 44 – Sími 562 3614
Jólastemning
í Pipar og salt
Bresk
Gæðavara
Jólachutney
Jólasulta
Jóla-
marmelaði
Koníakslegin kaka
Whiskýlegin
ávaxtakaka
kr. 595
Englaspil
Kertastjaki
kr. 2.995
kr. 1.995
kr. 1.995
kr. 1.995
Kokkabóka-
statíf
kr. 8.500
Þetta er fyrsti lampinn frá Tulipop og hefurhann fengið frábærar viðtökur hér á landijafnt sem erlendis,“ segir Signý Kolbeins-
dóttir, hönnuður Tulipop og skapari Herra Barra.
„Hann býr á Hauskúpuhæð á eyjunni Tulipop og er
þar elstur af íbúunum, traustur náungi og mikill
heimspekingur,“ útskýrir hún. „Það er ósjaldan
leitað til hans því hann er mikill sálusorgari og gef-
ur ráð, sem eru þó stundum svo torskilin að þau
kveikja fleiri spurningar en þau svara. Hann er
nefnilega verulega „djúpur“ segir Signý og kímir
við.
Grætur demantatárum
En Herra Barri er svo mikið gæðablóð að honum
fyrirgefst þótt ráðin hans séu illskiljanleg, og um
leið næstum gagnslaus, upplýsir Signý, og það fara
flestir sáttir frá honum. „Að vísu svolítið ráðvilltari,
en sáttir samt.“
Herra Barri hefur aðeins einn breyskleika, svo
vitað sé; hann er syndsamlega sólginn í eðalsteina.
„Fallegustu gimsteinarnir í safninu hans hafa
myndast úr sönnum hamingjutárum, því Herra
Barri hefur þá náðargáfu að geta umbreytt tárum í
demanta,“ segir Signý. „Þess vegna grætur hann
alltaf svolítið á hverjum degi. En það er líka svo
gott fyrir sálina.“
Herra Barri bíður þess að væntanlegir eigendur
vitji sín í Aurum, DÚKA, Epal, Snúðum og snæld-
um, Pottum og prikum Akureyri, Kistu, Menning-
arhúsinu Hofi, Akureyri og á heimasíðu Tulipop.
jonagnar@mbl.is
Eins og fjallað er um annars staðar í jólablaðinu eru barrtrén sem við
skreytum fyrir jólin af mörgum gerðum. Herra Barri er þó alveg sér á parti.
Herra Barri lýsir upp skammdegið