Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 8
Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 F lest fer vel ef við skiljum að ein stærstaáskorun lífsins er að setja annan fótinnfram fyrir hinn og halda áfram,“ segir eldra og vitrara fólk gjarnan þegar rætt er um tíma- bundna erfiðleika okkar sjálfra eða samfélagsins alls. Þessi orð komu ítrekað upp í hugann þegar ég skoðaði nýbirta skýrslu McKinsey & Company um íslenska hagkerfið og þær áskoranir sem bíða okkar til að auka hér vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir – að halda áfram. Að við sem þjóð setjum annan fótinn fram fyrir hinn og nýtum tækifærin sem bíða í hverju nýju skrefi. Skýrslan er sem sagt bæði athyglisverð og gagnleg. Hún ber þess merki að vera skrifuð af aðilum sem horfa á sóknarfæri þjóðarinnar án þess að gæta sérstakra hagsmuna og einblína á meginþætti fremur en einstaka þætti. Helsta nið- urstaðan er skýr. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Og það gerum við best með því að búa vel að grunnatvinnuveg- unum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem nýsköpun, útflutningur og betra verð fyr- ir auðlindir skipta miklu. Þarna liggja okkar tæki- færi, vaxtarmöguleikar og leiðir út úr þeim erf- iðleikum sem hindrað hafa íslenskt hagkerfi. Og hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfið sem fóstrar slík tækifæri með sanngjörnu regluverki, hófsömum álögum og öflugri menntun. Styrkleikar okkar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá, skref fyrir skref. Framleiðni og arðsemi er ekki eins mikil og hún gæti verið hér, þrátt fyr- ir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en eitthvað skortir á skýr markmið og kröfur um árangur. Þetta virð- ist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera. En þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt – mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Við stöndum á þeim tímamótum að taka ákvarðanir um hvert við viljum stefna. Viljum við áfram lokað hagkerfi þar sem vaxtarmöguleikar okkar eru fáir og svigrúm til athafna takmarkað eða viljum við nýta þau fjölmörgu tækifæri sem til staðar eru. Skýrsluhöfundar leggja til að við náum sátt um síðari leiðina og telja að þar skipti mestu aukin samvinna stjórnmála, atvinnulífs og al- mennings í landinu að sameiginlegu markmiði. Markmiði um að auka hér vöxt – markmiði um að halda áfram. En til þess þarf stjórnvöld sem þora, geta og vilja. Stjórnvöld sem líta fremur til þess sem sam- einar en þess sem sundrar og stjórnvöld sem vita að fái fólkið sjálft að nýta tækifærin verður sam- eiginlegt markmið okkar allra um vöxt og velsæld skýrt. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tókum höndum saman, náðum að yfirstíga vand- ann og héldum áfram – skref fyrir skref. Höldum áfram * Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiriframleiðni og fjárfestingu. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Æfingar standa nú yfir á glænýju og óvenjulegu leikriti sem frum- sýnt verður á Akureyri síðla mán- aðarins. Þar glíma Þráinn Karls- son, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal við það skemmtilega verkefni að leika sjálfa sig. Jón Gunnar Þórðarson, skrifari verksins og leikstjóri, tekur svo til orða að þremenningarnir leiki „gamla, bitra, geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir!“ Leikritið kalla þeir Ég var einu sinni frægur og það verð- ur sýnt í Ketilhúsinu á vegum Silf- urtúnglsins. Jón Gunnar hefur far- ið fyrir því félagi og m.a. sett upp söngleikinn Hárið í Hofi. Jón Gunnar hefur setið við skriftir undanfarinn mánuð og sett saman handrit eftir fjölda viðtala við leikarana. „Þeir nota sögur úr eigin reynslu; Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!“ Inn í sýninguna fléttast tónlist úr þeim verkum sem þeim þykir hafa staðið upp úr á 50 ára leiklist- arferli. „Gestur minnist á tímann sinn í útvarpinu, Alli reynir að selja heilsukrem frá Hrísey þar sem hann býr og Þráinn bölvar flestum sýningum sem hann hefur tekið þátt í!“ Verkið er í anda Grumpy Old Men, þar sem Jack Lemmon og Walter Matthau fóru á kostum. Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri sem fer algjörlega úr böndunum … Gamlir og geðillir ÞRJÁR KEMPUR AÐ NORÐAN, GESTUR EINAR, ÞRÁINN OG ALLI BERGDAL, LEIKA SJÁLFA SIG; GAMLA, BITRA OG GEÐILLA LEIKARA SEM HALDA AÐ ÞEIR SÉU DÁÐIR OG VINSÆLIR! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gestur Einar Jónasson, Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal sem þeir sjálfir í leikritinu Ég var einu sinni frægur í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Prestar huga að vetri Vetur konungur mætti til leiks í vikunni og netverj- ar hófu undirbúning fyrir komandi tíð. Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur bauð til dæmis negld snjódekk til sölu á Facebook. Nánast ónotuð að eigin sögn en eftir að hann endurnýjaði bifreið sína eru dekkin sem hann átti fyrir of lág fyrir þá nýju. Annar séra, Hild- ur Eir Bolla- dóttir, prestur í Akureyrarkirkju, sagðist verða aft- ur 10 ára í svona veðri. „Heima í Laufási, Zitroën- bíllinn fenntur í kaf, útvarpsþul- urinn að aflýsa skólahaldi og öðr- um mannfögnuðum, ekki að það veki hugrenningatengsl, við Bolli bróðir að leita að einhverju sætu í suðurbúrinu en þar eru bara kok- teilber og súkkulíki frá Lindu.“ Rok í Reykjavík Þá gustaði hressilega um lands- menn í vikunni og tíndust inn stöðuuppfærslur sem báru því vitni. Innanhússráðgjafinn sjálfur Sesselja Thorberg, eða Fröken Fix, mátti þannig horfa á eftir blómapottunum sínum brotna meðan ruslatunnan hjá Marsibil Sæmundardóttur rúllaði í burtu. Öllu verra var ástandið hjá Jó- hönnu Kristjóns- dóttur rithöfundi, hjá henni voru þak- plötur að losna af húsinu hennar í Vesturbænum. Lífskúnstnerinn og skaupskríbentinn Halldór Hög- urður átti þó fok-status dagsins: „Ef þessi vindátt helst þá verður slegið mannfjöldamet í Hafnarfirði innan skamms.“ Airwaves Þá eru ljósmyndir af Airwaves farn- ar að birtast á Facebook þar sem maður og annar er merktur inn á hressar tónleika- myndir. Meðal þeirra sem skemmtu sér þar saman í vikunni voru Solla Eiríks- dóttir, Linda Pétursdóttir og hráfæðiskokkurinn David Wolfe. AF NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.