Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 13
Ég hreinlega sprakk og gat ekki haldið þessu inni því ég vissi í hjarta mínu að ég var öðruvísi og var viss um samkynhneigð mína frá kynþroska,“ segir hann. Hann segir að hann hafi prófað að vera með stelpum. „Það gekk alveg en ég fílaði það ekki. Ég hélt kannski að þessar langanir myndu bara hverfa en svo reyndist ekki vera. Ég var líka aldrei í neinu alvöru sambandi með stelpum og þau stóðu stutt yfir.“ Daníel segir að hann hafi stundum fundið tilfinningar í garð skólafélaga og þeirra sem voru í kringum hann. „Það fyrsta sem maður ger- ir er að bæla þær tilfinningar niður. Enda vissi ég ekkert hvernig ég átti að taka á þessu. Það var skrítið að vera ekki skotinn í sætustu stelpunni eins og allir hinir. Ég hélt alltaf minni fjarlægð frá strákunum og lokaði algjörlega fyrir þess- ar tilfinningar þangað til að ég kom út.“ Líkt og svo margir samkynhneigðir var hann lengi að sætta sig við kynhneigð sína. ,,Ég var alltaf að rífast við sjálfan mig og að bæla niður þessar tilfinningar. Ég er ekki að segja að ég hafi orðið ein- hver fyllibytta, en þegar ég var að sætta mig við þetta drakk ég meira en vanalega. Fór mikið út á lífið um helgar. Þar kynntist ég strák. Í kjölfarið kynntist ég vinum hans og um- gekkst samkynhneigða í fyrsta skipti á ævi minni. Það var mjög frelsandi tilfinning að vera í kringum fólk sem var alveg sama. Það gaf mér styrk því eftir að ég hafði umgengist þennan minni hóp fékk ég sjálfstraust til þess að viðurkenna samkynhneigðina fyrir stærri hóp. En ég óttaðist alltaf við- brögð handboltastrákanna mest,“ segir Daníel. Fjölskylda hans tók því vel þegar hann kom út úr skápn- um. Hann segir að það hafi ekki komið þeim sem stóðu hon- um næst á óvart. Menningin hefur fælingarmátt Daníel fór að æfa handknattleik með Stjörnunni sem barn. Hann spilaði gjarnan með eldri strákum. Fyrir vikið var hann eilítið einangraður til að byrja með. Þegar hann varð eldri og náði hinum strákunum í þroska stafaði einangrunin helst af ólíkum kenndum. „Það kemur svo náttúrlega fyrir hjá hinum handboltastrákunum að tala um stelpur. Alveg eins og ef ég myndi tala um stráka. En þegar strákarnir voru að tala um stelpurnar vissi ég aldrei hvað ég átti að segja.“ Hann segir þennan menningarmun kunna að hafa þau áhrif að færri sam- kynhneigðir séu í íþróttum. „Ég held að það séu færri homm- ar í meistaraflokki í íþróttum og það er vegna þessarar ólíku nálgunar á hlutina eins og með stelpurnar og annað. Margir detta út á framhaldsskólaárunum þar sem áhuginn leitar ann- að. Mín tilfinning er sú að fleiri samkynhneigðir hafi áhuga á því að fara aðra leið en íþróttaleiðina. Ég veit ekkert um það með vissu en ég hef það á tilfinningunni að hommum finnist óþægilegt að vera í þessari stemningu þar sem t.d. homma- brandarar fljúga. Hann hvetur homma sem eru í íþróttum til að koma út úr skápnum á sínum hraða. ,,Ég vildi óska þess að það væri aðeins meiri fræðsla um samkynhneigð í íþrótt- um. Þá hefði ég kannski ekki verið eins lengi inni í skápnum og raun bar vitni. Persónulega hafði ég aldrei þekkt neinn samkynhneigðan og vissi ekki hvort þetta væri bara bundið við mig eða hvort einhverjir aðrir bæru sömu tilfinningar. Ég held að það væri mjög gott fyrir stráka í íþróttum að fá slíka fræðslu. Þó að menn komi kannski ekki út úr skápnum bara einn, tveir og þrír eftir einhvern fyrirlestur getur hann verið gagnlegur til að útrýma fáfræðinni,“ segir Daníel. Auðvelt að koma út úr skápnum ,,Mín reynsla er sú að það sé auðveldara fyrir íþróttamenn að koma út úr skápnum en fólk heldur. Það er flestum að verða alveg sama um þína kynhneigð. En þú verður samt að hafa ákveðinn þröskuld fyrir gríni á þinn kostnað. Alveg eins og allir aðrir sem stunda íþróttir. Menn mega ekki vera of hör- undsárir og halda að allt sem sagt neikvætt um þá sé vegna þess að þeir séu samkynhneigðir. Ekki má gleyma sér í að einbeita sér að kynhneigð. Þú ert fyrst og fremst ein- staklingur,“ segir Daníel. Hann segist finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að hann kom út úr skápnum. Það smiti líka inn á handboltavöllinn. ,,Ég er mjög opinn og hreinskilinn núna. Áður var ég svolítið inni í mér. Ég var alltaf að bæla eitthvað inni í mér og fyrir vikið var karakterinn daufari. Þessu má líkja við að vera með móðu á gleraugunum. Þegar búið er að þurrka hana er eins og þú sjáir allt mun skýrara en áður.“ Ekki í Gay pride Aðspurður hvort hann geti hugsað sér að standa á palli í Gay pride-skrúðgöngunni í handboltabúningi, segir hann svo ekki vera. „Framtakið er frábært, en ég býst ekki við því að gera það. Helst myndi ég vilja að við þyrftum ekki á svona skrúð- göngu að halda og að öllum væri hreinlega sama um kyn- hneigð þína,“ segir Daníel. Daníel er hæglátur íhugull strákur og honum finnst nóg um athyglina sem beinist nú að honum. ,,Þetta er óþægilegt að því leyti að nú er ég allt í einu orðin einhver rödd fyrir samkynhneigða íþróttamenn. Nú get ég ekki lengur bullað eitthvað, heldur þarf að vera vandari að orðum mínum. Síðan hafa skilaboðin fyllst á Facebook. Sumir eru að reyna við mann og það hefur komið úr mörgum áttum. En ég er nú ekki mikið að kippa mér upp við það. Ég er ekki að leita mér að neinu í augnablikinu enda nýkominn úr sam- bandi,“ segir Daníel að lokum. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Þrátt fyrir að lágt hlutfall samkynhneigðra íþrótta- manna hafi verið á meðal þátttakenda á Ólympíu- leikunum í London í sumar hefur þeim þó fjölgað um rúmlega helming frá því á síðustu leikum. 23 þátttak- endur í London höfðu opinberað samkynhneigð sína samanborið við tíu sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og 11 ellefu í Aþenu fyrir átta ár- um. Af einhverjum ástæðum eru fleiri íþróttakonur sem viðurkenna samkynhneigð sína. Úr kvennaknatt- spyrnu á Íslandi eru t.d. fjölmörg dæmi um samkyn- hneigðar konur sem stunda íþrótt sína. Sömu sögu er ekki að segja úr heimi karlaknattspyrnu þar sem einn leikmaður sem leikur í þriðju deild á Íslandi hefur komið út úr skápnum opinberlega. Raunar er það svo að af öllum þeim aragrúa leikmanna sem leika þessa vinsælustu íþrótt heims eru aðeins örfá dæmi þess að leikmenn hafi stigið opinberlega fram með samkynhneigð sína. Einn þeirra er hinn 31 árs gamli David Testo, sem meðal annars hefur leikið í MLS- deildinni í Bandaríkjunum. Hann kom út úr skápnum á síðasta ári. Í viðtali við vefútgáfu íþróttamiðilsins Out of bounds segir hann frá angist sinni sem sam- kynhneigður íþróttamaður. Hvernig hann bjó til ímynd hins fullkomna manns; var fyrirliði háskólaliðsins, í sambandi með klappstýru og tók þátt í því að níða skóinn af samkynhneigðum. Undir niðri hafi angistin sótt á hann daglega þar sem honum hafði verið kennt í sínu kristilega uppeldi að samkynhneigð væri synd og hann myndi „brenna í helvíti“ fyrir þessar langanir sínar. Hann bar þær byrðar þar til hann var kominn nærri þrítugu, þegar hann „sprakk“. „Ég er hommi, ég er hommi, þetta er ekki mitt val, þetta er hluti þess sem ég er og það hefur ekkert með hæfileika mína sem knattspyrnumaður að gera,“ sagði Testo í viðtalinu. Hann bætti því við að eina eftirsjá hans væri sú að hafa ekki komið fyrr út úr skápnum. Hvatti soninn til að koma út úr skápnum Anton Hysén er sænskur knattspyrnumaður sem op- inberaði samkynhneigð sína í fyrra. Þessi 23 ára gamli leikmaður leikur í sænsku þriðju deildinni en á að baki landsleiki með yngri landsliðum Svía. Hann er sonur fyrrverandi knattspyrnuhetju úr Liverpool, Glens Hy- séns. Nokkurt fjölmiðlafár varð eftir að Glen sló til manns sem leitaði á hann á ölknæpu í Gautaborg árið 2007. Slógu fjölmiðlar fram forsíðufréttum af honum undir fyrirsögnum þar sem hann var sagður homma- fælinn. Öllum að óvörum kom Glen fram í Gay pride- göngunni það sama ár og hvatti alla íþróttamenn til að koma út úr skápnum. Sérstaklega beindi hann orð- um sínum að 16 ára dreng sem hann þekkti til án þess að útskýra það nánar. Anton Hysén sagði að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á sig og leitt til þess að hann hafði þor til þess að koma út úr skápnum. Þriðji knattspyrnumaðurinn sem komið hefur út úr skápnum opinberlega er Justin Fashanu, sem meðal annars lék með fjölmörgum liðum á Englandi á ár- unum 1978-1991 og liðum í Svíþjóð, Kanada og Skot- landi til 1997. Eftir að hann viðurkenndi samkyn- hneigð sína opinberlega gekk honum erfiðlega að fá samning á Englandi auk þess sem fjölskyldan afneitaði honum. Justin framdi sjálfsmorð á heimili sínu í Lond- on árið 1998. Í bréfi sem hann skildi eftir sig sagðist hann ekki vilja valda fjölskyldunni frekari smán. Bróðir hans John Fashanu, sem einnig lék knattspyrnu sem atvinnumaður á Englandi, sagði í viðtali við BBC að hann bæri mikinn harm í brjósti þar sem hann taldi sig bera mikla ábyrgð vegna dauða bróður síns. Von- aðist hann til þess að viðbrögð hans og fjölskyldu hans yrðu öðrum víti til varnar. „Ég er hommi, ég er hommi“ David Testo AFAR SJALDGÆFT ER AÐ KARLMENN Í ÍÞRÓTTUM KOMI OPINBERLEGA FRAM MEÐ SAMKYNHNEIGÐ SÍNA. EINUNGIS ERU TVÖ ÞEKKT ATVIK AF ATVINNUMÖNNUM Í KNATTSPYRNU SEM OPINBERAÐ HAFA SAMKYNHNEIGÐ SÍNA. Anton Hysén Justin Fashanu „Við höfum ekki verið með neina fræðslu um samkyn- hneigð en það er þannig í íþróttum að allir hafa fengið að spila óháð öðrum hlutum. Við stönd- um heilshugar að baki allri umfjöllun um þessi mál. Segja má að viðtalið hafi opnað augu okkar gagnvart þessu og við ætlum okkur hér eftir að gefa þessu gaum,“ segir Árni Stefánsson, verkefnisstjóri fræðslu- og útbreiðslumála hjá HSÍ. „Þetta er hluti af fræðslu sem við þurfum að taka inn í þjálfaranám- skeið okkar. Við erum sífellt á varð- bergi gagnvart einelti og öðru. Við erum með viðbragðsáætlun þegar slíkt kemur upp,“ segir Árni. Munu taka upp fræðslu Árni Stefánsson „Í sjálfu sér hefur fræðsla okkar ekki beinst að þessu at- riði. Við höfum ein- blínt á hvers konar fordóma í víðum skilningi. Þar er meðal annars minnst á samkyn- hneigð,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Þess má geta við höfum verið í ágætis samstarfi við knattspyrnu- félagið Styrmi,“ segir Þórir. „Þessi mál eru alltaf til umræðu en ég við- urkenni að við höfum einblínt á jafnréttið í víðum skilningi,“ segir Þórir. Hann á ekki von á að samkyn- hneigð verði gerð sérstök skil í fræðslustarfi sambandsins. Almenn fræðsla Þórir Hákonarson Alfreð Hauksson er formaður íþrótta- félagsins Styrmis, sem samanstendur af samkynhneigðum íþróttamönnum að megninu til. Félagið er með starfsemi í blaki, fótbolta, sundi og skotfimi. „Menn velja að koma til okkar á eigin forsendum, í það umhverfi sem við bjóðum upp. Innan okkar raða myndi vera tekið strax á fordómum. Þessu er kannski ekki að fagna innan ann- arra íþróttafélaga. Ég held að það geti verið ein skýringin á því af hverju samkynhneigðir eru fáir í skipulögðum hópíþróttagreinum, án þess að hægt sé að fullyrða það,“ segir Alfreð. Tekið á fordómum Alfreð Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.