Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 F ríður Birna Stefánsdóttir stal að margra mati sen- unni á þingi ASÍ sem haldið var í síðasta mán- uði. Þar fór hún óvænt upp í pontu og hélt ræðu sem vakti mikla athygli. Í ræðunni ræddi Fríður Birna um verkalýðs- baráttu og húsnæðismál og vitnaði í eigin reynslu en hún keypti fyrstu íbúðina átján ára gömul og þurfti seinna að glíma við mikla fjárhagserfiðleika. Fríður Birna starfar sem sér- fræðingur í bókhaldshugbúnaði hjá CCP og situr í stjórn VR og slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík. Þegar hún er spurð af hverju hún hafi haldið óundirbúna ræðu á ASÍ-þinginu segir hún: „Menn töluðu þarna fram og aftur um húsnæðismál, verðtryggingu og vexti. Svo kom einhver upp í pontu og sagði: „Það er ekki skrýtið að þetta unga fólk geti ekki keypt sér íbúð, það kaupir sér gemsa fyrir tugi þúsunda.“ Þetta fannst mér fáránleg fullyrð- ing. Það að skamma krakka fyrir að kaupa dýra farsíma kemur húsnæðismálum ekkert við. Í eðli- legu samhengi á fólk að geta komið sér þaki yfir höfuðið án þess að neita sér um allt milli himins og jarðar og þurfa að vinna myrkranna á milli. Það er hins vegar ríkt í eðli okkar Ís- lendinga að telja að strit sé eðli- legt og sjálfsagt. Mín húsnæðis- mál hafa verið allavega í gegnum tíðina og ég hef komið við á mörgum stöðum. Þess vegna gengu umræðurnar fram af mér og ég fór upp í pontu.“ Er verkalýðshreyfingin að þínu mati á villigötum í áherslum sín- um? „Ég geri þá kröfu að verkalýðs- hreyfingin rannsaki hver staða fólks raunverulega er þegar kemur að húsnæðiskaupum. Verkalýðs- hreyfingin reiknar, að ég tel, út frá forsendum sem bankarnir og ríkisstjórnin búa til. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þær for- sendur eru réttar. Sameinuð verkalýðshreyfing á ekki að taka við upplýsingum frá ríkisstjórninni og byrja að væla. Hún á að kanna málin. Ég man eftir Guðmundi jaka og fleiri verkalýðsforingjum, þeir börðust en vældu ekki. En til að geta sýnt ákveðni verðum við að vita hvað við erum að tala um. Verkalýðshreyfingin á að rannsaka málin og vera beittari en hún er. Hún á að berjast fyrir verkafólk, ekki vasast í bankamálum og Evr- ópumálum og týna sér á flugi ein- hvers staðar. Umræðan er oft á villigötum og það er ekki horft í réttar áttir. Sem dæmi má nefna umræðuna um fátækt. Ég geri mér fulla grein fyrir því að margir eiga ekki fyrir mat og ég veit alveg hvernig það er. Á meðan taka fjölmiðlar viðtöl við fólk sem segist eiga óskaplega bágt en þegar málin eru skoðuð nánar þá á þetta fólk, í mörgum tilvikum, ekkert óskaplega erfitt með að koma sér út úr bágind- unum ef það vildi. Á sama tíma eru aðrir sem búa við raunveru- lega fátækt, jafnvel að ala upp börn. Þetta fólk fer ekki í fjöl- miðla. Hin raunverulega fátækt er vandlega falin. Þetta er einmitt eitthvað sem verkalýðshreyfingin ætti að beina sjónum að.“ Lífið var í tætlum Þú vitnaðir í eigin reynslu í ræðu þinni á ASÍ-þinginu. Þú varst átján ára þegar þú keyptir fyrstu íbúðina þína en svo fór margt á verri veg. Segðu mér aðeins frá þessu. „Ég hef verið að vinna í Sjanghæ í Kína því CCP, fyr- irtækið sem ég vinn fyrir, er með skrifstofu þar. Ég var talsvert mikið í Kína síðastliðinn vetur og vann í fjármáladeild. Regluverkið og pappírsvinnan minnti mig um margt á hlutina hér á landi þegar ég var fyrst að byrja að vinna, kornung. Menn óskapast yfir of- stjórninni í Kína en ástandið þar er að mörgu leyti bara eins og það var hérna áður fyrr. Ég vann þarna aðallega með fólki sem er um þrítugt og lítur á sig sem nýja Kína. Foreldrar þeirra, sem eru jafnaldrar mínir, eru gamla Kína. Kínverjar geta ekki með nokkru móti skilið hvernig ég hafði efni á að eignast barn 19 ára gömul. Mitt svar er: Ég var ekkert að spek- úlera í því hvort ég hefði efni á því eða ekki. Ég bjó heima hjá mömmu og svaf hjá og fannst frá- bært að eiga von á barni og skildi ekkert í því að mamma væri ekki himinlifandi. Heima hafði mér verið kennt að leiga væri blóðpeningar og við barnsfaðir minn keyptum okkur ósamþykkta, pínulitla 40 fermetra íbúð, löguðum hana og hún þre- faldaðist í verði á einu ári. Ári seinna keyptum við okkur fjögurra herbergja íbúð. Síðan byggðum við og skildum fljótlega upp úr því. Ég seldi húsið og keypti mér blokkaríbúð og stofnaði fyrirtæki og var mjög skuldsett þegar ég skrifaði upp á lán fyrir manneskju sem ég þekkti. Þegar það lán fór í vanskil fór ég að athuga hvernig stæði á því og sá sem ég hafði skrifað upp á fyrir sagði mér að þetta væru tímabundin vandræði. Ég er kóari í eðli mínu og borgaði það sem komið var í vanskil og taldi mig fá endurgreitt eftir nokkra mánuði. Það varð ekki. Þetta var árið 1993 sem í mínu lífi er „annus horribilis“. Ég var þrítug, fráskilin tveggja barna móðir. Mamma var fallin frá, móð- uramma mín veiktist mikið og dó síðan. Framtennurnar í mér voru ónýtar sem mér fannst vera end- irinn á lífinu. Ég ætlaði að leysa fjármálin og seldi íbúðina og tók aðra upp í en í þá íbúð flæddi og ég fékk ekki bætur fyrir það. Lífið var í tætlum. Ég hafði alltaf haft mikla trú á mannkyninu og því að allir væru í eðli sínu góðir. Þarna hrundi sú trú. Ég uppgötvaði að það er til fólk sem sparkar í þá sem eru minni máttar. Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram að nokk- ur maður myndi gera svoleiðis. Þessi uppgötvun gerði mig mjög harða um tíma. Allt var erfitt en ég beit ég á jaxlinn og hélt áfram.“ Páll Pétursson tekur upp símann Hafðirðu alltaf húsnæði eða lent- irðu á vergangi? „Ég hafði alltaf húsnæði en gat ekki alltaf búið með börnunum mínum sem var mjög erfitt. Í tví- gang vorum við börnin aðskilin. Í fyrra skiptið endaði með því að ég fór til bankastjóra. Ákveðinn bankastjóri hafði haldið í mér líf- inu, hann vissi hvað ég stóð fyrir og hafði trú á mér en hann var hættur störfum og annar maður kominn í hans stað. Ég sagði við þennan nýja bankastjóra: Ég get þetta ekki. Ég get ekki búið svona. Hann sagði: Við finnum út úr þessu, sem við og gerðum. Þarna lærði ég að traust sem áunnist hefur hjá einum manni getur yf- irfærst á annan mann. Það var góð tilfinning. Ég var stöðugt að reyna að fá íbúð í félagslega kerfinu. Það var mjög erfið ganga. En fólk eins og ég bjargar sér. Mér var neitað um Fólk eins og ég bjargar sér FRÍÐUR BIRNA STEFÁNSDÓTTIR FLUTTI ÁHRIFA- MIKLA RÆÐU Á SÍÐASTA ASÍ ÞINGI OG VITNAÐI Í EIGIN REYNSLU. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN UM ERFIÐLEIKA OG ÁTAKAMIKIL ÁR Í LÍFI SÍNU EN UM TÍMA ÁTTI HÚN VARLA FYRIR MAT. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ég hafði alltaf haft mikla trú ámannkyninu og því að allir væru íeðli sínu góðir. Þarna hrundi sú trú. Ég uppgötvaði að það er til fólk sem sparkar í þá sem eru minni máttar. Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram að nokkur maður myndi gera svoleiðis. Svipmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.