Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 15
félagslegt húsnæði vegna þess að ég var með of háar tekjur. Það var ekkert einkennilegt við það að ég væri tekjuhá því ég var í mörgum störfum til að geta borgað skuldir mínar. Þarna lenti ég í vítahring því við úthlutun á félagslegu hús- næði var ekki hugað að samspili skulda og tekna. Ég man eftir at- viki frá þessum tíma. Ég var að vinna sem markaðsstjóri og átti ekki mat heima, lítið meira en haframjölspakka. Ég átti fund með viðskiptavini og dressaði mig upp og fór á Hótel Sögu og sagði við þýskan viðskiptavin: Má bjóða þér fordrykk? Þetta var hápunktur leikritsins þegar ég, sem átti ekk- ert að borða heima hjá mér, bauð upp á fordrykk eins og fín frú. Svo kom að því að ég ákvað að leita til félagsmálaráðherra sem þá var Páll Pétursson. Ég sagði hon- um farir mínar ekki sléttar. Hann spurði mikið um börnin mín sem voru orðin unglingar en mér fannst hann engan veginn vera að hlusta á mig og fór frekar ósátt af fundinum. Daginn eftir var hringt í mig og það var ritari ráðherra. Til að gera langa sögu stutta fékk ég íbúð í félagslega kerfinu. Páll hafði tekið upp símann og sex vikum seinna eða rétt fyrir páska árið 1997 flutti ég inn ásamt börnunum. Þarna var komin festa og ég gat farið að skapa okkur líf en ég var að borga niður skuldir í sex ár í viðbót og var í alls konar störfum.“ Trú á almættið Heldurðu að þessir erfiðleikar hafi þroskað þig á einhvern hátt? „Stundum er sagt að erfiðleikar þroski fólk en á þessum tíma sagði ég við Guð: Þú verður að fara að gera þér grein fyrir því að það fæst ekkert meira út úr mér! Erf- iðleikarnir þroskuðu mig á vissan hátt en ég er líka sannfærð um að það hefði ekki þurft að vera svona erfitt. Það er mín einlæga trú í dag að almættið leggur ekki erf- iðleika af þessari tegund á fólk til að þroska það, það er miklu auð- veldara mál að þroskast. Ég trúi á almættið og geng með Guði alla daga. Ef ég mætti erf- iðleikum eins og þessum í dag myndi ég treysta á almættið. Ég er alin upp í trú og því að Guð bænheyri mann. Þegar ég var í miðjum erfiðleikum var ég mjög upptekin af því að ég þyrfti að eiga skilið að eiga og fá vissa hluti. Í dag veit ég að maður á ekkert skilið. Núna veit ég líka að í Biblí- unni stendur: Biðjið og yður mun gefast. Punktur. Þar stendur ekki. Biðjið og yður mun gefast – ef þér verðið óskaplega góðir og stilltir. Í dag á ég íbúð og mér gengur vel. Ég myndi aldrei vilja ganga þennan erfiða veg aftur. Þessi bar- átta markaði mig og svo var ég aldrei heima hjá börnunum mínum því ég var alltaf að vinna. Það var alltaf verið að segja mér hvað ég væri dugleg en þegar ég hafði efni á að hætta að vera dugleg voru börnin orðin fullorðin og farin að heiman. Þannig að þetta var engan veginn þess virði. Eftir hrunið voru margir sem sögðu mér að þeir ættu erfitt með að borga af lánunum. Mitt svar var: Frystu lánin þín. Fólk sagði: Já, en þá eykst skuldin bara. Ég sagði: Það skiptir engu máli, þú ert með lítil börn, haltu áfram að lifa.“ Fríður Birna Í dag á ég íbúð og mér gengur vel. Ég myndi aldrei vilja ganga þennan erfiða veg aftur. Morgunblaðið/Kristinn 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 9 2 7 Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn EINN SMELLUR og þú tekur stöðuna með nýja Arion appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.