Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 18
Leiðrétt Í síðasta blaði var gefin upp röng hámarksþyngd handfarangurs hjá Icelandair. Handfarangur
flugfarþega má vega allt að 10 kílóum, en ekki sex eins og fram kom. Beðist er velvirðingar á því.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Ferðalög og flakk
J
akob Ómarsson fór í heimsreisu haustið
2010; ferðaðist um Mið-Austurlönd, Asíu,
Ástralíu og Bandaríkin. Hann var lengst í
Eyjaálfu og Asíu.
„Ég fór af stað daginn sem ég skilaði loka-
ritgerðinni í Háskólanum. Ætlaði fyrst að
fara 2006 en fékk engan með mér en 2010
ákvað ég að skella mér burtséð frá því hvort
einhver kæmi með eða ekki,“ segir Jakob við
Morgunblaðið. Hann var á ferð í sex mánuði
en þegar til kom var hann ekki einn nema í
um það bil tvær vikur. Vinir drifu sig að
heiman og hittu hann hér og þar.
„Þetta er alveg magnað; maður er í raun
að fjárfesta í skemmtilegum minningum,“
segir hann. Stundum er haft á orði að ferða-
lag sé það eina sem fólk kaupir sem geri það
ríkara en áður, og Jakob er á því. „Þetta er
ekki bara fjör heldur lærir maður á sjálfan
sig í svona ferðalagi. Og það koma vissulegir
erfiðir dagar. En það er stórkostlegt að sjá
mismunandi lönd, ólíka menningu og kynnast
fjölda fólks á svona ferðalagi.“
Margeir Ingólfsson hjá netferðaskrifstof-
unni ferdin.is segir Asíu mjög vinsæla um
þessar mundir. Fyrirtækið leggur raunar að-
aláherslu á það svæði en skipuleggur ferðir
fyrir fólk hvert sem er. Ferdin.is býður ekki
pakkaferðir heldur er hver ferð skipulögð
sérstaklega fyrir viðskiptavininn. Töluvert er
um að útskriftarhópar fari utan á vegum fyr-
irtækisins, og segir Margeir ánægjulegt að
fyrirhyggja sé að aukast hvað það varðar.
Nýlega fékk hann t.d. fyrirspurn frá hópi
sem var að hefja nám í háskóla og vill byrja
að skipuleggja ferð eftir útskrift, vorið 2015.
Þeir Íslendingar sem leggja í heimsreisu
skipta hundruðum árlega, að sögn Huldu
Stefánsdóttur, rekstrarstjóra ferðaskrifstof-
unnar Kilroy á Íslandi, en stofan sérhæfir
sig einmitt í þjónustu við ungt fólk og náms-
menn. Þar á bæ er heldur ekki boðið upp á
pakkaferðir; í boði eru heimsreisur af ýmsum
toga, eins og sjá má á meðfylgjandi korti, en
skýrt tekið fram að þar sé aðeins um uppá-
stungur að ræða og fólk hvatt til að hanna
sína eigin ferð. Kilroy varð til 1991 við sam-
einingu skandinavísku súdentaferðaskrifstof-
anna, sem allar stóðu á gömlum merg. Skrif-
stofan í Reykjavík var opnuð í júní á þessu
ári eftir nokkurra mánaða undirbúning. Við-
tökur eru mjög góðar og Hulda segir að
greinilega hafi verið þörf fyrir þjónustuna.
„Þetta er mikið að aukast. Heimurinn að
skreppa saman og heimsreisur eru nú raun-
hæfur valkostur hjá ungu fólki – til dæmis
eftir stúdentspróf – en áður voru þetta frek-
ar einstaka sérvitringar!“ segir Margeir.
Ferðirnar eru mislangar, Margeir segist
þó ráðleggja fólki að vera að minnsta kosti
tvo mánuði því tíminn líði hratt og margt sé
að sjá. Margir eru mun lengur, allt að einu
ári.
Ekkert er hægt að fullyrða um hve mikið
slíkar ferðir kosta því það getur verið mjög
misjafnt. Flug er stærsti kostnaðarliðurinn
en víða er mjög ódýrt að lifa. Gisting er hag-
kvæm í Asíu, þó þar sé vissulega hægt að
gista á fínum og dýrum stöðum, ef vill, og
matur er líka ódýr. „Ég get tekið sem dæmi
að í Taílandi er hægt að fá fína máltið fyrir
300 krónur og mjög góða máltíð fyrir um það
bil 500 krónur,“ segir Margeir.
Jakob Ómarsson starfsmaður Kilroy hefur víða
farið. Hér er hann í Tiger Temple í Taílandi.
HUNDRUÐ ÍSLENSKRA UNGMENNA Í HEIMSREISU ÁRLEGA
Vinsælast er að
ferðast um Asíu
„ÞETTA ER ALVEG MAGNAÐ; MAÐUR ER Í RAUN AÐ FJÁRFESTA Í SKEMMTI-
LEGUM MINNINGUM,“ SEGIR JAKOB ÓMARSSON STARFSMAÐUR KILROY.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Los Angeles
NewYork
Mexíkó
San Jose
Puerto
Vallarta Key West
Fort Lauderdale
San Fransisco
Miami
Nokkur hundruð ungir Íslendingar fara í heimsreisu á hverju ári, flestir 20-
28 ára og vinsælast er að ferðast um Asíu.Algengt er að fólk ferðist í þrjá
til sex mánuði og slík ferð gæti kostað 400-600 þúsund krónur. Gisting er
mjög mismunandi en oft fæst pláss á „hosteli“ í Asíu á 1.000 krónur nóttin
fyrir manninn. Matur er mjög ódýr.
Margir ferðast í um það bil ár og þá má gera ráð 1.200.000 kr. í kostnað við
flug, gistingu, mat og ýmsa skemmtan.
Helsti markhópur Kilroy er ungt fólk og námsmenn en skrifstofan bókar
ferðir fyrir alla. Ferðaskrifstofan Ferðin skipuleggur líka ferðir um allan heim
en sérhæfir sig í Asíu.
Heimsreisur íslenskra ungmenna
Machu Picchu
Inkaborgin forna í Perú er
toppurinn í Suður-Ameríku.
Enginn sem fer til álfunnar má
missa af henni og ég ráðlegg
öllum að labba inkaslóðina en
ekki taka lestina. Yfirleitt er
gengið af stað nálægt bænum
Cuzco, gangan tekur fjóra daga og svo þarf heilan dag til að
skoða staðinn.
Marta Björg Hermannsdóttir, starfsmaður ferðaskrifstofunnar Kilroy.
Buenos
Aires
Iguazu
Það er mögnuð upplifun að
koma að Iguazu-fossunum á
landamærum Argentínu og
Brasilíu. Þar finnst manninunum
hann vera rosalega lítill!
Marta Björg Hermannsdóttir, starfs-
maður ferðaskrifstofunnar Kilroy.
NÚNA
30.000
KR. AFSLÁTTUR
UMBRIA 2 sæta sófi. B:180 D:87 H:80 cm. 3
sæta: B:250 D:88 H:78 cm. Tungusófi: B:250 D:87
H: 80 T: 163 cm. Einnig til tungusófi XL. Þrír litir.
149.990
VERÐ FRÁ: 169.990
TVEGGJA SÆTA B:180 CM
169.990
VERÐ FRÁ: 189.990
ÞRIGGJA SÆTA B: 220 CM
219.990
VERÐ FRÁ: 249.990
TUNGUSÓFI
12 MÁNA
VAXTALA
LÁN
SÓFAR
NÚNA
20.000
KR. AFSLÁTTUR
H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a rd . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 6
HÚSGAGNAHÖLLIN – fyrir lifandi heimili
OPIÐ
ALLA
HELGINA!