Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 22
Þegar þau
slógu í gegn
MEÐ HJÁLP DAGBLAÐA, GAMALLA AUGLÝSINGA,
UPPSKRIFTARBÓKA FRÁ ÝMSUM TÍMUM OG
FRÓÐLEIKSFÓLKS MÁ LEIÐA AÐ ÞVÍ LÍKUM
HVENÆR NOKKRAR VINSÆLAR GRÆNMETIS-
OG ÁVAXTATEGUNDIR SLÓGU FYRST
ALMENNILEGA Í GEGN HÉRLENDIS.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
* 2004SÆTAR KARTÖFLUR
Sætar kartöflur voru farnar að fást í
verslunum í kringum 1995 en voru ekki
algengar. Í kringum 2003-2005 var eins
og kartöflurnar féllu skyndilega í kramið
og sætar kartöflur að finna í annarri
hverri uppskrift.
* 1995KJÚKLINGABAUNIR
Árið 1995 opnaði veitingastaðurinn
Grænn kostur sem hafði mikil áhrif.
Kjúklingabaunir voru þó farnar að
þekkjast hérlendis í kringum 1988. Lík-
lega hefur hummusgerð eflt vinsældir
kjúklingabauna sem urðu vinsælar um
það leyti sem Grænn kostur opnaði.
* 1985 ENGIFEREngifer fór að fást í verslunum þegar
asísk matargerð varð vinsæl upp úr
1980. Í kringum 1985 var hráefnið
orðið vinsælt hráefni til matar-
gerðar og þótti einnig fyrir-
taks flensumeðal. Síðari
árin hefur það einkum
tengst hinum og
þessum megrunar-
kúrum.
* 1993 LIME Ákveðin tegund af mexíkóskum bjór í flöskum
varð afar vinsæl á skemmtistöðum í kringum
árið 1993 og var þá hafður sá háttur á að sneið
af lime var troðið ofan í stút flöskunnar.
Vinsældirnar urðu fádæmar í kjölfarið en ávöxt-
urinn hafði fengist hérlendis frá árinu 1980.
* 1950
AGÚRKA OG TÓMATAR
Fjölgun gróðurhúsa og garðyrkjumanna og
almenn hvatning til neyslu á grænmeti, til að
mynda frá Helgu Sigurðardóttur, á sinn þátt
í að í kringum 1950 eru flestir farnir að
þekkja tómata og gúrkur. Tómatneysla er
rúmlega kíló á mann á ári og gúrkuneysla þá
rúmlega 1 stykki.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012
Hreyfing og heilsa
Regluleg hreyfing og æfingar á efri árum geta hægt á og
verndað gegn hrörnun heilans en slík hrörnun hefur mikil
áhrif á minni fólks og skýra hugsun.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu
Neurology en vísindamenn við Háskólann í Edinborg fylgdust
með rúmlega 600 einstaklingum í þrjú ár. Allir sem tóku þátt í
rannsókninni voru komnir yfir sjötugt.
Miklu máli skiptir hvort það er svefnlaus kona eða
karlmaður sem sest að snæðingi illa sofinn. Eldri
rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli of lítils
svefns og offitu. Lítill svefn virðist þó ekki hafa sömu
efnafræðilegu áhrif á karl og konu en bæði kyn hafa
þó jafnmikla þörf fyrir aukahitaeiningar daginn eftir.
Munurinn er sá að sögn vísindamanna við Columbia-
háskólann að hjá karlmönnum eykst matarlystin, án
þess að þeir finni beinlínis til svengdar, meðan kon-
um líður eins og þær hafi ekki borðað neitt og finnst
þær vera með tóman maga.
Unglingar sem nota snjallsíma eru líklegri til að stunda
áhættusamt kynlíf. Niðurstöður rannsóknarinnar sem gerð
var af Háskólanum í Suður-Kaliforníu; Menntastofnun fé-
lagsfræði í Los Angeles, voru kynntar í vikunni. Unglingar sem
hafa aðgang að netinu í símum sínum eru líklegri til að stunda
óábyrgt kynlíf og skipuleggja að hitta ókunnugt fólk eða
manneskjur sem þeir rétt kannast við en þeir sem hafa ein-
ungis aðgang að netinu í gegnum tölvu.
Þunglyndi og streita geta valdið því að ungar kon-
ur nota síður getnaðarvarnir en þær sem eru afslapp-
aðri og líður vel. Bæði voru þær líklegri til að sleppa
getnaðarvörnum alveg og stór hluti kvenna sem leið
illa var líklegur til að nota þær aðeins stöku sinnum.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í vikunni
á árlegri ráðstefnu America Public Health Associa-
tion. Tæplega 700 konur tóku þátt í rannsókninni.
Unglingar sem eru yfir kjörþyngd eru líklegri til að þurfa að
glíma við nýrnasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Rannsóknin var
unnin í Ísrael þar sem stór hópur 17 ára gamalla unglinga tók
þátt. Niðurstöður leiddu í ljós að of þungir unglingar eru
þrisvar sinnum líklegri til að enda sem nýrnasjúklingar. Rann-
sóknin er afar ýtarleg en unnið var að henni í 25 ár.
Flensusprauta getur ekki aðeins minnkað líkurnar á
því að fólk veikist heldur minnkar hún einnig líkurnar á
því að viðkomandi fái hjartaáfall. Rannsóknin sem gaf
þessar niðurstöður var unnin í Kanada og var kynnt á
læknaráðstefnu í Toronto í síðasta mánuði. Í ljós kom
að þeir sem ekki þáðu flensusprautu voru 50 sinnum
líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem þáðu sprautuna.
Þrátt fyrir að rannsóknir sýni fjölmarga kosti þess að taka
inn D-vítamín hefur vítamínið engin áhrif í baráttunni gegn
vetrarflensum. Í nýsjálenskri rannsókn voru 322 einstaklingar
rannsakaðir og þeir sem tóku reglulega inn D-vítamín náðu
sér ekki sjaldnar í flensur en þeir sem gerðu það ekki.
FREGNIR ÚR HEILSUHEIMINUM
Hitt og þetta nýtt
úr heilsutengdum
rannsóknum
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson