Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 28
*Matur og drykkir Matarboð þar sem gestirnir þekkjast ekki er uppskrift að skemmtilegri kvöldstund »32 G uðrún Hrund Sigurðardóttir á langa reynslu að baki í eldhúsinu en í 13 ár skrifaði hún og eldaði fyrir Gestgjafann og þar af starfaði hún sex ár sem ritstjóri. Guðrún Hrund reiddi fram saltfisk- rétt sem hefur verið í eftirlæti hjá henni í nokkur ár en al- mennt er hún afar hrifin af hráefninu. „Ég geri allt mögulegt við saltfisk. Steiki hann, baka í ofni, geri bollur og set í pottrétti. Það er endalaust hægt að leika sér með hann en mér þykir mikilvægt að nota góða bita svo sem hnakkastykki og þá sérstaklega í þennan rétt,“ segir Guðrún Hrund. Guðrún Hrund segir tímann á Gestgjafanum hafa verið ótrúlega skemmtilegan en fyrir um tveimur árum breytti hún til og fór út í verslunarrekstur þegar hún keypti Búsáhöld í Kringlunni ásamt eiginmanni sínum. Þar ráðleggur hún fólki hvers konar potta, pönnur og áhöld er best að nota undir hvers konar mat og má segja að hún hafi nú reynt hvernig það er að vera beggja vegna borðs í matreiðsluheiminum. „Mér finnst eins og áhugi Íslendinga á því hvers konar búnað þeir nota í eldhúsinu vera að aukast, fólk virðist vilja borga meira til að fá potta og pönnur sem endast þá jafnvel út ævina þannig að þessir hlutir eru farnar að ganga á milli kynslóða sem er mjög skemmtilegt.“ Að lokum hvetur Guðrún Hrund fólk til að prófa sig áfram með saltfiskinn en hún er það mikill aðdáandi hans að í fyrra var hún með sér saltfiskþátt í Gestgjafanum. Morgunblaðið/Kristinn MATARRITSTJÓRI SEM FÓR ÚT Í VERSLUNARREKSTUR Saltfiskur í uppáhaldi GUÐRÚN HRUND SIGURÐARDÓTTIR GERIR ALLT MÖGULEGT ÚR SALTFISKI SEM ER EITT HENNAR EFTIRLÆTISHRÁEFNI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Guðrún Hrund Sigurðardóttir er reynslubolti í matargerð, meðal annars sem ritstjóri Gestgjafans í mörg ár. Fyrir fjóra 800 g saltfiskur, helst hnakkastykki svartur pipar 1-2 dl klettakáls- og basilíkupestó Hitið ofn í 170°C. Kryddið fiskinn og veltið upp úr pestó. Bakið í eldföstu móti í um það bil 10-12 mínútur. Berið fram með parmesankartöfl- umús og basilíku. KLETTAKÁLS- OG BASILÍKUPESTÓ 1 poki klettakál 2-3 stilkar basilíka, má sleppa 2 hvítlauksgeirar pipar 1 msk. valhnetur, saxaðar eða furuhnetur 4 msk. rifinn parmesanostur ½-1 tsk. sykur 2 dl olía Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið. Bætið olíunni smám saman við þar til pestóið er orðið hæfilega þunnt. PARMESANKARTÖFLUMÚS 500 g kartöflur, skrældar og soðnar 1-2 dl rjómi 3-4 msk. söxuð fersk basilíka salt svartur pipar rifinn parmesanostur Hitið ofn í 180°C. Stappið kartöflur eða pressið með kartöflupressu í skál. Blandið rjóma, parmesanosti og basilíku saman við og kryddið. Setjið blönduna í smurt, eldfast mót og stráið parmesanosti yfir. Bakið í 5-10 mínútur. Saltfiskur í pestósósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.