Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 37
MELISSA Nettur og lítill blandari sem hentar því til dæmis vel í eldhús þar sem borðpláss er af skornum skammti. 2 hraðastillingar og púlsstilling. Gler- kannan tekur 1 lítra. Max raftækjaverslun. Verð: 5.989 krónur TRISTAR-RAFHA Blandarinn er á afar góðu verði og tekur 450 millilítra, með tveim hraðastillingum. Hann hentar ekki til að mylja ís en er afar góður sé fólk aðeins að hugsa græjuna til að búa til barnamat og mjólkurhristinga og í léttari verk. Rafha, Suðurlandsbraut 16. Verð: 4.900 krónur. ELECTROLUX Sérstaklega hljóðlátur blandari með sérhönn- uðum hljóðdempara. 600 vatta með 1,75 lítra glerkönnu og 8 hraða- stillingum. Rafha, Suð- urlandsbraut 16. Verð: 14.900 krónur. WILFA Afar öflugur Wilfa-blandari sem notið hefur mikilla vinsælda. 1200 vatta með 1,8 lítra glerkönnu. Max raftækjaversl- un, Kauptúni 1. Verð: 17.989 krónur. BLENDTEC Blandarinn er einn af „Rollsum“ blandaranna. Hægt er að velja um tveggja eða þriggja lítra könnu. 7 ára ábyrgð á öllu nema kolum og könnu. Allt hitt, Reykjavíkurvegi 22, Hafn- arfirði. Verð frá : 109.900 krónur. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Vísindamaðurinn Katharina Muell- ing og samstarfsmenn hennar í Technical University of Darmstadt í Þýskalandi hafa byggt vélarm sem hangir niður úr loftinu og getur lært og spilað borðtennis. Arm- urinn er útbúinn myndavél og öfl- ugum hugbúnaði sem gerir honum kleift að læra af hverju skoti. Í klukkutíma leik við mannlegan spil- ara hitti armurinn boltann í 88 pró- sentum tilvika. Færni hans og tækni bætist með hverju skoti. Spilar eins og maður VÉLMENNI Skammt frá staðnum þar sem George Stephenson ræsti fyrstu gufulestina árið 1825 er unnið að annars konar tæknibyltingu sem kallast Air Fuel Synthesis eða AFS en það breytir CO2 úr andrúms- loftinu í eldsneyti. Eins og stendur er hægt að búa til hálfan lítra af eldsneyti á dag en frekari tilraunir og prófanir lofa góðu. Hugmyndin er ekki ný af nálinni en hún kom fyrst upp á sjöunda áratug síðustu aldar en er nú komin á fullt skrið. Eldsneyti úr nærri engu KEYRA Á LOFTI Bandaríski herinn er einn og sér 35 stærsti neytandi olíu í heiminum og eyðir því jafn mikilli olíu á hverju ári og Svíþjóð. Í augum bandaríska her- og varnarmálaráðuneytisins snýst málið ekki bara um umhverfismál heldur getu hersins til að færa til hersveitir og tækjabúna á sem skil- virkastan hátt og fyrir sem minnst- an tilkostnað. Herinn hefur því sett sér það markmið að 25 prósent af orkunotkun hersins verði í endur- nýjanlegum orkugjöfum 2025. Græni herinn fyrir 2025 UMHVERFISMÁL Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPad mini Haltu á hinum stafræna heimi í einu undratæki sem smellpassar í lófann. Komin í verslanir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.