Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 38
Vivienne Westwood tískuhönnuður. Áttu þér einhverja uppáhaldsflík? Ég á fínlegan pels úr úlfafeldi sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef notað hann mikið og hvort sem er yfir leðurjakkann minn á svölu pöbbarölti eða þunnan silkikjól í fínu kokteilboði. Hvar kaupir þú helst föt? Í Reykjavík. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Versta outfit sem ég hef nokkurn tímann farið í var sumarið 2000 og ég fæ ennþá kjánahroll við tilhugsunina, en þá klæddist ég skærgrænum kjól og tómatrauðum kvartbuxum undir. Við þetta var ég í græn- um sandölum og með rauða og græna spennu í hárinu. Ég leit ábyggilega út eins og túlípani þennan dag. Tískuslysin gerast þegar maður hættir að fylgja eigin sann- færingu og smekk. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Ég man ekki eftir neinni einni, en Kisan var í miklu uppáhaldi hjá mér meðan hún var og hét. Búðir sem sinnt er af alúð og ástríðu fyrir hönn- un, fallegum efnum og vönduðum frá- gangi eru fallegustu búðirnar að mínu mati. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég hrífst af vönduðum efnum og góðum frágangi. Þetta tvennt ásamt sniði flíkurinnar skiptir mig mestu máli. Mér finnst gott þegar flíkur endast og „eldast“ vel. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyr- ir haustið? Mig langar í brúnu, uppháu leð- urhanskana frá Yvonne Koné sem fást í Mýrinni. Þeir ná upp að olnboga og eru með ullarfóðri að innan. Hvaða frægu finnast þér með flottan stíl? Björg Vigfúsdóttir ljósmyndari finnst mér alltaf mjög smart. Ég fíla það sem ég þekki af stílnum hjá Baldri Kristjáns ljósmyndara. Kar- ítas Sveinsdóttir og Hafsteinn maðurinn henn- ar, tvíeykið á bak við HAF, finnst mér líka mjög flott. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Engan einn en ég fylgist með Acne, Kron Kron, Vivienne Westwood, Henrik Vibskov, So- niu Rykiel, Stine Goya … Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég myndi kaupa mér vandaða, stílhreina og stóra handtösku úr leðri. Hún þyrfti að rúma allt í senn fartölvu, tímarit, skissubók, penna- veski og snyrtitösku og jafnvel skópar líka og vera þannig úr garði gerð að hún héldi vel lögun sinni, eltist vel og liti vel út á armi. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég færi til Parísar í kringum 1920 og keypti mér rándýran og fallegan pallí- ettu-/perlukjól, ermalausan og svo fylltan af smáatriðum að ég hefði aldrei séð annað eins. Við kjólinn myndi ég kaupa mér uppháa hanska, hárskraut, skartgripi, undirföt, sokka og skó, fallega síða yfirhöfn og skinn um hálsinn. Punkturinn yfir i-ið væri svo falleg flaska af ilmvatni því frönsk ilmvötn eru þau allra bestu í heimi og hafa ábyggi- lega alltaf verið. Steinunn Vala Sigfúsdóttir hönnuður og eigandi „Hring eftir Hring“ er þekkt fyrir fallegan stíl. HRÍFST AF VÖNDUÐUM EFNUM Úlfapels í uppáhaldi HÖNNUÐURINN STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR ÞYKIR ÁVALLT SMART OG FLOTT TIL FARA. HEFUR HÚN Í ÝMIS HORN AÐ LÍTA ÞESSA DAGANA EN NÚ NÝVERIÐ STÆKKAÐI HÚN VINNUSTOFU „HRING EFTIR HRING“ OG OPNAÐI ÞAR SÝNINGARRÝMI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Frönsk ilmvötn frá ĹArtisan Parfumeur fást t.d. í Aurum. Litríkir skór frá Kron Kron. Hanskar frá Yvonne Koné, fást í Mýrinni í Kringlunni. París og Eif- fel-turninn hafa heillað um árabil. Fallegar töskur frá Sonya Rykiel. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fallegt háls- men frá „Hring eftir hring“. Kjóll í flapper-stíl frá Jigsaw, www.jigsaw- london.com. *Föt og fylgihlutir Hárið skiptir máli fyrir heildarútlitið. Theodóra Mjöll sýnir okkur hvernig á að greiða í kuðung »40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.