Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Page 40
3 Rúllaðu hárinu inn með vísifingri og baug- fingri annarrar handar. 5 Dragðu fingurna ró- lega úr vafn- ingnum og leggðu sömu hönd ofan á hann. Festu hárið betur niður með spennum/ hárpinnum. Gerðu nú ná- kvæmlega eins við neðra taglið. É g hef fengið til mín mikið af stelpum með sítt hár og hef alltaf varið miklum tíma eftir klippinguna í að kenna þeim greiðslur, hvernig á að setja krullur og bara al- mennt um hvernig á að hugsa um hárið á sér,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir um hvernig hugmyndin að bókinni Hárið kviknaði. „Mér fannst vanta fræðslu um hvað þú átt að gera alla hina dagana sem þú ert ekki nýbúin í klippingu. Ég fór að leita út um allt að svona bókum og komst að því að þetta var ekki til. Mér fannst kominn tími til að prófa að gefa út svona bók sem hægt er að fletta upp í og sýnir skref fyrir skref bæði einfaldar og flóknar greiðslur. Ég hef líka sankað að mér greiðslum lengi og átti því efni sem hefði getað fyllt fleiri bækur,“ segir Theo- dóra. Salka gefur bókina út en í henni er að finna yfir 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár. Stundar nám í vöruhönnun Theodóra útskrifaðist úr hág- reiðslu árið 2008 en stundar nú nám í vöruhönnun við Listahá- skóla Íslands. Sem stendur er hún þó í fæðingarorlofi því hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn. Hún segist vera föndrari í sér. „Ég hef eiginlega alltaf haft meira gaman af því að greiða hár en að klippa og lita. Það hentar mér vel að vinna í hönd- unum og í raun er vöruhönnunin nátengd því sem ég hef verið að gera,“ segir Theodóra. Hún segir vel koma til greina að gefa bókina út víðar, t.d. á Norðurlöndunum. „Það er alveg inni í myndinni, þetta er allt í skoðun,“ segir Theodóra. Kuðungur Þessi greiðsla er ein af mörgum í bókinni en er einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. 1 Skiptu hárinu í tvennt, þvert yfir hvirfil og settu báða hlutana í tagl. Taktu einn lokk frá úr efra taglinu og snúðu hon- um utan um teygjuna. Spenntu niður end- ann á lokknum með því að setja spennuna undir teygjuna, þann- ig sést hún ekki. GEFUR ÚT BÓK UM HÁR OG GREIÐSLUR Vantaði bók um „hina dagana“ NÚ ER ENGIN AFSÖKUN LENGUR FYRIR ÚFNU HÁRI ÞVÍ Í BÓKINNI HÁRIÐ ERU EINFALDAR LEIÐBEININGAR UM HÁRUMHIRÐU OG FLOTTAR GREIÐSLUR. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Theodóra Mjöll Skúladóttir. 4 Haltu vafn- ingnum þéttings- fast með fingr- unum fyrir neðan teygjuna. Spenntu hárið vel niður sitt- hvorumegin við vafninginn. 2 Túperaðu und- ir taglið til þess að fá fyllingu. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Föt og fylgihlutir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.