Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Þ að er alltaf hressandi að heyra „efnahagssérfræðinga“ tala af ör- yggi og allt að því viðeigandi yf- irlæti um það sem er í vændum, stöku sinnum þó með lágmarksfyr- irvörum, mest þó til málamynda. Iðulega eru þeir brattastir sem eiga langa runu full- yrðinga, jafnvel frá nýliðinni sögu, sem fuku út í buskann við goluþyt. En þrátt fyrir það er upplífg- andi að sjá að sjálfsálit er jafn endingargott og inn- brenndir litir á þakplötum, hvað sem á því og þeim dynur. Þó fylgir böggull þessu skammrifi eins og hinum. Hann er sá að stundum taka þessir snillingar ákvarðanir sem snerta aðra meira en þá sjálfa og byggja þær einmitt á rómaðri þekkingu sem er þó ekki haldbetri en stráin voru þegar Sandy átti leið fram hjá. Háskalegar hagtölur En þótt margir spekinganna séu, sem betur fer, ein- göngu talandi þekkingartröll og taki aldrei ákvörð- un, sem máli skiptir, fyrir fjöldann, allt sitt líf, þá eru aðrir sem komast ekki hjá því að gera það og byggja þær stundum á ráðleggingum hinna sömu. Í þessum efnum eru lögmálin lík á Íslandi, miðju al- heimsins (sjá kenningu Einars Más Guðmunds- sonar), og á öðrum stöðum, misfjarlægum miðjunni, svo sem New York, Frankfurt og Tókýó. Fljótlega eftir að árinu 2004 lauk var sú bráða- birgðaniðurstaða kunngerð að hagvöxtur hefði verið góður það árið eða um 4 prósent. Nokkrum árum síðar þóttu öll hagtölukurl loksins komin til grafar og í þessu tilviki á gröf og þá var gefið út að hag- vöxturinn á fyrrnefndu ári hefði verið helmingi meiri en áður var talið, eða heil 8 prósent. „Hvað með það?“ gæti einhver spurt. „Púkkar það meira upp á mig og mína en krufningarniðurstaða á dauð- an mann?“ En það er einmitt verkurinn. Helstu um- sjónarmenn efnahagslífsins, a.m.k. að eigin áliti, tóku ákvarðanir sem byggðust ekki síst á því að hag- vöxturinn hafði verið 4% en ekki helmingi meiri. All- ar „aðhaldsaðgerðir“ miðuðust við 4 prósentin en ekki 8 prósentin. Þeir sem mikilvægar ákvarðanir tóku höfðu sem sagt gert það veruleikafirrtir, án þess þó að við nokkurn væri að sakast. Þegar sann- leikurinn kvaddi sér síðbúinn dyra með hinar góðu fréttir um mikinn hagvöxt, „langt umfram spár og vonir,“ var ekki öllum skemmt. Því nú þurfti að grípa til „aðhaldsaðgerða“ sem tóku ekki aðeins til meints efnahagslegs veruleika dagsins, heldur varð nú að bæta við þær bragðvondum meðulum í óþægi- legu magni til að bæta fyrir aðhaldsskort fyrri ára. Jú, jú, sú vanræksla var öll í góðri trú gerð, en það breytti engu. Þessi eini þáttur hafði margvísleg og oftast öfug áhrif á íslenskt efnahagslíf, en það verður þó ekki rætt frekar að sinni. Miklu háskalegri tölur En þetta er nefnt vegna annarra dæma, frá hinum stóra heimi, fjarri miðjunni góðu. Íslenska skekkjan upp á fjögur prósent í hinni mikilvægu efnahags- stærð hafði alvarleg áhrif í miðju heimsins. Eins og allir vita (nema forystumenn Samfylkingar) eru ESB, Seðlabanki evrunnar og AGS nú að fást sveitt við uppnámið í efnhagsmálum meginlandsins suður af Íslandi. Þríeyki þetta, eins og það er kallað, hefur tugi þúsunda hámenntaðra hagfræðinga og reikni- meistara á sínum snærum en hinir íslensku kæmust allir fyrir í einum strætisvagni. (Ekki þarf að taka fram að sá vagn kæmist aldrei á endastöð, ef þeir far- þegar færu að reyna að hafa áhrif á aksturinn). Áður en einn af hinum fjölmörgu leiðtogafundum ESB gat tekið ákvarðanir um hvernig fara bæri með Grikki í Eru óhræddir við að vera á móti staðreyndum * Ekki tala um stórar þjóðir oglitlar þjóðir, útkjálka, heims-horn og jaðra. Þetta er hnöttur; miðj- an hvílir undir iljum þínum og færist úr stað og eltir þig hvert sem þú ferð. EMG Reykjavíkurbréf 02.11.12

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.