Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Side 47
4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 „Ég held það sé til marks um hvað inn- viðir Íslands eru sterkir, að þrátt fyrir áframhaldandi pólitískt getuleysi er þróunin samt jákvæð. Ég held það sé fyrst og fremst því að þakka, að við búum við ótrúleg auðæfi í formi fisksins, orkunnar og náttúrunnar, en ferðamennskuna má rekja óbeint til hennar. Við erum fyrst núna að sjá hversu gríðarleg verðmæti þetta eru, að ógleymdu ferska vatninu og íslenska hugvitinu!“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga alla þá uppbyggingu sem átt hafi sér stað á Ís- landi síðustu tvo til þrjá áratugi. „Við búum þrátt fyrir allt við gott menntakerfi fyrir alla, sterka innviði í lífeyrissjóðakerfi lands- ins, sem er mun betra en víðast erlendis, og framúrskarandi heilbrigðisþjónustu fyrir alla, þrátt fyrir tækjaskort í augnablikinu. Síðast en ekki síst leyfðum við bönkunum að verða gjaldþrota án þess að taka yfir skuldbind- ingar þeirra, sem er grunnurinn að viðreisn- inni. Við höfum alltaf búið við ýktar að- stæður og kannski er krafturinn í þjóðinni sprottinn af því. Og það má ekki gleyma því að auðlindir okkar eru auðlindir framtíð- arinnar; hreint vatn, hrein orka og hrein náttúra.“ Síminn hringir. Skúli skeggræðir auglýs- ingu sem á að birtast daginn eftir. „Svona er þessi smáatriðarekstur, maður þarf að vera með auga á öllu,“ segir hann og er rokinn. En viðtalið er í bakþankanum og þegar hann snýr aftur heldur hann áfram: „Stærsti vandi stjórnmálanna er eftir sem áður innri togstreita á Alþingi, milli stjórnarflokkanna og innan þeirra. Og því miður sér maður það birtast núna hjá stjórnarandstöðunni.“ Meira samstarf við Kanada Þú hefur talað gegn aðild að ESB. Hefur það breyst? „Síður en svo. Ef eitthvað er, þá tel ég enn augljósara en áður að varhugavert væri að flýta sér í þeim efnum. Þarna tala ég í ljósi þróunar í Evrópu og innan ESB, en einnig út frá styrk Íslands, sem ég held að fari vaxandi. Svo fremi við búum við heil- brigt pólitískt umhverfi og nýtum tækifæri til þess að tengjast öðrum þjóðum. Það er reginmisskilningur að við einangrumst ef við göngum ekki í ESB. Það er til dæmis fárán- legt að samstarf okkar sé ekki nánara við Kanada, land sem tengist okkur náið menn- ingarlega og viðskiptalega og þar sem flestir af íslensku bergi brotnir eru búsettir á eftir Danmörku. En ég held það sé líka mikilvægt að horfa til fjarlægari landa, Kína, Indlands og Asíu í heild sinni. Það eru að minnsta kosti 200 ár síðan Evrópa var á sínum há- punkti, það má segja að Ameríka hafi verið ráðandi á síðustu öld og þessi öld verður væntanlega kennd við Asíu. Við hefðum til dæmis getað sest niður með Kínverjum í tengslum við umræðuna um Nubo og opnað tvíhliða viðræður um gagnkvæmar fjárfest- ingar og þess vegna landakaup í Kína.“ Hvaða lausn sérðu í gjaldmiðilslánum úr því þú vilt ekki ganga í ESB? „Ég ólst upp í Svíþjóð og fylgdist með norsku krónunni styrkjast verulega gagnvart þeirri sænsku með olíunni. Það sama má segja um kanadíska dollarann gagnvart þeim bandaríska. Af því dreg ég þá ályktun, að til langs tíma litið muni íslenska krónan ekki veikjast. Einfaldlega vegna þess að við búum yfir svo miklum auðæfum sem þjóð. Svo framarlega sem við höldum í okkar auðæfi, þá gæti krónan reynst okkur ágætlega til lengri tíma litið.“ Óvissan verst Skortir trúverðuga stefnu varðandi afléttingu gjaldeyrishafta, sem snerta bæði bankann og ferðaþjónustuna? „Hreinlegast væri að segja, að við megum búast við að hér verði höft næstu 7 til 10 ár- in með einhverjum formerkjum. En ég hef líka sagt að það þarf ekki að vera alslæmt, það þekkist víða að einhverjar takmarkanir eru á fjármagnsflutningum. Auðvitað er ég alls ekki að segja að það sé æskilegt. En úr því sem komið er er betra fyrir markaðinn að sjá lengra og fá trúverðuga lausn, þannig að hægt sé að byggja áætlanir á því, frekar en að fá stöðugt hálfkveðnar vísur um að höftunum verði aflétt innan skamms og svo gerist ekkert. Óvissan er verst fyrir fyrir- tækin í landinu og fjárfesta almennt, ekki síst þegar leikreglum er breytt jafnóðum og jafnvel eftir á.“ Skúli segist hafa lent í því sjálfur í þrí- gang. „Það fyrsta sem gerist eftir að ég kem heim er að tilkynnt er um auðlegðarskattinn, sem var áhugavert skulum við segja,“ segir hann. „Skömmu eftir að við lögðum inn nýtt fjármagn í MP banka, sem tryggði rekst- urinn án aðkomu eða kostnaðar fyrir ríkið, var settur á sérstakur bankaskattur, sem er í raun bara beinn kostnaður, því hann er al- Morgunblaðið/Kristinn *Ég held það sé tilmarks um hvað inn-viðir Íslands eru sterkir, að þrátt fyrir áframhald- andi pólitískt getuleysi er þróunin samt jákvæð. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.