Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2012 Menning Það heyrir ætíð til tíðinda þegar óperuhús ráðast í þaðstórvirki að setja upp Niflungahring Richards Wag-ners. Óperurnar fjórar sem mynda „Hringinn“ – Rín- argullið, Valkyrjurnar, Sigurður Fáfnisbani og Ragnarökin – taka alls um sextán klukkustundir í flutningi og eru afar krefjandi, hvernig sem á þær er litið. Á nýafstaðinni kvik- myndahátíð í Reykjavík var sýnd áhugaverð ný heim- ildakvikmynd, Wagner’s Dream, þar sem fylgst var með um- fangsmikilli og metnaðarfullri uppsetningu Hringsins í Metropolitan-óperunni í New York síðustu vetur, í leikstjórn kanadíska leikstjórans Robert Lepages. Lepage skapaði gríðarlegt sjónarspil á sviðinu, þar sem reist var fjörutíu tonna sviðsmynd, sem fékk viðurnefnið „vélin“ og var að mestu úr áli; pallar risu og hnigu, sperrtust lárétt upp eða röðuðust í tröppur og um þetta „misgengis“- svið, sem myndum var varpað á, fóru söngvararnir. Tónskáldið og textahöfundurinn Richard Wagner (1813- 1883) var að takast á við gríðarstórt verkefni þegar hann samdi Niflungahringinn; texta óperanna lauk hann við árið 1852, tónlistina samdi hann á áratugunum þar á eftir og Hringurinn var í fyrsta skipti sviðsettur allur árið 1876. Niflungahringurinn fjallar um sköpun og eyðingu heimsins, og efnið sótti Wagner að miklu leyti til fornra íslenskra bók- mennta; í Eddukvæðin og Snorra-Eddu, og í Völsungasögu. Þá sótti hann í Þiðrikssögu af Bern, sem kölluð var Nifl- unga- og Vilkinssaga í þýskum útgáfum, en hún var rituð í Noregi á 13. öld. Leikstjórinn sá myndirnar í Edduhandritinu Hver sá sem setur upp Niflungahring Wagners þarf að finna sér leið að feta. Það hefur vakið athygli að Lepage leitaði beint aftur til upphafsins, til hinna fornu norrænu verka sem Wagner sótti í, og gott betur; hugmyndina að leikmyndinni sótti hann í íslenska náttúru og flekaskilin undir landinu. „Fyrir tilviljun fór ég til Íslands nokkrum mánuðum eftir að mér var boðið að setja hringinn upp og þar stóð ég frammi fyrir Eddukvæðunum, þar sem handritið var til sýnis í safni, og í því voru allar þessar ótrúlegu myndir úr Hringn- um,“ segir Lepage í heimildamyndinni. Hann segir 85 pró- sent Hringsins koma beint úr Eddukvæðunum. „Ef finna á ferska nálgun við Hringinn í nútímanum, þarf að fara alla leið aftur að rótum hans,“ segir leikstjórinn. „Ég fann allar þessar upplýsingar með því að kafa í íslenskar goðsagnir og hugmyndin að leikmyndinni byggist á flekaskilunum – Ísland er allt á hreyfingu! Í Hringnum má sjá jöklana og svo opn- ast sprunga og hraunið vellur út; þar eru guðirnir að tjá sig. Leikmyndin byggist á flekaskilum sem hæfa þessum nor- rænu goðsögnum sem höfðu svo mikil áhrif á Hringinn.“ Það eru ekkert nýjar fréttir fyrir Íslendinga að Wagner hafi sótt mikið í sjóð norrænna sagna og kvæða, þegar hann vann þessi miklu verk sín. Árni Björnsson skrifaði til að mynda bókina Wagner og Völsungar: Niflungahringurinn og íslenskar fornbókmenntir, sem kom út 2002 og hefur verið þýdd á ensku og þýsku. Í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma sagðist Árni sýna fram á að „uppistaðan í texta Nifl- ungahringsins er komin frá Íslandi en ekki Þýskalandi“. Notaði ljóðstafi í anda Eddukvæða Wagnerfélagið var stofnað hér árið 1995, í kjölfar þess að fyrsta Wagneróperan var sett hér á svið, í Þjóðleikhúsinu. Selma Guðmundsdóttir er formaður Wagnerfélagsins og var einn af forsvarsmönnum sýningarinnar. Hún segir Wolfgang Wagner, barnabarn tónskáldsins, hafa komið með þá róttæku hugmynd að gera hér það sem aldrei hafði verið gert áður, setja upp stytta útgáfu Hringsins á einu kvöldi, í ljósi þess hvað íslenskar bókmenntir hafi skipt afa hans miklu máli. „Þetta var afar vel lukkað og fékk góða athygli og dóma í tímaritum og dagblöðum víða um heim,“ segir Selma. Í kjöl- farið var félagið stofnað en hún segir um 200 slík Wagner- félög starfandi. „Við ákváðum að rannsaka tengsl Wagners við íslenskar bókmenntir og fengum til að mynda Árna Björnsson til að skrifa bók sína. Í kjölfar útgáfunnar hefur hann haldið fyrirlestra víða,“ segir hún. Jóhannes Jónasson fjallaði líka oft um þessi verk Wagners og sagði að „Niflungahringur Wagners væri dýrasti tollur sem íslenskri menningu hefur verið goldinn“. Selma og aðrir meðlimir Wagnerfélagsins íslenska glödd- ust yfir því þegar fréttist að Lepage hygðist sækja í hinn norræna sjóð, sem Wagner vann úr. „Við komum til hans bók Árna í kjölfarið,“ segir hún og sá síðan sjálf tvær óper- anna í uppfærslu Lepages. „Það var ótrúlega áhrifaríkt og gaman,“ segir hún. En Wagner sótti ekki einungis persónur og söguefni í fornar íslenskar bókmenntir, heldur bendir Selma á að hann hafi tekið að styðjast við íslenska bragarhætti í seinni óp- erunum; hafi hætt að nota endarím en beitt ljóðstöfum og sótti fyrirmynd í Eddukvæðin. Wagner fjallaði um þessa nálgun sína í bréfum frá árinu 1851 en Selma segir að þetta þurfi að rannsaka betur. „Íslensku- og tónlistarfræðingar gætu rannsakað tengslin þarna á milli, hvernig íslenskir kveðskaparhættir rata inn í tónmál Wagners,“ segir hún. Umdeild uppsetning Allskyns vandamál komu upp við sviðsetningu Hringsins í Met. Sviðið þurfti að styrkja sérstaklega svo það bæri „vél- ina“, einhverjir söngvarar gengu úr skaftinu því þeir réðu ekki við bröltið um pallana og stjörnusópraninn Deborah Vo- igt lýsti þátttöku í verkinu sem álíka áskorun og að klífa Everest. Óperurýnar eru ekki alltaf þeir jákvæðustu og sum- ir voru afar ósáttir: „Tonn fyrir tonn er þetta heimskulegasta uppsetning í óperusögunni,“ skrifaði rýnir The New Yorker og kollegi hans á The New York Times sagðist aldrei hafa fyllst viðlíka gremju yfir nokkurri óperuuppsetningu. Svo voru aðrir sem voru hæstánægðir með uppfærslu Ro- bert Lepages en um hana má fræðast í Wagner’s Dream. Ánægjulegt væri að sjá myndina rata á dagskrá einhverrar sjónvarpsstöðvarinnar í vetur, svo fleiri gætu notið glímu listamannanna við hinn fornnorræna sagnaheim. Kvikmynd- ina má líka kaupa í vefverslunum. NIFLUNGAHRINGURINN ER MIKIÐ TIL BYGGÐUR Á NORRÆNUM GOÐSÖGNUM Wagner á íslenskum flekaskilum ÞEGAR KANADÍSKI LEIKSTJÓRINN ROBERT LEPAGE UNDIRBJÓ UPPFÆRSLU NIFLUNGAHRINGS WAGNERS Í METROPOLITAN-ÓPERUNNI SÓTTI HANN HUGMYNDIR Í HINN FORNA SAGNAHEIM SEM TÓNSKÁLDIÐ VANN ÚR. UMTÖLUÐ SVIÐSMYNDIN BYGGÐIST ENNFREMUR Á ÍSLENSKRI NÁTTÚRU. NIFLUNGAHRINGURINN HEFUR VERIÐ KALLAÐUR „DÝRASTI TOLLUR SEM ÍSLENSKRI MENNINGU HEFUR VERIÐ GOLDINN“. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Richard Wagner Selma Guðmundsdóttir Söngvarar á „vélinni“, hinni stóru tæknivæddu sviðsmynd í Metropolitan-óperunni. Robert Lepage
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.