Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2012, Blaðsíða 57
SAGA BÍLS- INS OG KENNSLA Í LJÓS- MYNDUN Bílaáhugamenn fá sann- arlega bók við sitt hæfi í bókinni Bílar í máli og myndum. Þar er saga bílsins rakin í máli og myndum. Um 1.200 bílar af öllum stærðum og gerðum koma við sögu og sagt er frá vélum, teg- undunum og mönnunum bak við hönnunina. Bókin er í stóru broti og ríkulega mynd- skreytt. Vegleg jólagjöf handa bílanördum. Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun verða vitanlega að eiga bók við hæfi. Stafræn ljós- myndun skref fyrir skref er slík bók. Höfundurinn Tom Ang er verðlaunaljósmynd- ari, sjónvarpsþáttastjórnandi og metsöluhöfundur. Í bókinni kennir hann lesendum að ná góðum tökum á ljósmyndun og fjallar um helstu nýjungar í stafrænni ljósmyndun. 4.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Landvættir, skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, fjallar um Sókrates, ung- an mann sem vinnur í kjötvinnslu, og kynnist þar formanni Þjóðernis- hreyfingarinnar. Þetta er metnaðarfullt verk, tæplega 500 blaðsíður og ekki gallalaust, en það besta er gríðarlega vel gert. Ófeigur er hæfileikamikill höfundur, vel skrifandi og getur verið bæði fyndinn og beittur. Áhuga- verður rithöfundur Íslenskir rithöfundar leika sér gjarnan að því að setja þekkta Íslendinga inn í skáld- verk sín undir nýjum nöfnum. Kunnugir segja að einmitt þetta geri Stefán Máni í nýútkominni bók sinni Húsinu. Blaðamaðurinn Mikael er meðal per- sóna í bókinni og vinnur á DV. Ritstjóri hans er aukapersóna í bók- inni en lýsing á útliti hans og klæðaburði er nokkuð nákvæm. Hann er fyrrver- andi togarasjómaður, klæddur í bláa vinnuskyrtu og þröngar gallabuxur, „til að minna sig á sjálfan sig og aðra á brimsaltan upp- runann,“ eins og segir í sögunni. Um háls- inn er hann með ísbjarnarkló í leðuról og með kúrekahatt á höfði. Þessi lýsing þykir minna allnokkuð á Reyni Traustason nú- verandi ritstjóra DV sem er gamall sjóari, gengur með hatt og er einmitt iðulega með ísbjarnarkló um hálsinn. Stefán Máni. Nýja bókin hans er Húsið. Morgunblaðið/Kristinn KUNNUGLEGUR RITSTJÓRI Í HÚSINU Reynir Traustason Nýjasta bók Gyrðis Elíassonar er Suðurglugginn og aðal- persónan er einrænn rit- höfundur sem dvelur í sum- arhúsi og skrifar skáldsögu – en verkið gengur ekki vel. Gyrðir sannar enn og aftur snilli sína í bók sem er frá- bærlega vel stíluð og full af stemningum, sumum afar þunglyndislegum. En þarna er ekki bara myrkur því lúmskur húmor höfundar hefur senni- lega aldrei notið sín betur en í þessu listilega vel gerða verki. Meistaralegur Gyrðir Skáldverk, dag- bók og barnabók FORVITNILEGAR BÆKUR GYRÐIR ELÍASSON, EINN FREMSTI RITHÖFUNDUR OKKAR, SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGU OG ÞAÐ GERIR EINNIG ÓFEIGUR SIGURÐSSON SEM SANNAR AÐ HANN Á FRAMTÍÐINA FYRIR SÉR Á RITVELLINUM. DAGBÓKARSKRIF KRISTJÁNS ELDJÁRNS ÚR FERÐ HANS TIL NÝFUNDNALANDS RATA Á PRENT OG ÞÝDD BÓK EFTIR JACQUELINE WILSON ER KOMIN ÚT. Barnabókahöfundar gerast ekki mikið betri en Jacqueline Wilson, enda njóta verk hennar gríð- arlegra vinsælda meðal barna og unglinga víða um heim. Henni tekst fádæma vel að skrifa um erfið efni án þess að það verði yfirþyrmandi og stíll hennar er léttur og leikandi. Í þessari bók segir frá Ellu sem býr með móður sinni og stjúpa sem hún kann ekki við. Móðirin fæðir barn en fellur eftir það í dá. Ella og stjúpinn þurfa að sjá um nýja barnið og það reynir á samskiptin meðan þau vona að móðirin vakni. Ung stúlka þarf að standa sig Sumarið 1962 fór Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður í rannsóknarleiðangur til Nýfundnalands ásamt félögum sínum. Hann hélt dagbók um ferðina en þau skrif hafa ekki birst á prenti fyrr en nú. Kristján var afar góður stílisti, með næma athyglisgáfu og texti hans er grípandi og svo skemmti- lega persónulegur að lesandanum finnst eins og verið sé að tala til sín. Þórarinn Eldjárn skrifar inngangsorð og Adolf Friðriksson fornleifafræðingur skrifar fróðlegan eftir- mála. Í fylgd með Kristjáni Eldjárn * Ég get ekki gengið og get ekki andað –en annars líður mér bara vel.Benedikt Gröndal BÓKSALA 24.-30. 10. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni. 1 HáriðTheodóra Mjöll / Saga Sig 2 Makalaust lífAnna Ingólfsdóttir ofl. 3 Iceland - Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 HúsiðStefán Máni 5 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 6 LimrubókPétur Blöndal tók saman 7 KantataKristín Marja Baldursdóttir 8 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.L. James 9 EldvitniðLars Kepler 10 Krakkinn sem hvarfÞorgrímur Þráinsson Innbundin skáldverk, ljóðabækur & hljóðbækur 1 HúsiðStefán Máni 2 LimrubókPétur Blöndal tók saman 3 KantataKristín Marja Baldursdóttir 4 Ár kattarinsÁrni Þórarinsson 5 SkáldEinar Kárason 6 RofRagnar Jónasson 7 Augu LíruEva Joly / Judith Perrignon 8 StekkSigurbjörg Þrastardóttir 9 LjósmóðirinEyrún Ingadóttir 10 BoxarinnÚlfar Þormóðsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Hart á móti hörðu, sagði kerling, hún settist á stein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.