Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Tekist verður á um efsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi í forvali um helgina. Þó að andstaðan sé mikil í kjördæminu við ESB, þá er ólíklegt að það hafi áhrif, enda ekki merkjanlegur munur á frambjóðendum í þeim efnum. Ætla má að þarna vegi ramma- áætlunin þungt. Vinna við hana „hef- ur staðið yfir allt frá árinu 1999 og að henni hafa komið fremstu vís- indamenn þjóðarinnar á ótal svið- um,“ svo vitnað sé í orð Oddnýjar G. Harðardóttur frá því í mars á þessu ári, en hún býður sig fram í fyrsta sætið á listanum. Það hefur sætt gagnrýni að þeim drögum sem lögð voru fram að þingsályktunartillögu var breytt á síðustu metrunum í málamiðlun á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þannig að sex virkjunar- kostir voru færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk, þar með talið þrjár virkjanir sem voru langt komnar í undirbúningi í neðri hluta Þjórsár. Það gerðist á vakt Oddnýjar sem iðnaðarráðherra. Gagnrýnt er að þar hafi faglegt ferli verið rofið, sem átti að stuðla að þverpólitískri sátt. Björgvin G. Sigurðsson var einn þeirra sem bókuðu fyrirvara þegar málið fór í gegnum þingflokkinn, en hann býður sig einnig fram í fyrsta sæti. Ekki liggur fyrir hvort hann styður frumvarpið þegar það kemur í endanlegri mynd fyrir þingið. Það má búast við að afstaða þess- ara tveggja frambjóðenda til rammaáætlunarinnar hafi mikið að segja, enda snýst þetta ekki aðeins um virkjanir í kjördæminu, heldur einnig fyrirhugað álver í Helguvík, en Björgvin tók skóflustungu að því sem viðskiptaráðherra í júní 1988. Svo vill til að Oddný var einnig í hópi þeirra sem tóku skóflustungu að ál- verinu, en hún var þá bæjarstjóri í Garði. Morgunblaðið/Golli Álver og virkjanir M ikið er í húfi í for- vali Samfylking- arinnar í Reykja- vík um helgina og líkur á að þar tapi þingmaður sæti sínu, þó ekki væri nema vegna þess að þingsæt- um fækkar samkvæmt skoðana- könnunum niður í sex og jafnvel meira en það. Lýðræði er betra Út af fléttulistanum eru prófkjörin í raun tvö, annars vegar konur og hins vegar karlar. Miklar deilur hafa spunnist undanfarna daga um hvernig eigi að útfæra fléttulistann, en niðurstaðan varð sú að ef tveir frambjóðendur af sama kyni leiða prófkjörið, þá verða það jafnframt oddvitar í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur. Svo verður fléttan út frá þeim. Sumir hafa reiðst þessu og vilja hafa jafnmargar kon- ur og karla í oddvitasætum á landsvísu, en fyrir síðustu kosn- ingar voru fimm af sex oddvitum karlar. Í þeim umræðum sagði ung kona í flokknum: „Jafnrétti er gott en lýðræði er betra.“ Af samtölum að dæma virðist vígstaða Össurar Skarphéðinssonar sterk í fyrsta sætið, einn flokks- maður gekk svo langt að vitna í orð Styrmis Gunnarssonar á Evrópu- vaktinni um „grand old man“ sem „gæti brúað bil“. Einnig er nefnt að Össur hafi góð sambönd inn í aðra flokka og gott sé að eiga hann að í stjórnarmyndunarviðræðum, enda sjái hann bæði til hægri og vinstri. Til marks um það var hann einn þeirra sex sem bókuðu fyr- irvara er rammaáætlunin var sam- þykkt í þingflokki Samfylkingar- innar, en þá voru sex virkjunar- kostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Annar var Helgi Hjörvar sem býður sig fram í 2. sæti, en hann er formaður efnahags- og viðskipta- nefndar. Nær útilokað er þó að þeir greiði atkvæði gegn frumvarp- inu er það kemur inn í þingið í endanlegri mynd. Báðir glíma þeir við konur í toppbaráttunni. Sigríð- ur Ingibjörg Ingadóttir gaf kost á sér í 1.-2. sæti áður en Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti að hún myndi hætta. Það var yfirlýsing um að hún stefndi hærra og mögulega á formannsframboð, en þegar hún kom ný inn fyrir síðust kosningar fór hún beint í 2. sætið. Valgerður hefur styrkst Valgerður Bjarnadóttir gefur einn- ig kost á sér í 1.-2. sæti og hefur henni vaxið ásmegin undanfarna mánuði eftir að hafa leitt stjórnar- skrárumræðuna af hálfu Samfylk- ingarinnar, en ánægja er með lykt- ir þess máls meðal flokksmanna. Þá liggja rætur hennar í Alþýðu- flokknum og Bandalagi jafnaðar- manna, sem bendir til að hægri kratar sem ekki hafa átt sjö dag- ana sæla í málefnastarfinu gætu séð hana sem valkost. Glíman verð- ur því spennandi um efsta sæti kvennamegin í forvalinu. Svo er spurning hvaða kona verður í 3. sæti, en þau nöfn sem helst ber á góma eru Björk Jakobsdóttir borg- arfulltrúi og Ósk Vilhjálmsdóttir listamaður og ferðafrömuður. Almennt er talið að Guðbjartur Hannesson sé líklegastur til að fara gegn Árna Páli Árnasyni í for- mannsslag, þrátt fyrir „læknamis- tök“ í tengslum við launahækkun forstjóra Landspítalans. Óvíst er um Katrínu Júlíusdóttur eftir tap fyrir Árni Páli í forvali um liðna helgi. Það veltur á forvalinu um helgina hvort formannsefni haslar sér völl í Reykjavík. En svo eru þeir sem nefna Össur. Hann hefur þó verið manna duglegastur að vísa því alfarið á bug. Hann siglir næsta örugglega inn á þing, en slagurinn verður harður um næstu sæti milli þingmannanna Helga Hjörvar, Skúla Helgasonar og Marðar Árna- sonar, sem virðist staðsetja sig sem „vinstri græni samfylkingarmað- urinn“, eins og einn flokksmaður orðar það. Svo banka nýliðarnir á dyrnar, Arnar Guðmundsson og Teitur Atlason, sem hefur getið sér orð fyrir pistla sína. Ekki er ólík- legt að þessi harði slagur hafi átt þátt í ákvörðun Róberts Marshalls að skipta um vettvang og fara fram fyrir Bjarta framtíð. Slegist um þingsætin í Reykjavík * EKKI DJÚPSTÆÐUR SKOÐANAÁGREININGUR * ÚRSLITIN GÆTU ÝTT UNDIR FORMANNSFRAMBOÐ * VALGERÐUR BJARNADÓTTIR STYRKIR STÖÐU SÍNA * HARÐUR SLAGUR KARLAMEGIN * HVERJIR ERU FULLTRÚAR ATVINNULÍFSINS? * „Það er lítið um alvöru nýtt fólk í prófkjörum flokkanna. Fólk er orðið svobólusett fyrir pólitík og það er meira en að segja það að hætta sér út í þannforarpytt. Menn eru nánast að afsala sér æru og einkalífi.“ Hrafn Jökulsson Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Óvissa er um álver í Helguvík. Skóflustunga tekin að ál- verinu í Helguvík. Oddný og Björgvin fyrir miðju. Morgunblaðið/Kristinn Ekki virðast hreinar átakalínur til vinstri eða hægri eða djúpstæður málefnaágreiningur í Reykjavík. Frambjóðendur virðast raunar vinstri sinnaðri en utan borgarinnar, hverju sem það sætir. Kannski er samstaðan svona mikil, en vera kann að flestir telji að óánægjufylgið skili sér ekki á kjörstað. Í það minnsta veðjar enginn á það. Talað er um græna hagkerfið, sjálfbærni og andstöðu við stóriðju- stefnu. Ekki er þrýstingur á að virkja í Þjórsá eða draga úr ógn af „snjóhengjunni“ með gjaldeyrisskapandi fjárfestingum í atvinnulífinu. En margir vísa á nýja frambjóðandann Arnar Guðmundsson, fleiri en einn með orðunum: „Hann hugsar um atvinnulífið.“ Arnar er að- stoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur og formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. HVAÐ UM ATVINNULÍFIÐ? Össur er litríkur stjórn- málamaður, hann tekur í nefið á miðstjórnarfundi, syngur internasjólainn á þingi BSRB og veitir við- tal með gamanmyndina „Along Came Polly“ í sjónvarpinu. Sagt er að einn hans styrkleiki sé að eiga tengsl við alla flokka. Munar þar um af- stöðu hans í Landsdóms- málinu, þar sem hann greiddi atkvæði gegn öll- um ákærum, en hér sést hann mæta við réttar- höldin í Þjóðmenning- arhúsinu. Afstaða ann- arra þingmanna Samfylkingarinnar í Reykjavík sem nú eru í framboði var með ákæru, en það var út og suður hverja af fjór- menningunum átti að ákæra. Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþing- maður sat á þingi og vildi einnig falla frá ákæru. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.